Umdæmisþing föstudagur.

Umdæmisþing föstudagur.


Fræðsla hófst á föstudeginum kl 10.00 byrjað var á sameiginlegri fræðslu í stóra sal Íþróttahallarinnar. Þar voru kynntar áherlsur og málstofur sem fara fram seinna í dag . Guðlaugur  formaður fræðslunefndar var fundarstjóri og þeir sem tóku til máls voru Konráð kjörumdæmisstjóri, Sjoerd Timmermans forseti KIEF, Hjördís Harðardóttir kynnti málstofu um Formúluna og Stefán B jónsson um notkun Office 365. Forseti Keilis komu í pontu og kynnti nýtt styrktarverkefni og bað fundarmenn um að hafa samband ef vilji væri að taka þátt í þessu, en um er að ræða bangsa sem gefnir eru í sjúkrabíla en bangsana fá börn sem fara með sjúkrabílum vegna slysa eða annara orsaka.

Að þessu loknu var hópnum splittað upp í hópa, ritarar, féhirðar og forsetar í hvern sala fyrir sig til að halda fræðslu áfram.
Guðlaugur tók við

keflinu og sá um forsetafræðslu í stóra salnum , en í hliðar sölum sá Emelía Dóra um ritarafræðslu og Magnús Umdæmisféhirðir sá um að fræða féhirða.

Matarhlé var gert kl 12.00

Eftir matarhlé héldu fræðslur áfram og síðan fór  fram  Aðalfundur Tryggingasjóðs þar sem Andrés Hjaltason og hanns fólk fór yfir stöðu sjóðsins.

Stefán B. Jónsson fór yfir með málefni og nokun Office 365 í hliðarsal og Óskar Guðjónsson fór yfir stefnumótunina leiðin að betra Umdæmi. Að loknu erindi Óskars tók Hjördís Harðardóttir við og hóf málstofu um Formúluna og Gunnsteinn Björnsson var með málstofu í hliðarsal um Ásýnd Kiwanis - Fagmennska í framsetningu efnis. Að þessari dagskrá lokinni var tekið hlé fram að setningu sem mun fara fram í Akureyrarkirkju

 

MYNDIR HÉR