Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022

Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022


Kiwanis International hefur undanfarin 5 ár staðið fyrir þessari samkeppni. Hvert umdæmi tilnefnir verkefni eins klúbbs í sínu umdæmi sem uppfyllir skilyrði til að geta talist „auðkennisverkefni“. 
Undanfarin þrjú ár hefur Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar tekið þátt og til stendur að gera það einnig 

á þessu starfsári. Til að umdæmisstjórn geti tekið ákvörðun um tilnefningu þarf hún upplýsingar frá klúbbum um þau verkefni sem gætu verið gjaldgeng. Kynning á samkeppninni verður send forsetum og riturum klúbba en einnig er treyst á það að svæðisstjórar hvetji klúbba í sínu svæði til að senda upplýsingar um verkefni til umdæmisritara. 

Nánari upplýsingar HÉR