Frá Umdæmisstjóra.

Frá Umdæmisstjóra.


Kæru Kíwanisfélagar

Núa er liðinn rúmur mánuður af nýju ári og seinni hálfleikur hafinn hjá okkur ef svo má segja ,því tíminn líður ótrúlega fljótt.Ég fór í hnéaðgerð í endaðann nóvember og gat því lítið heimsótt klúbba í desember eins og ég ætlaði mér,en meiningin var að fara á jólafundi hjá ykkur. Ég hef nú verið í net og símasambandi við félaga um allt land. Því miður varð Guðrún Jóhannsdóttir sem tók að sér hjálmaverkefnið að hætta með það vegna flutninga,  og eftir að hafa hringt í nokkura félaga sem ekki gátu aðstoðað, tókum við hjónin þetta að okkur fyrir þetta starfsár og nú þegar þetta er skrifað eru aðeins 3.klúbbar eftir að skila tölum. Ég hef haft mína svæðisstjóra sem mína aðal tengiliði, nema að við hringdum sjálf í alla skóla utan Kiwanis, það er líka slæmt þegar einn klúbbur sem hefur séð um ákveðna skóla tilkynnir um síðustu helgi að hann verði ekki með, þá er bara að kalla á hjálp og það gekk að hringja í þá skóla. Í þetta hefur farið mikill tími hjá mér, en við höfum haldið tvo framkvæmdarráðsfundi í s.l. mánuði.

En eins og áður sagði er nýtt afmælisár hreifingarinnar runnið upp 100 ár frá stofnun fyrsta klúbbsins í Detroit þar var haldin vegleg afmælishátið á sjálfan afmælisdaginn 24.janúar. Ég var þeirra gæfu aðnjótandi að vera þar viðstaddur ásamt konu minni. Farið var að skoða Henrý Ford safnið og nokkurkonar þjóðminjasafns þar sem afhentur var skjöldur með upphafssögu Kíwanis í bænum, svo á laugardagskvöldið var hin hefðbundna afmælisveisla, þar sem ég afhenti fyrsta klúbbnum fánastöng á íslenskum hraunsteini, sem kveðju frá Íslandi. Mikil fundarhöld voru þessa daga og mikið rætt um hækkun gjalda og fjölgun í hreifingunni, en engar formlegar samþykktir voru gerðar, en það er gert á þingum. Við meigum vera stollt af því að hafa fengið viðurkenningu ásamt fimm öðrum löndum fyrir góðar og vel unnar skýrslur fyrir síðari  helming ársins 2014.
Nú þegar heim er komið hefst vinna og aftur vinna skil á pöntun hjálma fyrir 10 febrúar og fundir og heimsóknir í klúbba, og vil ég minna á umdæmisstjórnarfund þann 28.febr n.k. að Bíldshöfða 12.
Norðurlandið er næst á dagskrá, þorrablót o.fl. Allt er þetta undir veðri komið, en við vonum það besta.

Hittumst hress.  
Gunnlaugur Gunnlaugsson umdæmisstjóri.