Aðalfundur Ölvers

Aðalfundur Ölvers


Ölversmenn héldu sinn árlega aðalfund síðastadag vetrar og var þar kosinn ný stjórn fyrir starfsárið 2016/2017 og skipa hana eftirtaldir einstaklingar:

Forseti verður Aðalsteinn Jóhannesson.

Gjaldkeri verður Björn Þór Gunnarsson.

Ritari og kjörforseti verður Gústaf Ingvi Tryggvason.

Fyrverandi forseti verður Kári Hafsteinsson.
Varaforseti verður Ólafur Guðmundsson.
Meðstjórnendur verða þeir Þórarinn F. Gylfason, Stefán Hauksson, Guðjón Ingi Daðason og Þráinn Jónsson.
Óskum við þeim

velfarnar í starfi fyrir Kiwanisklúbbinn Ölver.

Þetta sama kvöld fengum við líka hann Harry (Haraldur Halldórsson) eiganda Winehous í heimsókn til okkar og var hann með vínkynningu sem var mjög skemmtilega og áhugaverð. Viljum við þakka honum fyrir komuna og fróðleikinn. 

Bauð klúbburinn upp á súpu og brauð sem hann Viggó Dýrfjörð töfraði fram úr erminni og á hann þakkir fyrir.

Að lokum er rétt að minnast á að samþykkt var að styrkja barna og unglingastarfið hjá eftirtöldum félugum:

Björgunarsveitin Mannbjörg fær 100.000 krónur.

Hestamannfélagið Háfeti fær 100.000 krónur.

Gólfklúbbur Þorlákshafnar fær 100.000 krónur.

Knatspyrnufélagið Ægir fær 100.000 krónur

Þór Þorlákshöfn vegna ferðalags frjálsíþróttadeildar til Gautaborgar í Svíþjóðar núna í sumar 50.000 krónur.

Skólalúðrasveit Þorlákshafnar vegna lúðrasveitamóts sem verður haldið á Caella á Spáni næsta sumar.

Kiwanisklúbburinn Ölver vil svo þakka fyrir veturinn og óskar öllum gleðilegs sumar.