Fréttir

Konudagsblóm Eldeyjar

  • 20.02.2014

Konudagsblóm Eldeyjar

Undanfarin ár hafa Eldeyjarfélagar selt blóm á konudaginn.  Í ár verður til sölu þessi glæsilegi pakki sem inniheldur 
 
Rauða rós
Pippmolakassa
Handáburð frá Aveda
Ilmvatnsprufu
2 fyrir 1 á Argentínu steikhús
15% afslátt hjá Ynju, Hamraborg
25% afslátt hjá Í 7 himni, Hamraborg 20a, Kópavogi á ilmoliunuddi/regndropameðferð einnig á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
 
Verðið er aðeins 2.500 kr. og allur ágóði rennur í styrktarsjóð Eldeyjar.
Formaður fjáröflunarnefndar er Sigurður Smári Olgeirsson - smario@simnet.is 
 
 

Ómar Ragnarsson heimsækir Eldey

  • 20.02.2014

Ómar Ragnarsson heimsækir Eldey

Á myndinni er Ómar ekki að segja Kiwanisfélögum í Eldey frá því hvað langt bil hefði verið á milli augna laxins sem hann veiddi um árið í Laxa í Dölum.  Ómar var ræðumaður Eldeyjarfélaga 19.febrúar 2014 og átti að vera með skemmtilega skjávarpssýningu en þetta kvöld fór tæknin illa með okkur og var ekki hægt að nota skjávarpann.  Fór hann því á skemmtilegan hátt í að segja frá ótrúlegum uppákomum sem hann hefur lent í um ævina.  Mun Ómar því koma aftur til okkar eftir mánuð.  Tilvalið fyrir klúbba sem huga að heimsókn að láta vita af sér og taka þátt í skemmtilegum fundi með Eldeyjarfélögum.

Íþróttamaður Húsavíkur 2013

  • 19.02.2014

Íþróttamaður Húsavíkur 2013

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiðraði húsvískt íþróttafólk og lýst var kjöri á íþróttamanni Húsavíkur í íþróttahöllinni sl. sunnudag, í tengslum við Húsavíkurmótið í boccia.

Fundur Jörfa

  • 18.02.2014

Fundur Jörfa

 Jörfafélagar fjölmenntu í heimsókn í Flugskóla íslands í gær, héldu þar fund og fræddumst um starfsemina sem þarna fer fram.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia

  • 17.02.2014

Opna Húsavíkurmótið í Boccia

Glæsilegt bocciamót í Íþróttahöllinni á Húsavík í gær, 16. febrúar, Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem orðinn er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.

Konudagsblóm Eldeyjar

  • 14.02.2014

Konudagsblóm Eldeyjar

Undanfarin ár hafa Eldeyjarfélagar selt blóm á konudaginn.  Í ár verður til sölu þessi glæsilegi pakki sem inniheldur 
 
Rauða rós
Pipp mola
Handáburð frá Aveda
Ilmvatnsprufu
2 fyrir 1 á Argentínu steikhús
15% afslátt í Ynju Hamraborg
 
og verðið er aðeins 2.500 kr.
Formaður fjáröflunarnefndar er Sigurður Smári Olgeirsson - smari@simnet.is 

Vinnuhópur um umdæmisþing.

  • 14.02.2014

Vinnuhópur um umdæmisþing.

Tillögur sem Ragnar Örn Pétursson lagði fram á síðasta umdæmisþingi og var vísað til umdæmisstjórnar,  hafa  nú verið teknar fyrir og skipaði umdæmisstjóri 5 hópa sem eiga að fjalla um tillögurnar. Vinnuhópurinn sem fjalla á um umdæmisþing, skipulag þeirra, hvernig hægt er að gera þingin áhugaverðari og árangursríkari fyrir hreyfinguna hittist á miðvikudaginn á sínum fyrsta fundi á Bíldshöfða 12.

