Kiwanisklúbburinn Elliði

Kiwanisklúbburinn Elliði


Stjórnarskipti í kiwanisklúbbnum  Elliða fóru fram mánudaginn 4. október 2021 á veitingastaðnum VOX þar sem við höldum okkar fundi.  Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson fyrrverandi umdæmisstjóri sá um stjórnarskiptin ásamt Árna Arnþórssyni félaga í klúbbnum og fórst þeim það vel úr hendi. Fráfarandi stjórn skipuðu Lúðvík Leósson forseti, Skæringur M. Baldursson kjörforseti, Ragnar Eggertsson féhirðir,  Björn Pétursson ritari, Sigmundur Smári Stefánsson fráfarandi forseti og Sveinn H. Gunnarsson meðstjórnandi. Nýja stjórn skipa eftirtaldir: Skæringur M Baldursson forseti,  Þröstur Eggertsson kjörforseti,  Ragnar Eggertsson féhirðir, Björn Pétursson ritari,  Lúðvík Leósson fráfarandi forseti og Sæmundur H Sæmundsson meðstjórnandi . Á fundinum var tekinn inn

nýr félagi Þorgeir Kjartansson og sá Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson um  inntöku hans og bauð hann velkominn í klúbbinn. Á myndunum má sjá nýju stjórnina og inntöku nýs  félaga þar sem Skæringur M Baldursson forseti nælir í hann merki hreyfinarinnar.
Skæringur var jafnframt meðmælandi Þorgeirs ásamt Erni Þórhallssyni sem var fjarverandi á þessum fundi 

Á fundi sem haldinn var mánudaginn 18. október 2021 var  Aðalsteini Inga Aðalsteinssyni veitt heiðursskjal fyrir 50 ára veru í Kiwanishreyfingunni og honum þökkuð góð störf   sem eiga vonandi efir að verða fleiri.
Á mynd sem tekin var á þeim fundi eru þeir Skæringur forseti og Aðalsteinn Ingi. 
Myndirnar tók ljósmyndari klúbbsins Örn Ingvarsson

Líf er nú að komast í starf klúbbsins eftir Covid og ýmislegt á döfinni. Á næsta ári verður klúbburinn 50 ára og er farið að huga að þeim tímamótum og nefnd að störfum.

Svo má ekki gleyma heldrimanna kaffinu á miðvikudögum þar sem rætt er um landsins gagn og nauðsynjar. Alltaf mætt kl 13:15 í kaffi og kleinur í kaffihúsinu Cocina Rodriguezí  í Gerðubergi. 

Ný stjórn Elliða ásamt Aðalsteini sem sá um stjórnarskiptin.

Skæringur forseti prýðir nýjan félaga merkinu.

Skæringur forseti ásamt Aðalsteini Inga Aðalsteinssyni eftir 
afhendingu heiðurskjalsins.