Fréttir

Sóborg veitir styrki !

  • 17.04.2014

Sóborg veitir styrki !

Í tilefni 20 ára afmælis Sólborgar í Hafnarfirði í vor, veitir klúbburinn styrki til nokkurra aðila í Hafnarfirði.  Einn þeirra er Skammtímavistunin að Hnotubergi 19, en þau fengu þann 14. apríl s.l. afhent Nintendo leikjatölvu ásamt tveimur leikjum, myndavél og gasgrill ásamt yfirbreiðslu og gaskút.

Samvinna um skipulagða ristilspeglun

  • 08.04.2014

Samvinna um skipulagða ristilspeglun

Vegna átaks Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og HS varðandi samvinnu um skipulagða ristilspeglun, hefur forsvarsmönnum fyrirtækja verið boðið að koma á kynningarfund um átakið sem haldinn verður á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki í kvöld, 8. apríl nk. Kl 20:00.
Á fundinum munu læknateymi og forstjóri stofnunarinnar, ásamt Ásgeiri Böðvarssyni meltingarsérfræðingi, kynna faglegan þátt átaksins, auk þess sem Ásgeir verður með speglunartæki til sýnis. Óskað er eftir að viðtakendur bréfs um fundinn láti vita hvort þeir þiggi boð um á mæta á fundinn, í netfangið gottigogginn@simnet.is.

Umdæmisstjórnarfundur.

  • 07.04.2014

Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn s.l laugardag 5 apríl að Bíldshöfða 12 og hófst fundurinn kl 10.00, nokkur forföll voru vegna fræðslu verðandi forseta sem haldin var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
Eftir að Umdæmisstjóri hafði boðið fundarmenn velkomna var farið yfir reikninga síðasta starfsárs og fór Guðbjörg umæmisféhirðir síðasta starfsárs yfir reikning og kom starfsárið mjög vel út þó svo að farið hefði verið í út í húsakaup og framkvæmdir, og fékk síðasta sjórn hrós fyrir góðann árangur. Sami háttur var hafður á og síðast að skýrslur embættismanna voru sendar út rafrænt þannig að umræður um skýrslunar gátu farið fram á fundinum og mynduðust ágætar umræður um skýrslur sem birtar verða hér á heimasíðunni þegar fundargerðin liggur fyrir frá umdæmisritara. Arnaldur Mar formaður þingnefndar í Kópavogi kom í pontu og sagði frá undirbúningi þingsins sem gengur vel og búa menn vel af fyrri reynslu en þing var í Kópavogi síðast fyrir fjórum árum.

Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.

  • 07.04.2014

Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.

Kiwanisklúbburinn Drangey afhenti Iðju endurhæfingu á Sauðárkróki peningagjöf á dögunum í tilefni af 50 ára afmæli Kiwanis á Íslandi þann 14. janúar sl. Hljómaði gjöfin upp á 200 þúsund krónur og var hún til efniskaupa. Að sögn Steins Ástvaldssonar forseta Kiwanisklúbbsins hefur sú hefð skapast hjá klúbbnum að veita gjafir þegar fagnað er merkisafmælum. Þegar Drangey varð 20 ára árið 1998 gaf klúbburinn sambýlinu á Sauðárkróki bifreið til afnota og á ný árið 2008, þegar klúbburinn fagnaði 30 ára afmæli.

Skjálfanda félagar heimsækja Hvamm

  • 04.04.2014

Skjálfanda félagar heimsækja Hvamm

Fimmtudagskvöldið 3. apríl s.l.  mættu félagar Skjálfanda í sína reglulegu heimsókn í Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík. Tilgangurinn er að eiga ánægjulega samverustund með íbúum þar og spila við þá Bingo.

Skjálfanda félagar heimsækja Hvamm

  • 04.04.2014

 Skjálfanda félagar heimsækja Hvamm Fimmtudagskvöldið 3. apríl s.l.  mættu félagar Skjálfanda í sína reglulegu heimsókn í Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík. Tilgangurinn er að eiga ánægjulega samverustund með íbúum þar og spila við þá Bingo.

