Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.

Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.


Forseti setur fundinn og bíður alla velkomna þó sérstaklega séra Davíð Þór Jónsson prest í Laugarneskirkju, Sigurð Jónsson píanóleikara, ekkjur látinna félaga og eiginkonur.
Síðan var sunginn sálmurinn „Í Betlihem“  við undirleik Sigurðar.  Þá bað forseti séra Davíð Þór að flytja borðbæn.
Hlé var gert á fundinum meðan fundarmenn og gestir gættu sér á jólamat að hætti Grandhótels og var honum gerður góð skil og umtalað hversu góður og vel útilátinn maturinn var.
Björn Pálsson formaður heiðursgjafanefndar kom upp og tilkynnti að einn félagi væri búinn að vera í klúbbnum í 50 ár og er það Hafsteinn Guðjónsson. Björn bað forseta að hengja í hann 50 ára merkinu og afhenda honum skjal því til staðfestingar. Björn sagði að flugeldasýningin á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnafirði yrði á þrettándanum eins og undanfarandi ár ef veður leifði.  
Ólafur G. Karlsson formaður styrktarnefndar kom og sagði að styrktarnefndin hefði ákveðið að styrkja hjálparstarf Laugarneskirkju um 150.000,- (10 stk. Bónuskort) og bað hann séra Davíð Þór um að 

koma upp og taka við styrknum og koma honum á réttan stað. Ólafur tjáði félögum og gestum einnig frá því að fyrirhuguð væri heimsókn á vistheimilið Bjarg og gefa þar vistmönnum jólagjafir og sælgæti. Ólafur þakkaði Birni sérstaklega fyrir að aðstoða klúbbinn við öflun gjafa og vinninga í þessu sambandi.
Nú bauð forseti séra Davíð Þór Jónssyni að vera með hugvekju. Davíð Þór lagði sína hugvekju út frá friðnum og fór líka sérstaklega í fyrirgefninguna og túlkaði hana og beindi orðum sínum á ástandið í samfélaginu.
Að lokinni hugvekju Davíðs Þórs var sunginn sálmurinn „Heimsumból“.
og síðan óskaði forseta öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
 

Birgir Benediktsson ritari Heklu