Stjórnarskipti hjá Sólborgu.

Stjórnarskipti hjá Sólborgu.


ann 6. október sl. var stjórnarskiptafundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Sólborg undir dyggri stjórn svæðisstjóra Björns Bergmanns Kristinssonar og honum til aðstoðar var Jóhannes Sigvaldason úr Keili.
Ný stjórn er eftirfarandi: forseti Petrína Ragna Pétursdóttir, ritari Dröfn Sveinsdóttir, gjaldkeri Guðbjörg Pálsdóttir, meðstjórnendur Þorbjörg  Lilja Óskarsdóttir og Eín Sigríður Björnsdóttir, kjörforseti Kristín Magnúsdóttir og fráfarandi forseti Vilborg Andrésdóttir.
Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu þær Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir og Emelía Dóra Guðbjartsdóttir ásamt því að 

vera valdar frábærir félagar. Einnig var Sólveig Guðmundsdóttir útnefnd frábær félagi. Þá fengu þær Petrína Ragna og Dröfn þakklætisvott fyrir starfið á liðnu ári. Emelía Dóra Guðbjartsdóttir fékk gullstjörnu frá klúbbnum fyrir frábær störf í þágu Kiwanis.
Til okkar komu tveir gítarleikara þeir Þórhallur Bjarni Björnsson nemandi hjá Tónlistaskóla Hafnarfjarðar ásamt kennara sínum Aroni Óskarssyni og spiluðu þeir  tvö lög fyrir okkur, síðan söng og spilaði Þórhallur „ég er komin heim“ og átti það vel við þar sem Ísland hafði tveimur mínútum áður unnið Tyrki eins og frækt er orðið.
Fráfarandi forseti Vilborg fór fyrir liðið starfsár og var nokkuð sátt en hún hafði farið á stað með að leiðarljósi „sameinaðar stöndum við – sundraðar föllum við – höfum gaman saman og sagði að klúbburinn hefði staðið vel saman í þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur og oftar en ekki hefði verið gaman saman.