Fréttir

Stjórnaskpti hjá Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli.

  • 07.10.2013

Stjórnaskpti hjá Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli.

Fimmtudagskvöldið 3. október fóru fram sameiginleg stjórnarskipti í  Kiwanisklúbbunum  Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli í  umsjón þess síðast nefnda.  Fóru þau fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.  Fundurinn hófst með söngatriði frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Þar komu fram  þau Lára Björk Bender söngkona  og  Sigurjón Alexandersson gítarleikari.  Eftir matarhlé setti umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir Geir Þorsteinsson úr Kiwanisklúbbnum Ósi inn í embætti svæðisstjóra Sögusvæðis.  Að því frágengnu   skipti svo hinn nývígði svæðisstjóri   um stjórnir í klúbbunum þremur.
 

Þreföld stjórnarskipti í Hlégarði

  • 07.10.2013

Þreföld stjórnarskipti í Hlégarði

S.l. fimmtudag 3. október fóru fram samtímis stjórnarskipti í þremur klúbbum.  Eldfelli, Mosfelli og Búrfelli.  Hófst fundurinn á tónlistaratriði frá Listaskóla Mosfellsbæjar, þar sem fram komu þau Lára Björk Bender söngkona og Sigurjón Alexandersson gítarleikari.
Eftir matarhlé setti Dröfn Sveinsdóttir Geir Þorsteinsson úr Kiwanisklúbbnum Ósi í embætti svæðisstjóra Sögusvæðis.
Áfundinum tók Óskar Arason við embætti forseta Kiwanisklúbbsins Eldfells og með honum í stjórn starfsárið 2013-2014 eru Guðjón Magnússon kjörforseti, Atli Þórsson fráfarandi forseti, Jón Óskar Þórhallsson gjaldkeri, Baldvin Elíasson ritari og meðstjórnendur eru þeir Gísli Erlingsson, Knútur Kjartansson og Sigurjón Gunnlaugsson.
Á fundinum var gripið tækifærið og Guðjón Magnússon heiðraður í tilefni þess að hann varð 30 ára þann 20. september s.l.
Nýjasta eintaki Eldfells-frétta var dreift á fundinum, en í blaðinu má finna dagskrá vetrarins ásamt öðrum fróðleik um starfsemi Eldfells. 
Myndir frá fundinum má finna í myndasfani hér til hliðar á síðunni.

Sviðaveisla Jörfa 2013

  • 07.10.2013

Sviðaveisla Jörfa 2013

 Laugardaginn 5.október hélt Jörfi sína árlegu sviðaveislu á Broadway. Áður en veislan hófst léku Jörfafélagarnir Gunnar Kvaran og Friðjón Hallgrímsson á harmonikkur, en Friðjón var einnig veislustjóri og reytti af sér brandarana.  Eftir að fólk hafði gætt sér á heitum og köldum sviðum, sviðasultu og meðlæti  var komið að ræðumanni dagsins, Óla Þ. Guðbjartssyni, f.v. ráðherra og alþingismanni sem sagði okkur frá lífshlaupi Bobby Fischers og Bobby Fischer setrinu á Selfossi, kom þar margt fram sem menn vissu ekki áður. Að venju var svo happadrætti þar sem dregið var úr aðgöngumiðum. Það voru um 170 manns sem yfirgáfu Broasdway saddir og sælir.

Myndir

 

 

Stjórnarskipti hjá Eldey

  • 06.10.2013

Stjórnarskipti hjá Eldey Mynd

Stjórnarskipti voru hjá Kiwanisklúbbnum Eldey  5.október 2013 og fóru þau fram í húsi

Eldeyjarfélaga að vistöddum um 80 félögum og gestum.  Þau Jóhanna María Einarsdóttir, svæðisstjóri Ægissvæðis, og Magnús Eyjólfsson kjörsvæðisstjóri sáu um stjórnarskiptin og nutu þau jafnframt aðstoðar Konráðs Konráðssonar fráfarandi svæðisstjóra.

Gekk þetta allt vel og ný stjórn tekin við og mun Friðgeir Þráinn Jóhannesson sjá um að stýra Eldeyjarfélögum 2013 -2014.  Nokkuð sérstakt við þessa stjórn Eldeyjar er það að Friðgeir er blindur og hefur aldrei áður verið blindur félagi settur í embætti forseta hjá Eldey. 

Einar Vilhjálmsson Eldeyjarfélagi fallinn frá.

  • 05.10.2013

Einar Vilhjálmsson Eldeyjarfélagi fallinn frá.

Fallinn er frá góður félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey, Einar Vilhjálmsson.  Hann lést, langt um aldur fram, 13.september sl.  Við minnumst hans sem eins af okkar allra öflugustu félögum.  Hann var ákveðinn, kraftmikill og alltaf til í að takast á við þau verkefni sem leitað var til hans með.

