Lambaréttadagur Heklu !

Lambaréttadagur Heklu !


Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verður haldin í Sal Drúita Þarabakka 3 (Mjóddin) Föstudaginn 13 október. Þetta er sérstakur dagur sem hefur vakið athygli fyrir að vera frábær bæði í mat og skemmtun, og er miðaverð aðeins 9.000- á mann.
Á Lambaréttadegi Kiwanisklúbbsins Heklu, höfum við með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum. Meðal þeirra sem við höfum lagt lið eru Íþróttasamband fatlaðra Bergmál, Ljósið, Hrafnista, Langveik börn,
ABC barnahjálp og
 

samtök krabbameinssjúkra.
Einnig höfum við lagt til fé til að styrkja starf í þágu barna og unglinga Ágóði þessa kvölds mun far í áframhald þeirra góðu verkefna sem klúbburinn hefur unnið að á undanförnum árum. Von okkar er að við getum haldið áfram að styrkja þessi samtök
og önnur í mikilvægu starfi þeirra.

ALLT MEÐ YKKAR HJÁLP

DAGSKRÁ MÁ NÁLGAST HÉR.