Fjölgun í Kiwanisklúbbnum Kaldbak 2014

  • 01.04.2014

Fjölgun í Kiwanisklúbbnum Kaldbak 2014

Fimmtudaginn 27 mars 2014 var haldin félagsmálafundur hjá okkur Kaldbaksfélögum á veitingastaðnum Gregor´s Pub í Dalvíkurbæ.
Var þetta hin besti fundur með allveg frábærum mat og veitingum, en sá ánægjulegi atburður var hjá okkur að tveir nýjir félagar gengu í klúbbinn á fundinum

Kristinsmótið í keilu hjá Eldey

  • 01.04.2014

Kristinsmótið í keilu hjá Eldey

Þann 29.mars 2014  var haldið Kristinsmótið í keilu 2014  hjá Kiwanisklúbbnum Eldey.
Þetta er í 7 skipti sem það fer fram.  Mót þetta er haldið til minningar um einn af
okkar öflugu félögum Kristinn Richardsson, en hann var mikill áhugamaður um keilu.

Frá Fræðslunefnd.

  • 31.03.2014

Frá Fræðslunefnd.

Fræðslunefnd umdæmisins gerði góða ferð á Húsavik um helgina og hélt fræðslu fyrir verðandi forseta í Óðinssvæði.   Vel var tekið á móti okkur og gekk fræðslan  vel og viljum við í fræðslunefnd þakka fyrir okkur og óskum verðandi forsetum alls hins besta á komandi starfsári.

Aðalfundur Jörfa,félagafjölgun og Jörfagleði

  • 30.03.2014

Aðalfundur Jörfa,félagafjölgun og Jörfagleði Mynd

 Með sól í hjarta og sól í sinni mættu Jörfafélagar í rútuna. Stefnan var tekin á Akranes þar sem Leifur Ásgrímsson sagði okkur frá heimahögunum. Safnið að Görðum var skoðað undir leiðsögn. Eftir að Jörfafélagar höfðu gætt sér á kleinum og kaffi var haldið í Borgarfjörðinn að Hótel Á í Hvítársíðu.

Eldey gefur Ipadair tölvur

  • 29.03.2014

Eldey gefur Ipadair tölvur Mynd

Frá Stýrihóp Stífkrampaverkefnis !

  • 28.03.2014

Frá Stýrihóp Stífkrampaverkefnis !

Kæru Kiwanisfélagar
Við áttum frábæra helgi  í Kringlunni. Margir áttu leið um húsið þessa  þrjá daga og allir mættu brosandi  Kiwanisfélögum sem kynntu verkefnið og svöruðu spurningum.  Margir skoðuðu sögusýninguna og myndirnar og höfðu gaman að því að skoða gamlar myndir og nýjar af starfi klúbbanna.
Við fengum ágæta kynningu á verkefninu í blöðum og útvarpi og fólk sem við ræddum við í Kringlunni sagðist hafa heyrt um málið í fjölmiðlum.
Um þessa helgi fer ég á svæðisfund á Húsavík og tek með mér bæklinga fyrir klúbbana í Óðinssvæði. Einnig er ég með bæklinga  til að dreifa í fyrirtæki.

Svæðisráðsfundur og afmælisfagnaður

  • 28.03.2014

Svæðisráðsfundur og afmælisfagnaður

Um helgina verður haldinn svæðisráðsfundur Óðinssvæðis á Húsavík og tækifærið notað og haldið upp á 40 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.

Guðmundur Karl Helgason 50 ára !

  • 27.03.2014

Guðmundur Karl Helgason 50 ára !

Á dögunum varð Karl Helgason félagi okkar í Helgafelli 50 ára, en Kalli eins og hann er ávalt kallaður gekk í klúbbinn 2003 og hefur verið öflugur félagi fyrir klúbbinn. Að venju fékk Kalli fánastöngina góðu á þessum merku tímamótum og var hún afhent á Sælkerafundinum okkar

ÁtVR á fundi Eldfells

  • 27.03.2014

ÁtVR á fundi Eldfells

Á fundi Kiwanisklúbbsins Eldfells í gær komu góðir gestir, Baddý, Inga Jóna og Þura frá ÁtVR, Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík, heiðruðu okkur með nærveru sinni.  Farið var yfir sögu félagsins sem nýlega fagnaði 20 ára afmæli sínu og sjaldan verið eins blómlegur en einmitt nú.  Frábær sönghópur er starfandi innan félagsins og er í dag hryggjarstykkið í honum, en við Eyjamenn þekkjum einnig hið margrómaða goskaffi, sem er frábært framtak þeirra og fer vaxandi með hverju árinu, enda ekki við öðru að búast þegar það er "sál í hlutunum" eins og þær orðuðu svo skemmtilega.
Félagi okkar, Gestur Magnússon, sagði okkur frá Kiwanisfundi sem hann sótti í Noregi, sem var um margt fróðlegur.  Skemmtileg frásögn og flott framtak Gests að skella sér á Kiwanisfund og fræða okkur hina.
Þökkum við fulltrúum ÁtVR og Gesti fyrir erindi sín og fundarmönnum fyrir góðar umræður.

Sælkerafundur Helgafells

  • 22.03.2014

Sælkerafundur Helgafells

 Í gærkvöldi var Sælkerafundur Helgafells , en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsinns um eldamennskuna, og á matseðlinum er nánast eingöngu sjávarfang. Góð mæting var á fundinn eða 76 manns og hófst fundurinn á venjulegum fundarstörfum fam að matarhléi. Matseðill kvöldsinns var fjölbreyttur en boðið var uppá þorskhnakka, skötusel, steinbít, rauðsprettu, löngu og blálöngu, þorskgellur, saltfiskur, kjúklingur o.m.fl.

Eldey í Kringlunni

  • 22.03.2014

Eldey í Kringlunni

Dagana 20. - 22. mars er í Kringlunni sögusýning Kiwanishreyfingarinnar í tilefni af 50 ára afmæli hreyfingarinnar á Íslandi.  Samhliða er kynnt átaksverkefni Kiwanis og UNICEF í baráttunni gegn stífkrampa.  Eldeyjarfélagar taka fullan þátt í þessu og gott betur því fulltrúar þeirra eru á staðnum allan tíman og kynna m.a. ISGOLFs verkefnið.
 
Valur stendur vaktina að venju og myndir frá honum eru hér
 

Fyrsti dagur í Kringlunni.

  • 21.03.2014

Fyrsti dagur í Kringlunni.

Fyrsti dagurinn í Kringlunni var ánægjulegur. Margir á ferli og tóku vel
í erindi okkar og fóru heim
með upplýsingar um stífkrampa og hvernig fólk getur lagt okkur lið.
Margir kiwanisfélagar komu í heimsókn auk þeirra sem stóðu vaktina.
Allir glaðir og ánægðir með sýninguna sem staðfestir stórkostlegt starf
kiwaniklúbbanna í landinu  í 50 ár.
 

Samfélagsverkefni

  • 21.03.2014

Samfélagsverkefni

Um miðjan mánuðinn var haldinn jólafundur Skjálfanda.

Stöðvum Stífkrampa.

  • 21.03.2014

Stöðvum  Stífkrampa.

Í dag hófst átakið STOPP! Stöðvum Stífkrampa en Kiwanis Ísland Færeyjar og Unicef á Íslandi sameina krafta  sína til að hvetja landsmenn til að leggja þessu verkefni lið sem er útrýming Stífkrampa. Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalarfulla sjúkdómi, en með bólusetningu er hægt að koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af þessum fæðingarstífkrampa.