Fréttir

Orðsending frá þingnefnd 2013

  • 31.05.2013

Orðsending frá þingnefnd 2013

 Umdæmisþingsnefndin 2013 vill minna alla þá

sem enn eiga eftir að skila kjörbréfum og

greiða þinggjöldin, að gera það hið fyrsta.

Kiwaniskveðjur

Þingnefndin

Heklufélagar með íbúa Hrafnistu í sumarferð .

  • 29.05.2013

Heklufélagar með íbúa Hrafnistu í sumarferð .

23. maí s.l. var farin hin árlega sumarferð með íbúa frá Hrafnistu í Reykjavík. Þetta var 49 ferðin og var farinn Bláfjallahringurinn, upp á Sandskeið og að Bláfjöllum og niður í Hafnarfjörð og endað í kaffi í safnaðarheimili Bústaðarkirkju.  Þar tók á móti okkur séra Pálmi Matthíasson, hann leiddi okkur í kirkjuna og sagði nokkur orð og síðan voru tvær söngkonur og undirleikarar sem sungu og spiluðu nokkur lög og síðan var drukkið kaffi og með því.

Sundmót Kiwanis

  • 23.05.2013

Sundmót Kiwanis

Í dag fór fram hið árlega sundmót Kiwanis hér í Vestmannaeyjum en það er Kiwanisklúbburinn Helgafell sem stendur að þessu móti ásamt sunddeild ÍBV. Þau börn sem bæta sig mest á milli ára fá bikarinn og er verðlaunað bæði í drengja og stúlknaflokki og síðan fá allir viðurkenningur fyrir þáttöku í mótinu.

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir hjálma.

  • 14.05.2013

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir hjálma.

Í dag afhenti Kiwanisklúbburinn Ó hjálma í samstarfi við Eimskip og voru það félagarnir Barði, Geir, Haukur og Stefán sem afhentu hjálmana til 1. bekkjar í Hafnarskóla. Það var ljóst að hjálmarnir voru kærkomnir og skein gleðin úr öllum börnunum.
 

Hjálmar á Húsavík

  • 10.05.2013

Hjálmar á Húsavík

Í dag, föstudaginn 10. maí,  kl. 17:30 munu Kiwanisfélgar í Skjálfanda afhenda reiðhjóla hjálma til 7 ára barna á Húsavík.

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálmana.

  • 09.05.2013

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálmana.

Undafarandi daga hafa Heklufélagar verið að afhenda 6 ára börnum hjálmana.
Alls voru þetta nú sex skólar og 288 börn. Verkefnið gekk mjög vel þrátt fyrir að borgaryfirvöld væru með athugasemd um að afhenda hjálmana í skólunum á skólatíma.

Þyrill afhendir hjálma í Borgarnesi

  • 09.05.2013

Þyrill afhendir hjálma í Borgarnesi

Kiwanisklúbburinn Þyrill  afhendi  börnum í fyrsta bekk  Grunnskóla Borgarness  reiðhjólahjálma 8. maí 2013,  áður var klúbburinn búin að afhenda hjálma í  Grundaskóla og Brekkubæjarskóla  á Akranesi og Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit,  við þetta verkefni  nutu við  aðstoðar starfsfólks  skólana  og Sigurðar Þórs Elíssonar

Hjálmaafhending hjá Helgafelli.

  • 07.05.2013

Hjálmaafhending hjá Helgafelli.

Laugardaginn 4 janúar fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga grunnskóla hér í Vestmannaeyjum en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár. Hjá okkur Helgafellsfélögum notum við tækifærið og erum með Hjálmadag þar sem börnin eru boðuð niður í Kiwanihús og þar fer fram ákveðin dagskrá í samstarfi við Lögregluna sem mætir á staðinn og skoðar hjólin hjá börnunum og síðan erum við lík í samstarfi við Slysavarnarfélagið Eykindil,

Aðalfundur Eldfells n.k. föstudag

  • 06.05.2013

Aðalfundur Eldfells n.k. föstudag

Aðalfundur Eldfells verður 10.maí . Fundurinn byrjar kl. 18:00 að Bíldshöfða 12 (nýja húsnæði ísl umdæmisins). Inngangur bak við húsið sunnanmegin. Þar mun Óskar Arason kjörforseti kynna næstu stjórn og kynna áherslur 2013-14. Undir þessu fróðlega erindi geta menn sötrað bjór. Fundi verður slitið ca kl.19:00. Þá verður haldið heim til kjörforseta þar sem menn munu gera vel við sig í mat og drykk. Í boði verða hamborgarar að hætti Gauja Manga.

Þyrill styrkir sérdeild Brekkubæjarskóla.

  • 06.05.2013

Þyrill styrkir sérdeild Brekkubæjarskóla.

