Frá Stýrihóp Stífkrampaverkefnis !

Frá Stýrihóp Stífkrampaverkefnis !


Kæru Kiwanisfélagar
Við áttum frábæra helgi  í Kringlunni. Margir áttu leið um húsið þessa  þrjá daga og allir mættu brosandi  Kiwanisfélögum sem kynntu verkefnið og svöruðu spurningum.  Margir skoðuðu sögusýninguna og myndirnar og höfðu gaman að því að skoða gamlar myndir og nýjar af starfi klúbbanna.
Við fengum ágæta kynningu á verkefninu í blöðum og útvarpi og fólk sem við ræddum við í Kringlunni sagðist hafa heyrt um málið í fjölmiðlum.
Um þessa helgi fer ég á svæðisfund á Húsavík og tek með mér bæklinga fyrir klúbbana í Óðinssvæði. Einnig er ég með bæklinga  til að dreifa í fyrirtæki.
Kúbbar sem eftir eru að fá senda bæklinga ,fá þá eftir helgi.
Fljótlega sendum við bréf til stærstu fyrirtækjanna í landinu og biðjum um þeirra stuðning og því verður fylgt eftir með símtölum.
Það er gaman að segja frá því að sumir klúbbar eru að huga að frekari vinnu á sínum heimasvæðum og t.d. hafði samband við mig forseti Þyrils á Akranesi og sagði að þeir ætluðu að dreifa bæklingi í öll hús í bænum. Frábært framtak. Ég bíð eftir að heyra frá fleiri klúbbum um aðrar hugmyndir.  Slíkar hugmyndir eru einnig frábær kynning á starfi hreyfingarinnar um leið og klúbbarnir minna á sig.
Félagar hafa verið duglegir að „deila“ á facebook, fréttum og myndum og vonandi fáum við bráðum myndir frá klúbbum utan  höfuðborgarsvæðins við dreifingu og kynningu á verkefninu. Hafið samband ef þið hafið spurningar eða ábendingar til okkar.

Kærar þakkir fyrir allt
Fh.  Stýrihópsins
Ástbjörn