Fréttir frá K-dagsnefnd.

Fréttir frá K-dagsnefnd.


Nefndina skipa Gylfi Ingvarsson  úr Hraunborg formaður 

Líney Björgvinsdóttir úr Vöruð ritari, Eiður Ævarsson úr Keili 

og Sigurður Svavarsson úr Höfða haldnir eru fundir vikulega

og er undurbúningur  kominn á fullt og búið er að taka eftir-

farandi ákvarðanir.

K-dagur 2016 verða1. til og með 10. okt. samkæmt

heimild til fjársöfnunar frá Sýslumannsembættinu á

Suðurlandi sem fer með leyfisveitingu. Styrktarverkefni verða

geðvendar mál með sérstakri áherslu á BUGL sem er barna og unglingageðdeildin og unnið er að ákveðnu verkefni þar. (t.d. var síðast styrkt Vestfjarðarbrúin sem ver sérstakt verkefni á vestfjörðum með aðalstöð á Ísafirði).

Nýtt verkefni til að sporna við sjálfsvígum og verður unnið að Írskri fyrirmynd sem er að skila einstökum árangri og verið er að taka upp í fleiri löndum, verkefnið heitir PIETA

Unnið verður áfram að útfærslu á verkefninu. 

Samstarfsaðili við fjölmiðlun verður nú eins og síðast Margmiðlun og er verið að vinna að nýrri talsetningu í video myndina sem gerð var síðast og vakti mikla athygli.

Erindisbréf verða send á alla Kiwanisklúbba um tengiliði við verkefnið.

Allar ábendingar eru vel þegnar og við þurfum öfluga styrktaraðila og þar eiga allir sem hafa sambönd að nýta þau og láta okkur vita því við gerum þetta saman. Það er mikil þörf fyrir okkur í íslensku samfélagi og það er undir okkur komið að ná fram frábærum árangri, til svo verði þá þurfum við öll að leggjast á eitt og kalla alla þá til sem geta veitt okkur lið. 

 

 

Gylfi Ingvarsson formaður

netfang gylfiing@simnet.is

gsm 8964001