Fjölgunarspjall á félagsmálafundi

  • 14.02.2014

Fjölgunarspjall á félagsmálafundi

Félagsmálafundur var haldinn í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í gær.  Voru þar rædd klúbbmálefni og báru þar hæst fjölgunarmálin, sem virðast eitthvað vera að taka við sér eftir að hafa legið í láginni um nokkurt skeið.  Nú þegar liggur fyrir að tveir stofnfélagar er sagt höfðu skilið við klúbbinn, eru búnir að óska eftir því að ganga til liðs við okkur á nýjan leik.  Verður orðið við því að sjálfsögðu.  Einnig liggur nú þegar fyrir beiðni um inngöngu frá góðum dreng sem hefur verið gestur á fundum okkar í vetur. Eru þetta ekki einu góðu fréttirnar því nokkur nöfn eru nú þegar í vinnslu hjá fjölgunarnefnd klúbbsins auk þess sem félagar munu líta í kringum sig eftir líklegum liðsauka. 
Eins og á öllum okkar fundum báru húsnæðismálin á góma og stendur klúbburinn nú frammi fyrir nokkrum valkostum, misgóðum þó, en fram kom sem fyrr mikilvægi þess að ná fram stöðugleika í húsnæðismálunum, hvar svo sem það verður.
Baldvin Elíasson hafði veg og vanda að veitingum gærkvöldsins ásamt konu sinni og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir og sem fyrr var fundurinn afar vel skipulagður af forseta klúbbsins Óskari Arasyni.  Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim sómadrengjum.
Mætingin í gær hefði mátt vera betri en 13 félagar mættu af 20, sem er sú lakasta í vetur er frá er skilinn Þorrafundurinn, stærsti fundur vetrarins, með aðeins 12 mættum félögum en 14 gestum !
 
Myndir frá félagsmálafundinum má finna HÉR

Konudagsblómin frá Kiwanisklúbbnum JÖRFA

  • 12.02.2014

Konudagsblómin frá Kiwanisklúbbnum JÖRFA

 Nú í ár ber konudaginn upp á 23.febrúar og verður Jörfi með sölu á blómavöndum eins og undanfarin ár, verðið er kr. 3.500 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er blómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.

Umdæmisstjóri á fundi hjá Dyngju

  • 12.02.2014

Umdæmisstjóri á fundi hjá Dyngju

Mikil gróska er í starfi Dyngju um þessar mundir, greinilegar kjarnakonur þarna á ferð í einum af þessum nýju klúbbum okkar hreyfingar á Íslandi. Umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir var gestur á fundi hjá Dyngju í gærkvöldi, auk Drafnar voru einnig gestir tvær konur til viðbótar frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu í Hafnarfirði.

Eldeyjarfélagar í leikhúsferð

  • 10.02.2014

Eldeyjarfélagar í leikhúsferð

Á fimmta tug Eldeyjarfélaga ásamt eiginkonum gerðu sér góðan dag og fóru saman í leikhúsferð nú á dögunum.  Þessi ferð var alfarið skipulögð af  eiginkonum Eldeyjarmanna.  Eldeyjarkonur hittast reglulega yfir veturinn og hafa þær árlega boðið okkur Eldeyjarfélögum í leikhús.

Húsavíkurmótið 2014

  • 10.02.2014

Húsavíkurmótið 2014

Opna Húsavíkurmótið í boccia 2014 liðakepni verður haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 16. febrúar kl 13-17.

Afmæli Skjálfanda

  • 09.02.2014

Afmæli Skjálfanda

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi verður 40 ára á árinu og af því tilefni er efnt til afmælisfagnaðar 29. mars um leið og svæðisráðsfundur verður haldinn á Húsavík.

Erindi um ferju hjá Helgafelli

  • 07.02.2014

Erindi um ferju hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og var aðalmál á dagskrá erindi félaga okkar Andrés Sigurðssonar hafnsögumanns hér í Eyjum. Erindi Andrésar var um hið mikla hitamál Eyjamanna eða hönnun nýrra ferju sem kemur til með að sigla til Landeyjahafnar. Andrés er nefndarmaður í þeirri nefnd sem skipuð var til hönnunar nýrrar ferju.
 
 

Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra

  • 04.02.2014

Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra

 Kiwanisklúbburinn Eldey afhenti styrk að upphæð kr. 100,000 fyrir stuttu síðan til Íþróttasambands fatlaðra.  Afhendingin fór fram í húsakynnum Eldeyjar að Smiðjuvegi 13A, Kópavogi.
Fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra veitti styrknum móttöku en hann mun verða settur í verkefni sem er sumardvöl að Laugarvatni fyrir fatlaða.   Starfsmenn hafa sumir hverjir gefið hluta af sumarfríi sínu í þetta glæsilega verkefni sem Íþróttasamband fatlaðra stendur að.

