Þingfundur laugardagur 23 sept 2017

Þingfundur laugardagur 23 sept 2017


Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri hélt þingfundi áfram um níuleytið og bað þingfulltrúa að rísa úr sætum  og minnast látina félaga, og að því loknu gerði hann Sæmundi Sæmundssyni að Þingforseta og þakkaði Sæmundur traustið. Sæmundur lagði línurnar um stjórn þingfundarinn og bað síðan Hauk Umdæmisstjóra að koma í pontu og flytja sína skýrslu Haukur stykklaði á stóru um sitt starfsár m.a K-dag og samstarf við JCI á Íslandi. Haukar talaði um að hlúa vel að klúbbum okkar og reyna að stuðla að stofnum nýrra klúbba. Næstur á mælendaskrá  var Sigurður Einar Umdæmisritari og fór yfir félagafjölda og starf og skýrslur klúbba 83.5 % er meðal mætingaprósenta í klúbbunum. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur í pontu og fór yfir ársreikning 2015-2016 og bauð Sæmundur síðan uppá umræður um þennann Ársreikning. Dröfn formaður kjörbréfanefndar kom í ponu til að  kynna niðurstöðu kjörbréfanefndar og eru 136 á kjörskrá  og 118 mættir í þingsal, reikningar voru síðan boðnir upp til samþykkis og voru þeir samþykktir samhljóða. Næst var komið að niðurstöðum úr málstofum og kom Hjördís Harðardóttir fyrst og sagði frá sinni málstofu sem fjallaði um Formúluna, en þetta snýst um að það sér uppskrift á bak við allt sem við gerum og virkja alla Kiwanisfélaga til að segja frá því góða starfi sem við erum að ynna að hendi.
Svæðisstjórar komu næstir í pontu og sögðu frá sínu starfi og því sem er að gerast í klúbbunum og var stiklað á stóru um starfið en þetta er allt ýtarlegra í skýrslunum sem skilað var inn fyrir þingið. Engar umræður urðu um skýrslur stjórnar. Næsta erindi um málstofu var í 

