Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019


Fundurinn hófst kl 10.00 og setti Umdæmisstjóri fundinn og fór yfir sína skýrslu og starfið sem er framundan, en mikið er að gera í Kiwanis á vormánuðum hjálmaafhending, K-dagurinn og Evrópuþing. Það kom fram á fundinum að það þarf að hraða skráningu á Evróðuþingið en fulltrúar þurfa að skrá sig fyrir 25 apríl og til að skrá sig bara á þingið er lokafresturinn 9 maí.
Líney Bergsteinsdóttir kom næst og fór yfir sína skýrslu og kom fram að félagatala er núna 801 félagi. Líney fór jafnframt yfir skýrsluskil og allt það sem kemur að starfi Umdæmisritara.
Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir fór næst yfir sína skýrslu um og fjármál Umdæmisins og sagði m.a frá húsfundi sem haldin var í húsfélagi Bíldshöfða 12.
Tómas Kjörumdæmisstjóri kom næstur með sína skýrslu og fór yfir sinn undirbúning fyrir komandi starfsár. Þá var komið að Svæðisstjórunum og hóf Ómar Hauksson yfirreið  yfir sína skýrslu, Þórhildur svæðisstjóri Freyju kom næst og fór yfir starfið í sínu svæði. Svæðisstjóri Ægissvæðis Guðlaugur Kristjánsson var næstur á dagskrá með skýrslu um starfið í Ægissvæði og t.d eru skýrsluskil 100% í svæðinu sem er vel gert. Karl Sigmar Svæðisstjóri Sögusvæðis fór yfir starfið í sínu svæði og

er allt á góðu róli. Petur Olivar fór yfir stöðuna í Færeyjum í fjarveru Oddvarar sem var veik og komst ekki til landsins í fundinn.
Næst var komið að Umræðum um skýrslur stjórnarmanna og tók Óskar Guðjónsson fyrstur til máls og lísti ánægju með að kominn væri Færeyingur í fræðslu nefnd.

Næst var komið að skýrslum nefndarformanna og byrjaði Gylfi Ingvarsson fyrir K-dagsnefnd, Gylfi fór yfir undirbúning K-dags og að venju er allt í góðum höndum hjá Gylfa enda vanur maður þar á ferð. Formaður laga og ályktunarnefndar Kristín Magnúsdóttir flutti því næst sína skýrslu lítið er að frétta hjá laganefnd en Kristín  talaði um að það þarf að kynna betur persónuverndaryfirlýsinguna, og telur að það þurfi að fjalla um hana á næsta þingi í Hafnarfirði. Dröfn Sveinsdóttir fræðslustjóri kom næst og fór yfir starf fræðslunefndar sem er mikið um þessar mundir fyrir næsta starfsár Tómasar. Gunnsteinn Björnsson kom næstur fyrir markaðs og kynningarnefnd og sagði Gunnsteinn að nefndin væri búinn að vera að starfa mikið með K-dagsnefnd um þessar mundir. Haukur Sveinbjörnsson kom upp fyrir formúlunefnd og sagði margt hafa gerst hjá nefndinni að undanförnu sérstaklega kynningarstarf til stofnunar nýrra klúbba en þetta verkefni er í bígerð. Ólafur Jónsson kom næstur fyrir Hjálmanefnd og fór yfir það sem nefndin er að gera, en einhver seinkun var að fá hjálmana til landsins en þeir eru komnir núna og verður byrjað að senda þá út á land eftir helgina.
Næst var komið að umræðum um skýrslur nefndarformanna og byrjaði Eyþór Umdæmisstjóri, Þórhildur kom með spurningu til K-dagsnefndar. Óskar Guðjléónsson talaði um umboð til kosninga á Evrópuþingi en svolítill misskilningur virðist vera í gangi um þessi mál, og var smá umræða um þetta mál.
Matarhlé

