Vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu barna.

Vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu barna.


1. maí var hið árlega vormót Heklu og FRAM í knattspyrnu fyrir börn 7-9 ár.
Þetta var í 23 skiptið sem mótið er haldið og hefur Hekla alltaf verið með.
Nú voru 190 krakkar sem kepptu, frá ýmsum félögum m.a. Selfossi og Grindavík og fengu allir medalíu og síðan voru grillaðar pulsur á eftir og svali með.
Eins og myndirnar sýna var áhuginn mikill bæði hjá krökkum og foreldrum. Mótið fór fram á nýju svæði FRAM í Úlfarsárdal í fallegu veðri en köldu.

Birgir Benediktsson
forseti Heklu.