Haukur Hannesson Eldeyjarfélagi fallinn frá

  • 04.10.2013

Haukur Hannesson Eldeyjarfélagi fallinn frá

Haukur Hannesson, einn af stofnfélögum Eldeyjar, lést 2.september sl.  Hann  gekk í Eldey 1971 og var því einn af stofnendum klúbbsins.

 

Sviðaveisla Jörfa 2013

  • 01.10.2013

Sviðaveisla Jörfa 2013

 SVIÐAVEISLA KIWANISKLÚBBSINS JÖRFA 2013
Veislan verður á Broadway við Ármúla, laugardaginn 5. október og hefst kl. 12.00 - 14.00. Allur ágóði af veislunni rennur til góðgerðarmála.
Veislan er opin öllum þeim er styrkja vilja gott málefni.
Miðaverð kr 3.000 og miðar til sölu hjá Jörfafélögum.

Stjórnarskipti Jörfa 2013

  • 29.09.2013

Stjórnarskipti Jörfa 2013

Laugardaginn 28.september  hélt Jörfi  stjórnarskiptafund sinn í Salthúsinu í Grindavík . Enn og aftur var hefðbundinn stjórnarskiptafundur Jörfa rammaður inn í óhefðbundna umgjörð.

Raunverulega hófst hátíðin á bílastæði í Mjódd þegar prúðbúnir Kiwanisfélagar og makar þeirra söfnuðust saman í stórum rútubíll sem félagi okkar Bernharð Jóhannesson útvegaði og ók síðan okkur til hagsbóta. Þaðan var haldið klukkan hálf fjögur sem leið liggur suður Reykjanesbraut til Grindavíkur. Á leiðinni flæddi fróðleikur um leið þá sem farin var og sagnir henni tengdar allt frá landnámi til nútímans, allt frá Vífli á Vífilsstöðum, fyrsta Garðbæingnum til orkuveitu í Svartsengi og metanolverksmiðju sem þar er. Í Grindavík bættust þrjú pör í hópinn og voru þá allir samkomugestir saman komnir, alls 40 manns, 20 félgar, 18 makar og umdæmisstjórahjónin okkar Hjördís Harðardóttir og Palli.

Stjórnarskiptafundur í Umdæminu

  • 25.09.2013

Stjórnarskiptafundur í Umdæminu

Að loknu umdæmisþingi eða sunnudaginn 15 september fór fram stjórnarskiptafundur í umdæminu, að viðstöddum mökum stjórnarmanna og erlendum gestum þingsins, en fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinum við Helluhraun í Hafnarfirði. Það var Matthías Pétursson f.v umdæmisstjóri sem sem sá um athöfnina með góðri aðstoð Andrésar Hjaltasonar f.v umdæmisstjóra. Þetta var að venju hátíðleg stund, og að stjórnarskiptum loknum var borin fram dýryndis súpa sem Bergþór og hans fólk sá um að bera fram eins og reyndar allt þingið en þetta frábæra fólk úr klúbbunum í Hafrarfirði var önnum kafið í eldhúsinu, til að sjá um að eingin væri svangur á þinginu og stóðu sig eins og hetjur.

Galaball og þinglok.

  • 19.09.2013

Galaball og þinglok.

Galaballið og þinglokin fóru fram í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði og er ekki hægt annað að segja að þetta séu glæsileg húsakynni. Húsið var opnað kl 19.30 og þá hófu þingfulltrúar að mæta á svæðið, í létt spjall og fordrykk. Hjördís umdæmisstjóri setti fund eftir hlé og lét veislustjórn kvöldsinns í hendurnar á Sæmundi Sæmundssyni sem stóð sig eins og hetja við veislustjórnina og allt sem því fylgir, kynningar og annað slíkt. Boðið var upp á þriggja rétta máltíð, sjávarréttir í forrétt, aðalrétturinn var lamb og síðan frábær eftirréttur  og var gerður góður rómur af matnum, sem að mínu mati var frábær.

Eldey tekur inn 2 nýja félaga.

  • 18.09.2013

Eldey tekur inn 2 nýja félaga.

Þann 18.september sl. bættust 2 nýjir félagar í Kiwanisklúbbinn Eldey Kópavogi. 

Það voru þeir Guðmann Friðgeirsson slökkviliðsmaður  og Eyjólfur Kolbeins innkaupastjóri.

 

Umdæmisþing 2013 laugardagur þingfundur.

  • 18.09.2013

Umdæmisþing 2013 laugardagur þingfundur.

Umdæmisstjóri setti fund og minntist látina félaga með því að kveikja á kerti og Kiwanislagið var spilað. Síðan fór Hjördís umdæmisstjóri yfir skýrslu sína og stiklaði á stóru um starfið á hennar tímabili, en þess ber að geta að allar skýrslur stjórnar eru í þingblaði Kiwanisfrétta.
Umdæmisritar Hörður Baldvinsson tók næstur til máls og flutti sýna skýrslu og talaði m.a um að mikilvægar upplýsingar svo sem vinnustundir o.fl vantar oft á skýrslur klúbbanna. Hörður sagði 78 % fundarmætingu í umdæminu og 29 miljónir króna haafa safnast saman í fjáröflunum en inn í þetta vantar upplýsingar frá sumum klúbbum og því upphæðin töluvert hærri.