Í gær var mikið fjör á sal Brekkubæjarskóla á Akranesi þar sem fram fór aðventuhátíð sérdeildar skólans. Þegar nemendur höfðu skemmt gestum drjúga stund kvað sér hljóðs sendinefnd frá Kiwanisklúbbnum Þyrli sem afhenti sérdeildinni peningastyrk að upphæð 300 þúsund krónur. Ingimar Hólm Ellertsson talsmaður hópsins þakkaði nemendum fyrir skemmtunina áður en hann rakti sögu kiwanishreyfingarinnar og Þyrils, sem beinir starfi sínu mikið að því að styrkja þá sem minna mega sín.

Svædisráðsfundur og Síldarkvöld

  • 06.05.2013

Svædisráðsfundur og Síldarkvöld

Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis var haldinn á Siglufirði á laugardaginn.

Kiwanisklúbburinn Ós styrkir Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

  • 05.05.2013

Kiwanisklúbburinn Ós styrkir Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

Kiwanisklúbburinn Ós færir hér Heilbrigðisstofnun Suðausturlands HSSA styrk að upphæð 250.000- til kaupa á stafrænum röntgenframköllunartækjum. Það má nefna að í janúar 2006 styrkti Ós kaup á röntgenmyndavél til HSSA.
 

Skjálfandi

  • 05.05.2013

Skjálfandi

Fulltrúar í Æskulýðs- og boccianefnd Skjálfanda hafa haft í nógu að snúast undanfarið við að styðja við starf í Bocciadeild Völsungs.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 7. júní

  • 04.05.2013

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 7. júní

Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar verður haldið föstudaginn 7. júní 2013 á velli GKG, Leirdalsvelli.  Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið og í þetta sinn rennur allur ágóði af mótinu til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.
 

Dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga.

  • 03.05.2013

Dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga.

Dansleikur fyrir fatlaða einstakling samstarfsverkefni Kiwanisklúbba í Hafnarfirði. Garðabæ og Kópavogi.
 

Vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu barna.

  • 02.05.2013

Vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu barna.

1. maí var hið árlega vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu fyrir börn 7-9 ár.
Þetta var í 23 skiptið sem mótið er haldið og hefur Hekla alltaf verið með.
Nú voru 190 krakkar sem kepptu, frá ýmsum félögum m.a. Selfossi og Grindavík og fengu allir medalíu og síðan voru grillaðar pulsur á eftir og svali með.

Kiwanismenn gefa reiðhjólahjálma í grunnskólana

  • 02.05.2013

Kiwanismenn gefa reiðhjólahjálma í grunnskólana

Þessa dagana eru félagar í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi að afhenda reiðhjólahjálma í 1. bekki grunnskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Sveit Kiwanismanna var mætt í Grundaskóla á Akranesi í bítið í gær, þriðjudagsmorgun, til að afhenda hjálmana. Alls eru það 101 fyrstu bekkingur sem fá hjálmana á Akranesi og átta í Hvalfjarðarsveit.

Sólborgarkonur færa Starfsbraut Flensborgarskóla myndavél.

  • 30.04.2013

Sólborgarkonur færa Starfsbraut Flensborgarskóla myndavél.

Sólborgarkonur færa Starfsbraut Flensborgarskóla myndavél. Var þetta gert sem greiðsla fyrir leigu á sal skólans í stað þess að greiða skólanum, var samið um að Starfsbrautin fengi að njóa þess. Hafdís Ólafsdóttir og Erla María Kjartansdóttir mættu fyrir hönd styrktarnefndar ásamt blaðafulltrúa.

Kiwanisklúbburinn Ós tekur inn nýjan félaga síðasta vetrardag.

  • 28.04.2013

Kiwanisklúbburinn Ós tekur inn nýjan félaga síðasta vetrardag.

Geir Þorsteinsson forseti Óss setti fundinn síðasta vetradag 24. apríl í Pakkhúsinu klukkan 21:00. En áður en fundur var settur var boðið upp fordrykk niðri í Pakkhúsinu og þaðan farið í skoðunarferð í Gömlu búð sem flutt var  niður að höfn síðast liðið vor og er nú búið að gera upp.  Á fjórða tug kiwanismanna voru  mættir ásamt gestum  þeirra. 

Lions og Kiwanis saman á fundi

  • 27.04.2013

Lions og Kiwanis saman á fundi

Löng hefð er orðin fyrir því að Kiwanisklúbburinn Eldey og Lionsklúbburinn Muninn haldi sameiginlegan fund síðasta vetrardag og skiptast klúbbarnir á að sjá um framkvæmdina.  Á dagskrá fundarins hafa undanfarin ár líka verið hefðbundnir liðir - ræðumaður og spurningakeppni milli klúbbanna.