Fræðsla Svæðisstjóra 2019-2020

Fræðsla Svæðisstjóra 2019-2020


Laugardaginn 16 mars s.l var haldinn fræðsla Svæðisstjóra 2019 - 2020, og fór fræðslan fram í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða 12. Guðlaugur Kristjnánsson Svæðisstjóri Ægissvæði sá um þessa fræðslu í forföllum Drafnar Sveinsdóttur Fræðslustjóra Umdæmisins. Guðlaugur setti fræðslu kl 10.00 og bauð alla velkomna og tilkynnti að Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri Óðinssvæði kæmu um leið og vélinn lendir sem kom fá Akureyri og skilaði Jóhannes sér þegar fundurinn var nýhafinn, 100% mæting maður getur verið stoltur af því. Eftir að Gulli hafði flutt opnunarræðu sína bauð hann Tómasi Sveinssyni Umdæmisstjóra 2019-2020 að ávarpa fundinn og fór Tómas yfir markmið sín á hanns starfsári og

sagði frá kjörorði  síns starfsárs sem er ¨Byggjum á það sem vel er gert¨ á eftir Tómasi kom Umdæmisféhirðir með sitt erindi, þar næst Evrópuforsetinn okkar Óskar Guðjónsson og síðan Eyþór Einarsson fráfarandi umdæmisstjóri 2019-2020 og fór Eyþór yfir Happy Child verkefnið.
Eftir matarhlé kynntu Svæðisstjórarnir formlega og að því loknu hófst fræðslan í mörgum liðum undir dyggri stjórn Guðlaugs Kristjánsson. Að lokinni fræðslu flutti Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri lokaorð og þakkaði öllum fyrir þáttökuna og í lokin las Guðlaugur Svæðisstjórunumn pistilinn og sleit góðum fræðslufundi.

TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR