Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB


Þann 18. nóvember s.l. var haldin Almennur fundur þar sem 17 af 20 Höfðafélögum mættu s.o. 8 Esju félagar og fyrirlesari.  Á fundinum afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði styrk til Hróa Hött Barnavinafélag sem hljóðaði uppá 500 þús.kr. sem tekið var við með kærum þökkum. Þetta var kærkomin stuðningur þar sem þessi peningastyrkur kæmi á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu enn þess skal getið að Höfðafélagar hafa áður styrkt félagskapinn með fjárframlagi.  Á fundin kom Sveinbjörn Sveinbjörnsson einn stofnenda Hróa Hattar og flutti fróðlegan fyrirlestur um félagsskapinn og þau verkefni sem 

vinafélagið stendur fyrir.  Þó einhverjir héldu og stóðu í þeirri meiningu að þetta tengdist pizzu-gerð þá er það ekki svo enn félagsskapurinn er í því að styðja fjárhagslega við bakið á þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt og hafa ekki sömu lífsgæði og fjárhagslega getu og bekkjasystkini þeirra njóta.  Hægt er að fræðast nánar um félagsskapinn hér.:  https://hhb.is/

 
Gestur Halldórsson kjör-forseti Höfða.

Á myndinni eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Hróa hetti ásamt t.v. Jón Kjartan Sigurfinnsson formaður styrktarnefndar Höfða og t.h. Sigurður Svavarsson forseti Höfða.