höndum Gunnsteins Björnssonar en það var um Ásýnd Kiwanis - Fagmennska í framsetningu efnis.  Ásýndin er hluti af stefnumótun, Gunnsteinn fór yfir ónothæf merki sem væri verið að nota  í hreyfingunni  og slagorð og það þarf að samræma það sem við erum að gera og sýni það merki sem á að nota ekki önnur. Stefán B Jónsson kom næstur með niðurstöður málstofu sinnar um Office 365  en þar eru margir möguleikar til notkunar fyrir hreyfinguna. Næst kom Krisján Jóhannsson og kynnti fjárhagsáætlun 2017-2018  Kristján fór yfir fjárhagsáætlun og síðan var boðið uppá umræður og kom ein fyrirspurn sem Kristján var með svar við. Áætlunin var síðan borin upp og var hún samþykkt samhljóða. Kristjan var síðan kjörinn til áframhaldandi formensku í nefndini, og sömu endurskoðendur reikinga voru kjörnir.
Næst var tekið kaffihlé. Laga og ályktunarnefnd kom næst og þar er í forsvari Óskar Guðjónsson formaður nefndarinnar  og lagði fram lagabreytinatillögu, en þessi tillaga er í Kiwanisfréttum Þingblaðinu. Ein fyrirspurn kom um þessa tillögu en það kom breytingartillaga sem var samþykkt. Einn klúbbur fékk dynjandi lófatak en það er Herðubreið, en þeir eru með 100% mætingu á þinginu.
Næst var komið að Styrktarsjóði umdæmisins, Sæmundur var fundarstjóri og Jóhanna Einarsdóttir fundarritari. Sigurður byrjaði á því að veita styrk til ungra stúlku hér á Akureyri sem á við alvarleg veikindi að stríða, en þetta er ákveðin hefð að veita styrk í því bæjarfélagi sem Umdæmisþing er haldið hverju sinni. Sigurður þakkað síðan aðilum fyrir góðann stuðning við Styrktarsjóðinn og Óskari aðstoð við að fá einkaleyfi á Kiwanis á Íslandi  til að nota á söluvaning og merki. Næst var komið að reikningum styrktarsjóðs fyrir árið 2016 og sá Birgir féhirðir sjóðsins um þann lið. Sæmundur opnaði síðan umræður um reikninga, og kom ein fyrirspurn og voru reikningar síðan samþykktir. Sigurður og Jóhanna voru kjörin til áframhaldandi setu  og tillaga um Birgir Bedediktsson og Ragnar Eggertsson til 2 ára og Óskar Guðjónsson til 1 árs.
Undir liðnum önnur mál komu engar fyrirspurnir og var síðan klappað fyrir stjórnarmönnum sjóðsins fyrir góð störf.
Næst var komið að Andrési Hjaltasyni fyrir Tryggingasjóð Umdæmisins og bað fundarmenn um að klappa fyrir Arnóri Pálssyni sem hefur verið gjaldkeri í sjóðnum frá byrjun, Andrés stiklaði á stóru yfir efni aðalfundar Tryggingasjóð sem fór fram í gærdag og skipurit stjórnar. Fram kom að 690 félagar eru í sjóðnum í dag Andrés óskaði eftir spurningum  og þakkaði síðan tengiliðum og öllum sem koma að sjóðnum.
Næst var komið að matarhléi.
Eftir matarhlé hófust ávörp erlendra gesta og byrjaði Evrópuforseti Timmerman og sagði frá Evrópustarfinu.  Evrópu forseti afhenti Andrési Sigurðssyni forseta Helgafells skjöld af tilefni 50 ára afmæli Klúbbsins. Umdæmisstjóri Norden ávarpaði næst þingheim, og síðan okkar maður Óskar Guðjónsson Kjörforseti Evrópu og sagði m.a að umdæmisþingið 2019 verður haldið í Reykjavík á ári Óskars sem Evrópuforseta, en Óskar verður staðfestur í embætti á næsta Evrópuþingi á Ítalíu næsta sumar. Eiður Ævarsson kom næstur fyrir K-dagsnefnd og fór yfir skýrslu sem Gylfi Ingvarsson formaður nefndarinnar ritaði.  Eiður fór síðan yfir uppgjör K-dagnefndar en þetta kemur allt fram í skýrslum.  Torfhildur frá Emlu kom með góða ábendingu, og einng komu spurningar úr sal. Eftir að reikningar voru kynntir vorju þeir boðnir upp og voru þeir samþykktir samhljóða. Eiður kom jafnframt með tilögu að söfnun 2019 sem kom frá Gylfa Ingvarssyni, samþykt var að leggja tillöguna fyrir þingið og voru opnaðar umræður um tillöguna, en  Eyþór Einarsson kom í pontu og sagði að samkvæmt þessu væri næsta söfnun á sama tíma og Evrópuþingið væri hér á landi í Reykjavík. Var gerð breytina á tillögunni "að vori ¨væri tekið út og haft bara 2019.
Ólafur Jónsson frá Drangey kom næstur og kynnti Hjálmaverkefnið og fór yfir hið mikla starf nefndarinnar sem hefur unnið frábært starf.
Konráð Konráðsson kjörumdæmisstjóri kynnti næst Stefnumótu næstu ára  Konráð þakkað öllum sem komu að þessari miklu vinnu við þessa áætlun um betra umdæmi og lagði þingforseti þessa áætlun fyrir þingið og var hún samþykkt. Næst var komið að því að staðfesta Konráð Konráðsson sem umdæmsistjóra 2017-2018 og kjörumdæmisstjóra 2017-2018  Eyþór K.Einarsson og Verðandi kjörumdæmisstjóra 2017-2018 Tómas Sveinsson.
Staðfesting stjórnar 2017-2018 var næst á dagskrá og gaf þingheimur nýjum embættismönnum og nýrri stjórn öflugt lófatak.
Ferðanefnd kom mæst og kynni ferð á næsta ári á Evrópuþing Kiwanis á Ítalíu 19 maí til 2 júní 2018.
Sigurður Skarphéðinsson ú Mosfelli kynnti því næst Mosfellsbæ sem næst þingstað en það er Mosfellsbær kynningin fór fram á glæsilegu myndbandi.
Staðarval þings 2019 er Hafnarfjörður og er það í umsjón klúbbanna í Hafnarfirði.
Diðrik kom næstur og kynnti Selfoss sem þingstað 2020 og var borin upp tillaga þess efnis  og var hún samþykkt. Afending viðurkenninga var næst á dagskrá en það voru fyrirmyndarklúbbar sem voru allnokkurir í þetta skipti.
Eftir smá kaffihlé hófst liðurinn önnur mál og byrjaði Konráð Konráðsson  og kynnti  Happy Child verkefnið sem er hjálp við flóttabörn og er þetta langtímaverkefni. Básafélagarirnir Gunnlaugur og Kristján Jóhannsson afhentu Sámal Bláhamar Svæðistjóra Færeyjasvæðis mynd af Ísafirði í þakklætisvott fyrir góðar móttökur í Færeyju. Andrés Sigurðsson forseti Helgafells og kynnti 50 ára afmælishátið Helgafells sem verður haldin 7 október n.k. Torfhildur frá Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri þakkaði fyrir áralanga samfylgt og allt það góða fólk sem hún hefur kynnst í hreyfingunni en klúbburinn hættir störfum nú eftir þingið.
Að þessu loknu var fundi frestað fram að lokahófi.
En þar er á dagskrá Hátíðarkvöldverður, ávörp, skemmtiatriði, þingslit og dansleikur með Danshljómsveit Friðjóns.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR