Kiwanisklúbburinn Ós afhendir hjálma.

Kiwanisklúbburinn Ós afhendir hjálma.


Í dag afhenti Kiwanisklúbburinn Ó hjálma í samstarfi við Eimskip og voru það félagarnir Barði, Geir, Haukur og Stefán sem afhentu hjálmana til 1. bekkjar í Hafnarskóla. Það var ljóst að hjálmarnir voru kærkomnir og skein gleðin úr öllum börnunum.
 
? Kiwanisklúbburinn Ós var einn af fyrstu kiwanisklúbbum landsins að byrja á þess verkefni en síðustu tíu ár hefur það verið í samstarfi við Eimskip og hefur Flytjandi flutt þá frítt út á land.
Kiwaninshreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

?Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti.

?Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum tíu árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 10% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu.

? Að stilla reiðhjólahjálminn

? Setja þarf hjálminn beint
niður á höfuðið þegar hann er
stilltur.
? Bandið undir hökunni á að
falla það þétt að að einungis sé
hægt að koma einum fingri á
milli.
? Hjálmurinn má ekki færast
til nema um nokkra millimetra
þegar prófað er hvort hann sitji