Fréttir

Skjálfandi gefur Garðari bíl

  • 05.03.2015

Skjálfandi gefur Garðari bíl

Í lok góðs og málefnalegs fundar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda í gærkvöldi fóru klúbbfélagar í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Garðars. Var vel tekið á móti Skjálfandafélögum og boðið upp á kaffi og rjómapönnukökur.

Frá tengilið við gagnagrunn KI

  • 03.03.2015

Frá tengilið við gagnagrunn KI

Kæru Kiwanisfélagar

 

Um nokkurt skeið hefur staðið til að að breyta fyrirkomulagi við rekstur félagatals umdæmisins.  Undanfarin ár hafa upplýsingar um félaga verið geymdar í gagnagrunni sem rekinn er á vegum umdæmisins og vefsíðu verið haldið úti þar sem fulltrúar klúbba hafa getað skoðað og breytt upplýsingum.  Gagnagrunnur Kiwanis International hefur svo verið uppfærður með nýjum og breyttum upplýsingum úr þessum gagnagrunni umdæmisins. 

Eliminate myndband

  • 02.03.2015

Eliminate myndband

ELIMINATE Music Video

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

  • 01.03.2015

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

Fundur var settur stundvíslega kl 10.00 og byrjað á kynningu fundarmanna. Umdæmisstjóri hóf síðan  fundinn og fór yfir það helsta í skýrslu sinni svo sem fjölgun, hjálmaverkefni málefni klúbba o.fl, og kom það fram í máli hanns að  21 til 24 apríl verður hjálmaafhending og er það í kringum sumardaginn fyrsta. Sigurgeir Aðalgeirsson formaður laganefndar vildi minna klúbbanna á klúbbalögin, og afgreiða það mál . Ástbjörn Eigilsson kom næstur í pontu og  þakkaði fyrir góðar skýrslur og talaði síðan um stífkrampaverkefnið, 75.6 miljón dollara er búið að safna og ljóst að verkefnið kemst í höfn og einnig kom fram í máli Ástbjörns að verkefninu hefur verið framlengt fram í desember n.k Eins og staðan er í dag erum við í 38 sæti í söfnunni. Ástbjörn sagði líka að betri sala væri á stjörnum fyrir styrktarsjóðinn og getur sjóðurinn látið gott af sér leiða á þinginu Vestmannaeyjum.

Áherslur umdæmisstjóra 2015 - 2016

  • 01.03.2015

Áherslur umdæmisstjóra 2015 - 2016

Áherslur Gunnsteins Björnssonar fyrir næsta starfsár.

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

  • 28.02.2015

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

Eins og mörgum er kunnugt hefur Pálmi Ragnarsson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal barist hatrammlega við illvígt krabbamein undangengin þrjú ár. Eftir langa bið og þrautagöngu tókst honum að afla samþykkis heilbrigðisyfirvalda til Proton-geislameðferðar í Munchen í Þýskalandi, í einu örfárra slíkra tækja í heiminum.

For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una

  • 20.02.2015

For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una

Öll for­eldra­fé­lög í grunn­skól­um í Breiðholti hafa sent sam­eig­in­lega áskor­un til borg­ar­yf­ir­valda um að end­ur­skoða nú­ver­andi af­stöðu til af­hend­inga gjafa til barna, gjafa sem snúa að ör­yggi, fræðslu og lýðheilsu þeirra, og til kynn­inga inn­an veggja grunn­skóla sem hafa sam­fé­lagsþátt­töku, for­varn­ir og fræðslu að mark­miði. Und­ir áskor­un­ina skrifa stjórn­ir for­eldra­fé­laga Öldu­sels­skóla, Selja­skóla, Fella­skóla, Breiðholts­skóla og Hóla­brekku­skóla. Í henni seg­ir að regl­urn­ar sem gildi í dag séu of strang­ar, þær komi niður á börn­un­um og leiði til mis­mun­un­ar og vinni gegn mark­miði fé­lag­anna um að styðja börn til auk­inna lífs­gæða.

„Við telj­um það full­kom­lega á færi skóla­stjórn­enda, í sam­vinnu við stjórn for­eldra­fé­lags viðkom­andi skóla, að meta og þekkja mun­inn á óæski­legri markaðssetn­ingu ann­ars veg­ar og mál­efn­um er varða ör­yggi og lýðheilsu hins veg­ar,“ seg­ir í áskor­un­inni.