Glatt á hjalla á Þorrafundi Eldfells 2014

  • 04.02.2014

Glatt á hjalla á Þorrafundi Eldfells 2014

Þorrafundur Kiwanisklúbbsins Eldfells var haldinn í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði s.l. föstudag.  Eins og alltaf á þorrafundi var létt yfir mannskapnum og prakkaraskapurinn allsráðandi.  Sveinn Waage Kiwanispeyi lét gamminn geysa og Friðrik Óskarsson mætti með nikkuna til að tryggja þorra-Eyja-stemmingu frameftir kvöldi.  Baldvin Elíasson ritari Eldfells sýndi afbragðs takta við framkvæmdina þetta kvöld og sló í gegn með hreint mögnuðu uppboði á óseldum happdrættismiðum.  Passaði hann sig á að þruma í bjölluna og stoppa uppboð ef það stefndi í of há boð !!!  Það er ljóst að hann er æviráðinn í verkið !! 
Svo ótrúlega vildi til að einn vinninga í happdrættinu var Breiðabliksbúningur sem liðið féll í fyrir allnokkrum árum og var númer Atla Þórssonar, annáluðum Breiðabliksmanni, dreginn upp úr hattinum.
Við Eldfells félagar viljum þakka húsráðendum Kiwanishússins í Hafnarfirði fyrir að lána okkur húsnæðið þetta kvöld auk þess viljum við að sjálfsögðu þakka þeim fjölmörgu gestum sem létu sjá sig og sumir þeirra hafa mætt á flesta þorrafundi klúbbsins til þessa. 
 
Er nú þegar hafinn undirbúningur næsta þorrafundar.
 
Myndir frá fundinum má sjá HÉR

Kjörumdæmisstjóri 2014-2015

  • 28.01.2014

Kjörumdæmisstjóri 2014-2015

Á  umdæmisþingi í september síðastliðinn höfðu ekki borist neinar tilnefningar til Umdæmisstjórnar um kjörumdæmisstjóra fyrir starfsárið 2014 - 2015 . 
Síðan þá hefur Umdæminu borist ein tilnefning  og kemur hún frá Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði,
en í henni  kemur fram að Félagar í Kiwanisklúbbnum  Drangey tilnefna félaga sinn Gunnstein Björnsson í embætti kjörumdæmisstjóra fyrir starfsárið 2014-2025
Gunnsteinn er fráfarandi Svæðisstjóri  Óðinssvæðis og er því kjörgengur í embættið.
 

Almennur fundur hjá Helgafelli

  • 24.01.2014

Almennur fundur hjá Helgafelli

Í gærkvöldi eða fimmtudaginn 23 janúar var haldinn almennur fundur með fyrirlesara og gestum. Ágætis mæting var á fundinn  og að loknum venjulegum fundarstörfum og matarhléi þá var komið að fyrir lesara kvöldsinns, og ekki þurfti að leita langt yfir skammt eftir góðu erindi en þarna var kominn félagi okkar Styrmir Sigurðarsson sjúkraflutingar og slökkviliðsmaður með meiru.
 

Þorrafundur Eldeyjar 2014

  • 23.01.2014

Þorrafundur Eldeyjar 2014

 Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra  var gestur Eldeyjarfélaga á vel sóttum Þorrafundi sem haldinn var 22. janúar 2014 í húsi Eldeyjar.  Hátt í 40 félagar voru mættir og 6 gestir sem voru mættir til að kynnast starfsemi Eldeyjar og vera á skemmtilegum þorrafundi.  Guðni sló í gegn, enn hann komst ekki almennilega á skrið fyrr enn honum tókst að slökkva á míkrafóninum sem var alltaf að þvælast fyrir honum.  Hann sagðist hafa rödd fornfeðra okkar og þyrfti því engan míkrafón,  sem var alveg rétt.   Fór hann líflega yfir feril sinn og sagði frá báðum þeim bókum sem hann hefur skrifað.  Eftir að Guðni lauk sínu máli tók Eldeyjarfélaginn Guðlaugur Kristjánsson við og sagði frá uppruna Kiwanis og markmiðum hreyfingarinnar og Eldeyjar til fróðleiks fyrir gesti kvöldsins.   Þetta var hreint út sagt frábært kvöld í góðra vina hóp!

 

50 ára afmæli Heklu

  • 22.01.2014

50 ára afmæli Heklu

Hátíðarkvöldverður og móttaka hjá forseta Íslands

Félagar og gestir Kiwanisklúbbsins Heklu héldu “annan” í afmæli á laugardaginn 18. Janúar síðastliðinn.  Eins og sagt hefur verið frá áður, þá var haldið upp á afmælið með móttöku á Grand Hotel á afmælisdaginn, 14. Janúar sl, og þar voru veittir veglegir styrkir í tilefni dagsins og stofnfélögum einum félaga til 45 ára, voru veitt starfsaldursmerki.    Á laugardaginn 18. janúar var síðan framhaldið afmælisfagnaði og hófst þá með ferð félaga og gesta í móttöku hjá Forseta Íslands áður en haldið var á Grand Hotel þar sem snæddur var hátíðarkvöldverður.