Heklufélagar með íbúa Hrafnistu í sumarferð .

Heklufélagar með íbúa Hrafnistu í sumarferð .


23. maí s.l. var farin hin árlega sumarferð með íbúa frá Hrafnistu í Reykjavík. Þetta var 49 ferðin og var farinn Bláfjallahringurinn, upp á Sandskeið og að Bláfjöllum og niður í Hafnarfjörð og endað í kaffi í safnaðarheimili Bústaðarkirkju.  Þar tók á móti okkur séra Pálmi Matthíasson, hann leiddi okkur í kirkjuna og sagði nokkur orð og síðan voru tvær söngkonur og undirleikarar sem sungu og spiluðu nokkur lög og síðan var drukkið kaffi og með því.
Þar þökkuðu þeir Björn Pálsson og Birgir Benediktsson forseti Heklu þeim fyrirtækjum sem stutt hafa verkefnið við Hrafnistu, séra Pálma fyrir móttökurnar og íbúum Hrafnistu fyrir að taka þátt í þessari sumarferð. Það komu 94 í þessa ferð og var farið í tveimur rútum. Önnur rútan er sér útbúin fyrir hjólastóla. Að þessu sinni vorum við aðeins 5 Heklufélagar og tvær eiginkonur sem mættu.

Kveðja.
Birgir Benediktsson
forseti Heklu.
 
 
Myndir frá ferðinni má sjá með því að klikka HÉR