Gellan 2015

  • 19.02.2015

Gellan 2015

Við hjá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn höldum upp á okkar árlegu Gellu þann 21.mars næst komandi.

Hvað er Gellan spyrja nú einhverjir, það er ekki kona í þetta sinn heldur er það árshátíð okkar Ölversmanna og að þessu sinni einnig afmælishátið þar sem klúbburinn varð 40 ára þann 15.nóvember.2014. Þar verður á boðstólnum fiskmeti og tilheyrandi meðlæti með því. Höfum við fengið til okkar matreiðslumanninn Böðvar Sigurvin Björnsson en hann starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitingarstaðnum Lifandi Markaður.

Jörfafundur númer 722

  • 17.02.2015

Jörfafundur númer 722

 Fundurinn haldinn í Kiwanissalnum Bíldshöfða 12 mánudaginn 16. febrúar. Þetta var félagsmálafundur. Mætingin var góð nítján félagar mættu en átta félagar boðuðu forföll. Gestur fundarins var Ragnar Eggertsson svæðisstjóri Freyjusvæðis. Dagskráin var hefðbundin en meðal annars fór Hafsteinn Elíasson með sitt lífshlaup. Ragnar flutti fréttir frá Freyjusvæðinu. GHG

Íþróttamaður Húsavíkur

  • 16.02.2015

Íþróttamaður Húsavíkur

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiðraði húsvískt íþróttafólk og lýst var kjöri á íþróttamanni Húsavíkur 2014 í íþróttahöllinni um helgina.

Óvissufundur Helgafells.

  • 14.02.2015

Óvissufundur Helgafells.

Í gærkvöldi föstudaginn 13 febrúar var Óvissu fundurinn okkar, sem er nú einn af 
skemmtilegri viðburðum hjá okkur, en í ár hefði mæting mátt vera betri, en þó nokkur 
fjöldi félaga og gesta mættu í Kiwanishúsið kl 19.30 þar sem forseti setti funda og sagði
frá hvað stæði til en þó ekki að hætti Einars Fidda, jú þetta er nú óvissufundur. Að loknum 
lestir afmælisdaga félaga var tekið matarhlé þar sem borið var fram Lasagna ásamt brauði og sem 
því tilheyrir. Að loknu matarhléti var haldið út í óvissuna og að þessu sinni var hópurinn látinn
ganga, forsetin greinilega að spara rútu í þetta skiptið.

Frá Umdæmisstjóra.

  • 10.02.2015

Frá Umdæmisstjóra.

Kæru Kíwanisfélagar

Núa er liðinn rúmur mánuður af nýju ári og seinni hálfleikur hafinn hjá okkur ef svo má segja ,því tíminn líður ótrúlega fljótt.Ég fór í hnéaðgerð í endaðann nóvember og gat því lítið heimsótt klúbba í desember eins og ég ætlaði mér,en meiningin var að fara á jólafundi hjá ykkur. Ég hef nú verið í net og símasambandi við félaga um allt land. Því miður varð Guðrún Jóhannsdóttir sem tók að sér hjálmaverkefnið að hætta með það vegna flutninga,  og eftir að hafa hringt í nokkura félaga sem ekki gátu aðstoðað, tókum við hjónin þetta að okkur fyrir þetta starfsár og nú þegar þetta er skrifað eru aðeins 3.klúbbar eftir að skila tölum. Ég hef haft mína svæðisstjóra sem mína aðal tengiliði, nema að við hringdum sjálf í alla skóla utan Kiwanis, það er líka slæmt þegar einn klúbbur sem hefur séð um ákveðna skóla tilkynnir um síðustu helgi að hann verði ekki með, þá er bara að kalla á hjálp og það gekk að hringja í þá skóla. Í þetta hefur farið mikill tími hjá mér, en við höfum haldið tvo framkvæmdarráðsfundi í s.l. mánuði.

Neyðarkall - Forsetinn skrifar

  • 09.02.2015

Neyðarkall - Forsetinn skrifar Kiwanis skipið er að sökkva. Það hefur verið viðverandi leki á skipinu í mörg ár. Margt hefur verið reynt og ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar í gegnum árin.

NEYÐARKALL, NEYÐARKALL ! Benedikt Kristjánsson skrifar.

  • 09.02.2015

NEYÐARKALL, NEYÐARKALL ! Benedikt Kristjánsson skrifar.

Kiwanis skipið er að sökkva. Það hefur verið viðverandi leki á skipinu í mörg ár. Margt hefur verið reynt og ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar í gegnum árin. Ekkert kemur að gagni og það hækkar stanslaust sjór í skipinu. Kallarnir okkar sem standa vaktina og hlýða sínum yfirmönnum ausa og ausa og föturnar stækka jafnt og þétt. Nú er svo komið að þeir eru að gefast upp, þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra og þá reynir hver að bjarga sér sem best hann getur og stekkur frá borði án alls björgunarbúnaðar, er þetta það sem við Kiwanisfélagar viljum?

Björn Pálsson  50 ár í Kiwanisklúbbnum Heklu

  • 09.02.2015

Björn Pálsson  50 ár í Kiwanisklúbbnum Heklu

Þann 9. febrúar 2015 eru 50 ár síðan Björn gekk í Heklu. Frá fyrstu tíð hefur

Björn starfað af dugnaði og eljusemi fyrir Kiwanisklúbbinn Heklu það er ekki síst 

honum að þakka að við eigum sögu klúbbsins í myndum frá fyrstu tíð og fram á 

þennan dag og er það ómetanlegt.

Almennur fundur hjá Jörfa.

  • 03.02.2015

Almennur fundur hjá Jörfa.

 Almennur fundur hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa sem var númer 721 var haldinn 2.febrúar s.l í Kiwanis húsinu Bíldshöfða 18. Þetta var fjölmennur fundur með fyrirlesara Guðmundi Óla Scheving. Flutti hann fróðlegan fyrirlestur um meindýravarnir og myglusvepp. Á eftir svaraði hann fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum. Á fundinn mætti líka Umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson.   GHG

Kiwanishjálmarnir, Haraldur Finnsson skrifar.

  • 01.02.2015

Kiwanishjálmarnir,  Haraldur Finnsson skrifar.

Undanfarið hefur nokkur fjölmiðlaumræða snúist um að Eimskip vilji gefa grunnskólabörnum í 1. bekk reiðhjólahjálma en fái ekki að afhenda þá í skólum borgarinnar. Í þeirri umræðu hefur ýmislegt verið missagt og og rangfært og full ástæða til að leiðrétta það. Staðreyndin er að það er Kiwanishreyfingin hefur átti allt frumkvæði að verkefninu og sér um samskiptin við börnin. Eimskip hefur aftur á móti verið mikilvægur styrktaraðili. Sögu verkefnisins má rekja aftur til 1990 þegar hugmyndin kviknaði hjá öflugum Kiwanisfélögum á Norðurlandi sem hrintu hugmyndinni í framkvæmd vorið 1991 með tilstyrk Sjóvár, Mjólkursamlagsins og fleiri góðra fyrirtækja ásamt því að leggja til fé úr styrktarsjóði klúbbsins. Allir 1. bekkingar grunnskóla á Akureyri fengu reiðhjólahjálma til eignar. Verkefnið mæltist afar vel fyrir og hugmyndin var tekin upp af fleiri klúbbum á Norðurlandi og einnig sunnan heiða. 2003-4 gekkst Sigurgeir Aðalgeirsson þáverandi umdæmisstjóri frá Húsavík fyrir því að gera þetta að landsverkefni Kiwanis 

Gleðilega hátíð

  • 30.01.2015

Gleðilega hátíð Kiwanisklúbburinn Drangey óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með óskum um farsælt komandi ár.

Pungagleði hjá Sólborgu !

  • 23.01.2015

Pungagleði hjá Sólborgu !

Sólborg tók forskot á Þorra í gær og var með Pungagleði á fundi í gær

Á þessum fundi eru makar boðnir með og allt í allt voru 38 á fundinum

19 félagar og 19 gestir þar af voru tvær konur sem hafa áhuga á að ganga til liðs við klúbbinn.

Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns

  • 23.01.2015

Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns

Mynd dagsins sýnir reiðhjólahjálm sem bjargaði lífi ungrar stúlku sem varð fyrir bifreið. Höfuð hennar varð undir vinstra framhjólinu. „Það skiptir engu máli hvað stóð á hjálminum en hann bjargaði lífi barnsins og það skiptir mestu máli.“
Þetta segir Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í tæknideild hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu