Sólborg styrkir stuðningsmiðstöðina Leiðarljós

Sólborg styrkir stuðningsmiðstöðina Leiðarljós


Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt stórglæsilegt  Kvennakvöld í byrjun mars, um 120 konur mættu enda var dagskráin afar glæsileg. Allur ágóði kvöldsins  rann til Leiðarljós, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með lagvinna og sjaldgæfa sjúkdóma.  Styrkurinn var að upphæð 505.000 kr. og mun koma að góðum notum fyrir fjölskyldur barnanna.  Markmið Leiðarljóss er

að veita alla félags- og heilbrigðisþjónustu út frá einum stað fyrir fjölskyldur barnanna. Markmið Kiwanisheyfingarinnar er að styrkja þá sem minna mega sín og hefur Kiwanisklúbburinn Sólborg sem er kvennaklúbbur í Hafnarfirði  veitt styrki fyrir  um eina milljón króna frá því í haust.  

 

Forsíðumynd

Hluti af Kiwanisklúbbnum Sólborg mætti í styrkveitinguna 

Mynd 2

Forseti  Sólborgar, Hjördís Harðardóttur og formann styrktarnefndar klúbbsins Vilborgu Andrésdóttur afhentu Báru Sigurjónsdóttur forstöðumanni Leiðarljóss styrkinn.