Fréttir

Eldey styrkir Álfhólsskóla

  • 22.01.2014

Eldey styrkir Álfhólsskóla

 Kiwanisklúbburinn Eldey gaf á síðasta ári farandbikar vegna spurningakeppni lestrarátaks Álfhólsskóla sem ber nafnið „Lesum meira“.   Í framhaldi af því ákvað styrktarnefnd Eldeyjar að styðja enn frekar þetta frábæra lestrarátak, sem er sett upp til að auka þátttöku yngri nema úr 4. og 5. bekk,  með 50,000,- kr. styrk til bókakaupa og var styrkurinn afhentur 21.jan 2014.

 

 
 

 

 

Eldey styrkir Álfhólsskóla

  • 22.01.2014

 Eldey styrkir Álfhólsskóla Kiwanisklúbburinn Eldey gaf á síðasta ári farandbikar vegna spurningakeppni lestrarátaks Álfhólsskóla sem ber nafnið „Lesum meira“.   Í framhaldi af því ákvað styrktarnefnd Eldeyjar að styðja enn frekar þetta frábæra lestrarátak, sem er sett upp til að auka þátttöku yngri nema úr 4. og 5. bekk,  með 50,000,- kr. styrk til bókakaupa og var styrkurinn afhentur 21.jan 2014.

Áramótaáherslur

  • 21.01.2014

Áramótaáherslur

Að venju stóðu félagar í Skjálfanda í ströngu í kringum áramótin en þetta er að sjálfsögðu mjög mikilvægur tími í starfi klúbbsins.

Almennurfundur Jörfa

  • 21.01.2014

Almennurfundur Jörfa

 Almennur fundur hjá Jörfa var haldinn 20.janúar 2014

Þetta var fundur númer 704.

Dagskrá fundarins var hefðbundin .

Framsögumaður kvöldsins var Kristmann Rúnar Larsson sagnfræðingur og viðskiptafræðingu auk þess er hann með mastersnám í vátryggingum.

•         Erindi hans fjallaði um vátryggingar.

•         Þróun vátrygginga

•         Hvað eru vátryggingar?

•         Hvernig virka vátryggingar?

•         Stærstu tjón í heiminum

 

Þetta var hið fróðlegasta erindi. Kristmann svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.

Eldey styrkir Hjálparsveit skáta Kópavogi

  • 20.01.2014

Eldey styrkir Hjálparsveit skáta Kópavogi

 

Fulltrúi frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók við 200.000 kr. styrk frá Kiwanisklúbbnum Eldey þann 20.janúar 2014.  Hjálparsveit skáta í Kópavogi stendur í ströngu varðandi húsnæði sitt og hafa verið að tvöfalda stærð þess frá því sem það var.   Þetta fengu Eldeyjarfélagar vitneskju um og var ákveðið að styrkja hjálparsveitina með peningagjöf.

Umdæmisstjórnarfundur

  • 20.01.2014

Umdæmisstjórnarfundur

Annar umdæmisstjórnarfundur starfsársins var haldinn að Bíldshöfða s.l laugardag 18 janúar. Umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir setti fund stundvíslega kl 10.00 og skýrði frá dagskrá fundarinns og þ.a.m nýtt fyrirkomulag en skýrslur voru sendar rafrænt til fundarmanna  í vikunni þannig að fundurinn hófst á umræðum um skýrslurnar sem fóru frekar rólega af stað en urðu kraftmiklar þegar líða tók á og menn búnir að meðtaka fyrirkomulagið. Margir góðir punktar komu fram sem vert verður að fylgja eftir, eins og fundagerðir framkvæmdaráðs yrði komið til skila til Svæðisstjórana og einnig mætti auka upplýsingaflæðið í nokkurskonar punktaformi.

Eldfell styrkir í Vestmannaeyjum

  • 19.01.2014

Eldfell styrkir í Vestmannaeyjum

S.l. sumar gaf Kiwanisklúbburinn Eldell út DVD-disk með myndum sem klúbburinn hafði safnað saman frá Heimaeyjargosinu 1973.  Var safnað um 4.000 myndum og um 1.000 þeirra voru gefnar út á disknum.  Er diskurinn nánast uppseldur og því ekkert að vanbúnaði að standa við það loforð að láta ágóðann af sölu disksins renna til góðra málefna í Vestmannaeyjum. Það og gerðu forseti klúbbsins, Óskar Arason og kjörforsetinn Guðjón Magnússon.
Á félagsmiðstöðinni Rauðagerði þar sem rekið er öflugt starf fyrir börn og unglinga var afhent 50" sjónvarpstæki.  Dvalarheimilið Rauðagerði fékk afhenda tvo iPad og sömu sögu má segja um leikskólana Kirkjugerði og Sóla. 
 
Viljum við þakka öllum þeim sem hafa látið okkur í té myndir frá Heimaeyjargosinu, sem og þeim sem keyptu eða styrktu útgáfu disksins okkar s.l. sumar.
 
Myndir frá afhendingunni í gær má sjá með því að smella HÉR.

Eldey styrkir Lindakirkju

  • 17.01.2014

Eldey styrkir Lindakirkju

 

 Mikið og öflugt unglingastarf er unnið hjá Lindakirkju í Kópavogi og þar hefur verið sett af stað starf sem kallast fjölgreinastarf Lindakirkju.  Það er aðallega ætlað unglingum sem eru í  7.  - 9. bekk og er mjög frábrugðið hinu hefðbundna unglingastarfi.  Mikil vinna og tími hefur verið settur í að standsetja neðri hæð Lindakirkju undir þetta frábæra starf og

þarf að leita til hina ýmsu aðila með hjálp við að koma þessu öllu á laggirnar.  Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi var fljótur til og styrkti þetta fjölgreinastarf með að afhenda Philips 39“ sjónvarpstæki.

 

Vel heppnuð heimsókn til Hraunborgarfélaga

  • 16.01.2014

Vel heppnuð heimsókn til Hraunborgarfélaga

Í gær fóru Eldfells-félagar í heimsókn til Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði og voru móttökurnar afbragðs góðar og viljum við þakka þeim fyrir að taka svo vel á móti okkur.  Eðalmannskapur þarna á ferð !
Ingvar Viktorsson var gestur fundarins og sagði sögur af vel völdum Hafnfirðingum. 
Forseti Eldfells, Óskar Esjubani Arason, komst í hann krappan í aðdraganda fundarins er hann var staddur á Esjunni á leið niður en þá slitnuðu mannbroddarnir.  Ekki fann hann snjóþotu til að láta sig húrra niður, sem hefði líkast til ekki verið ráðlegt, en með einhverjum ráðum skilaði hann sér í tæka tíð á fundinn lafmóður.
Kiwanisklúbburinn Hraunborg er um margt til fyrirmyndar og var gaman að fá að fylgjast með fundi þeirra. 
 
Myndir frá fundinum má sjá HÉR

Kiwanisklúbburinn Hekla 50 ára! Veitir styrki að andvirði yfir 2 milljónir króna !

  • 15.01.2014

Kiwanisklúbburinn Hekla 50 ára!  Veitir styrki að andvirði yfir 2 milljónir króna !

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt upp á 50 ára afmæli þann 14. Janúar með móttöku að Grand Hótel í Reykjavík, en stofnfundur klúbbsins og þar með upphaf Kiwanisstarfs á Íslandi var 14. Janúar 1964. Á afmælishófinu var Dvalarheimili aldraðar á Hrafnistu afhent gjafabréf upp á rúma eina milljón króna til kaupa á hjúkrunarbúnaði og sambærilegur styrkur var afhentur Landspítalanum – Grensásdeild.

Forsetaráðsfundur Eldeyjar 2013

  • 11.01.2014

Forsetaráðsfundur Eldeyjar 2013

 Fyrrverandi forsetar Eldeyjar hittust 29. desember á árlegum forsetaráðsfundi.  Þar koma þeir saman og fara yfir starfið og notast þeir við almanakssárið sem rétt er að líða að lokum.  Aðeins fyrrverandi forsetar hafa rétt á að sitja þennan fund sem er mjög hátíðlegur.   Eldey hafði mörg járn í eldinum á líðandi ári og voru fundarmenn almennt ánægðir með starf Eldeyjar.

Sextugur Eldeyjarfélagi

  • 11.01.2014

Sextugur Eldeyjarfélagi


Á félagsmálafundi þann 8.janúar kallaði Ingólfur Steindórsson upp Magnús Magnússon Eldeyjarfélaga en hann varð sextugur 6.janúar 2014.  Það er hefð hjá Eldey að þegar félagar verða 60 ára er þeim afhentur áritaður skjöldur og koníaksflaska frá klúbbnum.  Ekki fannst Magnúsi slæmt þetta kvöld að vera kallaður upp.   Við óskum Magnúsi til hamingju með að vera kominn á sjötugsaldurinn.

Sextugur Eldeyjarfélagi

  • 11.01.2014

 Sextugur Eldeyjarfélagi Á félagsmálafundi þann 8.janúar kallaði Ingólfur Steindórsson upp Magnús Magnússon Eldeyjarfélaga en hann varð sextugur 6.janúar 2014.  Það er hefð hjá Eldey að þegar félagar verða 60 ára er þeim afhentur áritaður skjöldur og koníaksflaska frá klúbbnum.  Ekki fannst Magnúsi slæmt þetta kvöld að vera kallaður upp.   Við óskum Magnúsi til hamingju með að vera kominn á sjötugsaldurinn.

Evrópufréttir KIEF janúar 2014

  • 11.01.2014

Evrópufréttir KIEF janúar 2014

Út eru komnar rafrænar fréttir KIEF fyrir janúarmánuð. Klikka HÉR  til að nálgast fréttirnar.

Kiwanis á Íslandi í 50 ár !

  • 08.01.2014

Kiwanis á Íslandi í 50 ár !

Kiwanislkúbburinn Hekla var stofnaður 14 janúar 1964, og þar með hófst saga þessarar merku hreyfingu hér á landi sem er spannar 50 ár. Kiwanishreyfingin er búin að vera öflug hér á landi og hefur látið margt gott af sér leiða og styrkt samfélagið af miklum móð, og þá sérstaklega börn sem eru ávalt í fyrirrúmi hjá Kiwanishreyfingunni.
Á þessum merku tímamótum ætla félagar í Heklu að halda upp á afmælið að kvöldi afmælisdagsins, 14. Janúar klukkan 19-21:30 að Grand Hótel í Reykjavík, þar sem við munum bjóða léttar veitingar og veita viðurkenningar vegna starfa í þágu klúbbsins auk þess að við munum afhenda styrki til þeirra verkefna sem við höfum valið að styðja við á þessum tímamótum.

Er ekki kominn tími á aðgerðir?

  • 08.01.2014

Er ekki kominn tími á aðgerðir?

Ágætu Kiwanisfélagar,

Ég vil þakka ykkur fyrir góð orð í minn garð og jákvæð viðbrögð við grein minni um Kiwanisstarfið í síðustu viku.
Þegar ég hugsaði  hvað þessi greinarstúfur minn ætti að fjalla um,  kom upp í hugann mottó eins umdæmisstjórans  sem var „að færa orð í efndir“. Er það ekki mergur málsins að rýna í umræðuna sem er hjá Kiwanisfélögum og vinna markvisst úr þeim fjölmörgu hugmyndum og færa umræðuna í efndir? Gagnrýni er ekki slæm ef við áttum okkur á því að þar erum við að rýna til gagns en ekki  gagnrýna til að vera á móti allri umræðu. Mig langar til að minnast hér á nokkur atriði sem ég hef haft áhuga á og einnig lagt fram hugmyndir og tillögur sem fela í sér breytingar.
 

Eldey styrkir Digraneskirkju

  • 05.01.2014

Eldey styrkir Digraneskirkju

 Kiwanisklúbburinn Eldey afhenti 100.000 kr. peningastyrk Digraneskirkju ásamt 25 kössum af jólasælgæti sem Digraneskirkja sér um að koma til þeirra sem þurfa aðstoð þetta árið.   Þessa afhendingu sá Sigurður Smári Olgeirsson formaður fjáröflunarnefndar um og var forseti Eldeyjar, Friðgeir honum til halds og trausts.

Eldey styrkir mæðrastyrksnefnd

  • 30.12.2013

Eldey styrkir mæðrastyrksnefnd Mynd

 Fyrir jólin styrkti Kiwanisklúbburinn Eldey Mæðrastyrksnefnd Kópavogs með 200,000 kr. peningastyrk fyrir skjólstæðinga sína.  Eldeyjarfélagarnir  Valur, Steinn, Evert og Gestur, formaður Styrktarsjóðs Eldeyjar sáu um afhendinguna að þessu sinni.

 

Jólaball í Eldeyjarhúsinu

  • 29.12.2013

Jólaball í Eldeyjarhúsinu

  Jólaballið verður sunnudaginn 29.  desember og byrjar kl. 14:00.  Von er á jólasveininum kl. 15:00.  Á staðnum verður súkkulaði, kaffi og gos en gestir taka með sér meðlæti.  Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna.
 
Fundur í forsetaráði er kl. 19:30 og síðan stjórnarskipti í hússtjórn.

Flugeldasala á Húsavík

  • 28.12.2013

Flugeldasala á Húsavík

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hefst 28. desember og verður í norðurenda húsnæðis Gámaþjónustu Norðurlands (við hlið Norðurvíkur).