Kötlufréttir

Kötlufréttir


Síðasta starfsár hófst með hefðbundnum hætti og má segja að starfið hafi verið nokkuð í kristlegum anda því að, á árinu komu á fundi hjá okkur 4 prestar sera Karl Th. Matthíasson, sera Pálmi Matthíasson og sera Pálmi Jónsson þá kom sera Guðrún K.Helgadóttir á konufund sem við . Þetta voru allir mjög skemmtilegir ræðumenn. Á jólafundinum var sera Karli afhent gjafabréf til að úthluta skjólstæðingum sínum fyrir jólin, en þetta hefur verið venjan hjá okkur í mörg ár að leita aðstoðar prests til þess að dreifa þessum gjöfum okkar. Þá héldum við þorrablót með félögum okkar í Eldey sem var vel sótt. Í febrúar höfum við efnt til fundar þar sem boðið er upp á hrossabjúgu. Hefur þetta laðað að Kiwanisfélaga og aðra gesti. Aðalfund héldum við á hótel Örk í Hveragerði þar sem félagi okkar Jóhannes Guðlaugsson sá um aksturinn og bauð hann okkur að skoða okkur um á Þingvöllum á heimleiðinni í frábæru vorkveldi. Í upphafi sumars var farið í lundinn okkar í Heiðmörk og tekið til hendinni að snyrta og lagfæra trén. Að því loknu var grillað í fólk góðmeti að hætti félaga okkar Árna Óskarssonar. Mæting hefur verið góð á fundum og andinn góður.  Aðal fjáröflun okkar í styrktarsjóð eru auglýsingar á klukkunni á Lækjartorgi, sem 

Jóhannes Guðlaugsson hefur haft á sinni hendi og hefur það hjálpað okkur að efla sjóðinn eftir höfðinglega gjöf okkar til Hljóðbókasafnsins. Höfum við á árinu verið frekar hægir í styrkveitingum vegna þessa.  Þó hefur barnaspítali Hringsins fengið reglulega Kötludúkkuna sem styktarfélaginu ÁS  hefur greitt fyrir framleiðslu á. Þá hefur bangsabirgðum verið viðhaldið hjá sjúkabílunum en um 150 stk. fóru til þeirra á starfsárinu .Nokkrir Kötlufélagar héldu til þings á Akureyri. Þá var stjórnarskiftafundur haldinn nú í byrjun október þar sem Ólafur S.Sveinsson tók aftur við stjórnartaumunum en hann hefur gengt þessu embætti áður. Starfið virðist ætla að byrja vel en reikningar síðasta árs hafa verið lagðir fram og samþykktir svo og fjárhagsáætlun næsta árs. Þá var Jóhannes Guðlaugsson útnefndur Atorkumaður Kötlu auk þess fengu félagar viðurkenningu fyrir 100% mætingu Sjóðir Kötlu virðast vera í ágætu standi. Það má því vona að að starfið í vetur verði öflugt að vanda þó svo að við séum aðeins 23 félagar en bjartsýni er okkar leiðarljós þó svo að ellikelling elti okkur.


Hilmar Svavarsson Kötlu