Næst var farið á ársreikning 2017-2018 og fór Magnús Helgason yrir reikningin sem lagður verður fram á næsta Umdæmisþingi, Umdæmisstjóri spurði fundarmenn hvort þeir vildu spyrja Magnús um reikninginn, og að lokum var samþykkt að leggja hann fram undirritaðan á næsta Umdæmisþingi. Kristján Jóhannsson formaður fjárhagsnefndar kom næst og fór yfir fjárhagsáætlun 2019-2020 og lagði hana fram til fundarinns, boðið var uppá umræður og kom Gylfi með fyrirspurn, og tóku nokkurir til máls með spurningar um fjárhagsáætlun og að lokum lagði Eyþór áætlunina fyrir fundinn til atkvæðis um að leggja áætlunina fyrir næsta Umdæmisþing og var það samþykkt samhljóða.
Óskar Guðjónsson Evrópuforseti kom næstur í pontu og sýndi myndband frá ungmennaráðstefnunni sem var í Lissabon í lok mars, og gaf síðan Kristjáni kjörforseta í Setbergi orðið en hann var þáttakandi í þessari ráðstefnu sem var skipuð Kiwanisfólki 35 ára og yngri, og er það greinilegt að þetta tókst með afbrigðum vel, og gott að sjá framtíðarsýn unga fólksins í Kiwanis. Það er greinilega margt á döfinni hjá unga fólkinu og framtíðarsýn björt. Kristján fór vel yfir málefnð og svaraði spurningum jafnóðum frá fundarmönnum.
Óskar kom því næst með erindi um Evrópuþingið en byrjaði aðeins að fara yfir niðurstöður úr Lissabonráðstefnunni sem var mjög fróðlegt. Óskar talaði síðan um Evrópuþingið og undirbúning en þetta gæti verið um þrjú hundruð manna þing og dagská hefðbundinn, vinnustofur og fleira , makaferðir, galaball, vinakvöldverður. Forseti Íslands mun verða á þinginu, fulltrúi JC, heimsforseti KI, framkvæmdastjóri Kiwanis og margt fyrimenna, greinilega mikill áhugi útlendinga á þinginu hér á Íslandi. Skráning á þingið er ekki nógu góð sem komið er hjá okkur ,50 atkvæði eru kominn í hús af 117 og verðum við að taka til hendinni til að tryggja okkar manni Gunnsteini Björnssyni kosningu í heimstjórn. Óskar svaraði spurningum frá fundarmönnum um þingið og skráningu áður en hann lauk máli sínu.
Umdæmisstjóri talaði og fór aðeins yfir ferlið með skráningu á þingið á tjaldinu og talaði næst um Happy Child verkefnið stöðuna og það sem þarf að gera. Eyþór kom aðeins inná nýja merki umdæmisins og þá gagrýni sem hefur komið út af fánum og þá gyllingu sem afmarkar liti í fánunum og urðu nokkurar umræðum um þetta. Næst var komið að fulltrúum frá JCI að ávarpa fundinn Ástþór og Jón Rúnar sem er ritari og  meðlimur í K-dagsnefnd fyrir hönd JC.  Ástþór er forseti JC í Reykjavík og ávarpaði hann gesti fundarins fyrst og þakkaði þann heiður að fá að vera með í K-deginum og manna hópa til sölu lykilsins. Benedikt stjórnarmaður í Pietasamtökunum ávarpaði fundinn næst og þakkaði Kiwanis  fyrir þann stuðning sem samtökin hafa fengið frá okkar hreyfingu. Pieta er tilbúið með tenginet til aðstoðar við K-daginn og taka þátt af krafti.
Fullrúar frá BUGL ávörpuðu fundinn næst þær Soffía Erla og Ásta og þökkuðu fyrir að fá að ávarpa fundinn og þökkuðu allann þann stuðning sem Kiwanis hefur haft við samtökin og þá þjónustu sem BUGL hefur getað sinnt á landsbyggðinni vegna stuðnings okkar. BUGL mun einnig koma að sölu K-lykils bæði starfsmenn, og einni nota þau sambönd sem þau hafa. Það er greinilegt að þessi K-dagur verður mjög öflugur og útkoman vonandi góð. Að loknu erindi gestanna þakkað Eyþór þeim fyrir komuna og góða kynningu.
Undir liðnum önnur mál spurði m.a Þórhildur um sérsveit Umdæmisstjóra til að astoðar við klúbba sem eru í vandræðum og fékk hún svar við þessu frá Umdæmsstjóra. Petur Olivar tók til máls undir liðnum önnur mál og sagði að þessi samtök sem áttu fulltrúa á þessum fundi væru ekki til í Færeyjum, og talað um tækifæri til stofnunar t.d JC í Færeyjum, jafnframt þakkaði Petur fyrir góðann fund. Haukur hvatti fundarmenn að láta taka mikið af myndum frá Hjálmaafhendingu og safna saman þar sem á að setja saman mynd tl sýningar á heimsþingi í Orlando.

Góðum fundi slitið 14.43 og þá var haldið til síns heima, en fólk leggur mikið á sig til starfa fyrir hreyfinguna og þá sérstaklega þegar veður eru válynd en að loknum fundi hélt ég undirritaður í Þorlákshöfn og við tók fimm tíma sigling í brjáluðu veðri til Vestmnannaeyjar.

ÁFRAM KIWANIS !!!!

TS.

MYNDIR HÉR