Hjálmaafhending Keilis og Vörðu !

Hjálmaafhending Keilis og Vörðu !


Nú er okkar frábæra hjálmaverkefni í gangi og eru klúbbarnir að afhenda reiðhjólahjálma til fyrstubekkinga og 14 maí síðastliðinn afhentu Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli.
Allir sem vildu fengu pylsur og drykk í boði Skólamatar, sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum og 

lögreglubifreið frá lögreglunni. Við sendum þeim okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina og óskum börnum í fyrsta bekk til hamingju með nýju hjálmana.

Alls fá 231 börn í Reykjanesbæ og Vogum hjálma þetta árið.