Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017

Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017


Dagskrá Umdæmisþings á Akureyri hófst með stuttum Umdæmisstjórnarfundi í Íþróttahöllinni á Akureyri kl 09.30. Haukur Umdæmisstjóri bauð alla velkomna og sérstaklega erlendu gestina þá Sjöerd Timmermans forseta KIEF og Terje Kristian Thörring Christensen Umdæmisstjóra Norden og gaf þeim orðið þar sem þeir kynntu sig fyrir fundarmönnum, Haukur fór létt yfir það sem væri á döfinni á helginni og kynnti nýtt

kiwanismerki fyrir umdæimið og afhenti fundarmönnum slíkt merki. Haukur kallaði síðan upp stjórn sína og afhenti þeim forlátar vesti af gjöf sem er merkt Umdæmisstjórn og nýja merkinu og þakkaði isínum stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf, og gaf orðið laust, áður en hann sleit þessum formlega stutta fundi.