Setning 43. Umdæmisþing

  • 18.09.2013

Setning 43. Umdæmisþing

Setning 43. Umdæmisþing fór fram í Hafnarfjarðarkirkju, og var þetta nokkuð sérstök setning að því leyti að konur voru þar í öllum helstu hlutverkum , formaður þingnefndar er kona, umdæmisstjórinn er kona, bæjarstjórinn er kona, presturinn er kona og kórstjórinn er kona þetta er auðvitað einstakt.
Athöfnin hófst á því að Þyrí Marta Baldursdóttir formaður þingnefndar sagði nokkur orð og bað síðan Hjördísi Harðardóttir að taka við keflinu og setja þingið,. Því næst kom í pontu Þórhildur Ólafs sóknarprestur og flutti okkur hugvekju og bæjarstjórinn Guðrún Ágústa Guðmundsdótttir bauð okkur velkominn í Hafnarfjarðarbæ með skemmtilegu erindi.

Skjálfandi fyrirmyndarklúbbur og Bendi fyrirmyndarfélagi

  • 18.09.2013

Skjálfandi fyrirmyndarklúbbur og Bendi fyrirmyndarfélagi

Umdæmisþing Kiwanishreyfingarinnar Ísland/Færeyjar var haldið í Hafnarfirði um síðustu helgi og það sóttu nokkrir nokkrir félagar  Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem fulltrúar síns klúbbs.

Einar Vilhjálmsson Eldeyjarfélagi fallinn frá.

  • 16.09.2013

Einar Vilhjálmsson Eldeyjarfélagi fallinn frá.

Fallinn er frá góður félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey, Einar Vilhjálmsson.  Hann lést, langt um aldur fram, 13.september sl.  Við minnumst hans sem eins af okkar allra öflugustu félögum.  Hann var ákveðinn, kraftmikill og alltaf til í að takast á við þau verkefni sem leitað var til hans með.

Tryggingasjóður og málstofur.

  • 13.09.2013

Tryggingasjóður og málstofur.

Frá 12.30 til 13.00 var haldinn ársfundur Tryggingasjóðs þar sem klúbbar eiga að senda einn fulltrúa til fundarinns, og var þokkaleg mæting á fundinn og þar kom fram í uppgjöri sem nánar verður sagt frá í klúbbunum að sjóðurinn stendur vel um þessar mundir og heldur hefur fjölgað í honum.
Klukkann eitt hófst síðan Kiwanisráðstefna þar sem allir Kiwanisfélagar voru velkomnir en ráðstefnan var undir stjórn

Fræðsla embættismanna.

  • 13.09.2013

Fræðsla embættismanna.

Nú er nýlokið fræðslu embættismanna hér í Kaplakrikanum, og var mæting til fræðslu með ágætum. Fræðsla féhirða var í höndum Eyþórs verðandi umdæmisritara, Bragi og Hildisif sáu um fræðslu ritara og Svavar og Kristinn sáu um að fræða verðandi forseta.
 

Umdæmisstjórnarfundur í Hafnarfirði.

  • 13.09.2013

Umdæmisstjórnarfundur í Hafnarfirði.

Nú er að hefjast 43. umdæmisþing sem að þessu sinni er haldið í Hafnarfirði og fara þingstörf fram í Kaplakrika. Að venju hófst dagskráin á Umdæmisstjórnarfundi þeim fjórða á starfsárinu, og var fundurinn stuttur, farið yfir dagskrá helgarinnar, kynning á erlendum gestum þingsinns o.fl .

Innlegg Helgafells í MNT verkefnið.

  • 11.09.2013

Innlegg Helgafells í MNT verkefnið.

Ágætu Kiwanisfélagar.
Velkomnir til starfa veturinn 2013-2014
Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur fengið gefins frá Sögufélagi Vestmannaeyja bókina Ginklofinn í Vestmannaeyjum (Trismus neonatorum) : hvernig dr. Schleisner útrýmdi veikinni en í bókinni er rakin saga stífkrampa í Vestmannaeyjum og hvernig tókst að útrýma honum ca.1850.
Bókin er mjög fróðleg og vekur athygli á Eliminate verkefninu og gæti því t.d. hentað vel sem gjafir til fyrirlesara á fundum.
 

Fyrsti fundur vetrarins hjá Eldfelli

  • 10.09.2013

Fyrsti fundur vetrarins hjá Eldfelli

Félagsmálafundur verður fimmtudaginn 19. september n.k. og verður á þeim fundi farið yfir starfsemina í vetur.  Hefur kjörforseti, Óskar Ara, legið undir feldi og er að komast mynd á dagskránna, nefndaskipan o.fl.  Það er allavega ljóst að ýmislegt verður brallað.
 
Fundað verður í nýju húsnæði Kiwanisumdæmisins að Bíldshöfða að venju kl. 19:30.