Ólaf­ur Hand gagn­rýn­ir Reykja­vík­ur­borg

Ólaf­ur Hand gagn­rýn­ir Reykja­vík­ur­borg


Ólaf­ur William Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, seg­ist væg­ast sagt hallæris­legt að Sigrún Björns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi skóla- og frí­stunda­sviðs hjá Reykja­vík­ur­borg, haldi því fram að börn með hjálma sem gefn­ir eru af Kiw­an­is og Eim­skip séu gang­andi aug­lýs­ing. Þessi full­yrðing lýsi ein­fald­lega vanþekk­ingu henn­ar á mál­inu.

„Sigrún er ein af fjöl­mörg­um emb­ætt­is­mönn­um borg­ar­inn­ar sem hef­ur verið falið, und­an­far­in ár, að gagn­rýna þetta sam­fé­lags­lega verk­efni Kiw­an­is fyr­ir hönd þeirra hjá borg­inni sem ekki þora eða vilja koma fram og tjá sig um málið af ótta við að missa at­kvæði í kosn­ing­um.

Enda er sam­kvæmt könn­un sem Gallup fram­kvæmdi yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fólks á barneign­ar­aldri í Reykja­vík fylgj­andi þess­ari gjöf frá Kiw­an­is,“ seg­ir í færslu hans á Face­book sem sjá má neðst í frétt­inni. 

Ólaf­ur seg­ir hjálm­ana vissu­lega merkta Eim­skip og seg­ir hann það gert í sam­ræmi við þær regl­ur sem um það gilda. Fram­leiðend­ur verði að merkja vör­ur sín­ar sam­kvæmt lög­um.

„Eim­skip hef­ur unnið mikla vinnu með góðri og leiðbein­andi aðstoð Neyt­enda­stofu á sín­um tíma og gætti þess að upp­fylla all­ar kröf­ur um merk­ing­ar og ör­yggi. Hjálm­arn­ir upp­fylla

kröf­ur um CE merk­ingu og eins var farið lengra í því að tryggja gæði og ör­yggi með því að fá þá vottaða hjá BSI (Brit­ish Stand­ards Instituti­on),“ skrif­ar Ólaf­ur.

Marg­ir hafa ekki efni á að kaupa hjálm

Ólaf­ur seg­ir að borg­ar­stjóri hafi ít­rekað verið beðinn um að ræða þessi mál svo finna megi lausn á þessu „vand­ræðal­ega“ banni Reykja­vík­ur­borg­ar. Reykja­vík­ur­borg hafi einnig verið boðið að vera beinn þátt­tak­andi í verk­efn­inu en því hafi hún hafnað. Hann seg­ir góð og gild rök vera fyr­ir því að hjálm­arn­ir séu af­hent­ir í skól­um:  

„Það trygg­ir að öll börn fá hjálm og ekk­ert barn þarf að mæta grát­andi í skól­ann af því að for­eldr­ar þess komust ekki til að ná í hjálm­inn. Börn­in fá kennslu og upp­lýs­ing­ar um hvernig nota eigi hjálm­inn og hvernig stilla á hann rétt. Þeirri fræðslu hef­ur oft­ar en ekki verið sinnt af lög­reglu, lækn­um, sjúkra­flutn­inga­mönn­um, skóla­hjúkr­un­ar­fræðing­um og öðru fag­fólki,“ skrif­ar Ólaf­ur. 

„Það er því miður sorg­leg staðreynd að marg­ir for­eldr­ar hafa hrein­lega ekki efni á því að kaupa hjálm fyr­ir börn­in sín. Oft höf­um við fengið sím­töl frá lög­reglu, lækn­um og kenn­ur­um sem þakka okk­ur fyr­ir þessa gjöf. Þannig sím­töl koma ætíð í kjöl­far þess að barn dett­ur eða verður fyr­ir bíl og hjálm­ur­inn bjarg­ar lífi barns­ins.

Einnig fáum við sím­töl frá for­eldr­um þar sem þeir þakka fyr­ir sig og segja að þessi gjöf hafi hjálpað til við að barn þeirra gat eign­ast hjól. Eim­skip kem­ur hvergi nærri því að ræða við eða fræða börn­in,“ skrif­ar Ólaf­ur einnig. 

Hvet­ur til auk­inna hjól­reiða en stuðlar óbeint að minni hjálm­a­notk­un

„Marg­ir hafa spurt „því hættið þið ekki að merkja hjálm­anna?“ Svarið er að Eim­skip ber ábyrgð á hjálm­un­um og verður að merkja þá sam­kvæmt þeim regl­um sem um það gilda. Það verður að vera hægt að rekja vör­una til þess er ber ábyrgð á henni. Ég vil einnig benda á að vörumerki Eim­skips er eins lítið sýni­legt og hug­ast get­ur á bak­hlið hjálms­ins og hverf­ur nán­ast í hönn­un hans.

Aðrir hafa spurt „Því hættið þið þessu ekki úr því að Borg­ar­stjórn hef­ur ákveðið að gagn­rýna þetta verk­efni svona harðlega“ Svarið við því er ein­falt. Að fá aðeins eitt sím­tal þar sem for­eldri þakk­ar okk­ur fyr­ir að hafa, ásamt Kiw­an­is og skól­an­um sem barn þess geng­ur í, bjargað lífi þess eft­ir um­ferðarslys er næg ástæða til að halda þessu verk­efni áfram og berj­ast fyr­ir því að borg­ar­stjóri opni augu sín fyr­ir þörf­inni á því að fyr­ir­tæki taki sam­fé­lags­lega þátt í ör­yggi barna okk­ar.

Borg­ar­stjóri hvet­ur til auk­inna hjól­reiða en á hinn bog­inn stuðlar hann óbeint að því að notk­un á hjálm­um drag­ist sam­an og skemm­ir með því óeig­ingjarna þrot­lausa vinnu Kiw­an­is sem staðið hef­ur í yfir ára­tug við að auka ör­yggi okk­ar verðmæt­ustu þegna. Við skul­um svo vona að borg­ar­stjóri þurfi ekki að hafa það á sam­visk­unni að barn slas­ist vegna skamm­sýni hans þegar hægt hefði verið að koma í veg fyr­ir það og all­ir hefðu getað unnið þetta skemmti­lega verk­efni í sam­ein­ingu,“ skrif­ar Ólaf­ur. 

 

www.mbl.is   greindi frá