25 ára afmælisfundur Sólborgar

25 ára afmælisfundur Sólborgar


Þann 5.maí voru 25 á síðan Kiwanisklúbburinn Sólborg var stofnaður. Af því tilefni var haldinn afmælis og aðalfundur mánudaginn 6.maí í Kiwanishúsnu Hafnarfirði.
Boð á þennan afmælisfund var sent út á alla klúbba í umdæminu. Margt var um manninn, að öllum öðrum ólöstuðum langar mig að nefna Sæmund H Sæmundsson Kiwanisklúbbum Elliða, en hann var umdæmisstjóri og Stenfán R. Jónsson Kiwanisklúbbum Eldey en hann var svæðisstjór Ægissvæðis þetta vor árið 1994, einnig mættu evrópuforseti, Svæðissjtóri Ægissvæðis og Umdæmissjóri, en um 60 manns voru saman komin, sem okkur þótti vænt um. 
Krisín forseti setti fundinn bauð félaga og gesti velkomna, Dröfn ritari fór í stuttu máli yfir sögu klúbbsins þessi 25 ár. 
Veittir voru 2 styrkir Húsið – Geitungar, Vinaskjól og Klettur sem eru vinnu- virkni og frístundaþjónusta fatlaðra barna og ungmenna kr. 250.000,- til tækjakaupa. Og 2 bræður sem 

glíma við hrönunarsjúkdóm fengu styrk að upphæð 250.000,- til kaupa á sjúkrarúmmum.
Klúbburinn ætlaði einnig að afhenda Helga í Góu þakkarskjal en hann hefur veitt okkur ómældan stuðing í gengum árin, Helgi gat ekki verið með okkur þetta kvöld og mun honum verða hafhentur skjöldurinn síðar.
Síðast en ekki síst þá voru 5 félagar heiðraðir með gullstjörnum, 4 með 25 ára merki Kiwanis og svo hún Þirý okkar Baldursdóttir sem fékk 30 ára merki en hún er jú einn af stofnendum klúbbsins þar sem hún var í nýklúbbanefnd umæmissins þá félagi í Kiwanisklúbbum Hörpu þegar klúbbruinn var stofnaður.
Þar sem þetta var einnig aðalfundur var stjórn 2019-20 staðfest og samþykkt en hún mun vera þannig skipuð,
Forseti Inga S. Guðbjartsdóttir, 
Kjörforseti Karlotta Líndal
Ritari Emelía Dóra Guðbjartsdóttir
Féhirðir Dröfn Sveinsdóttir
Meðstjórn Sólveig Guðmundsdóttir, Petrína Ragna Pétursdóttir og Guðbjörg B. Pálsdóttir
Frá farandi forseti Kristín Magnúsdóttir.
Áð lokum kom Jón Sigurðsson og lék og sögn nokkur lög. 
 Við félagar í Sólborg viljum þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta og fagna með okkur á þessum tímamótum, og ekki síst þeim sem styrktu, styrkarsjóð okkar með framlögum.


Með Kiwaniskveðju 
Dröfn Sveinsdóttir klúbbritari.

MYNDASAFN HÉR