Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur


Annar umdæmisstjórnarfundur starfsársins var haldinn að Bíldshöfða s.l laugardag 18 janúar. Umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir setti fund stundvíslega kl 10.00 og skýrði frá dagskrá fundarinns og þ.a.m nýtt fyrirkomulag en skýrslur voru sendar rafrænt til fundarmanna  í vikunni þannig að fundurinn hófst á umræðum um skýrslurnar sem fóru frekar rólega af stað en urðu kraftmiklar þegar líða tók á og menn búnir að meðtaka fyrirkomulagið. Margir góðir punktar komu fram sem vert verður að fylgja eftir, eins og fundagerðir framkvæmdaráðs yrði komið til skila til Svæðisstjórana og einnig mætti auka upplýsingaflæðið í nokkurskonar punktaformi.
Rætt var um hvort reyna ætti ekki að stofna nýja klúbba við hlið þeirra gömlu í stað þess að reyna að fjölga í þeim. Einnig virðist fera fylgi við að færa fræðsluna heim í hérað. Skýrslur voru allmennt góða og innihaldsríkar og verður ekki langt að bíða að þær verði hér á síðunni til lesturs eða útprentunar.
Tillögur Ragnars Arnar f.v umdæmisstjóra voru til umræðu og er búið að skipa nefndir sem munu fara ofan í kjölin á þessum tillögum hverja fyrir sig og eiga þæra að skila áliti 15 apríl n.k og ferlið mun síðan enda á umdæmisþingi í haust. Fundarmönnum leist mjög vel á þessa framkvæmd og ferlið sem tillögurnar eru settar í og ættu því að fá vandaaða meðferð. Á næstunni mun Umdæmisstjóri hafa samband við það fólk sem valið var til starfa í þessar nefndir til  að athuga hvor allir séu ekki klárir í slaginn.
Konráð Konráðsson var með nýjan gagnagrunn KI til kynningar en ekki fór það eins og til var ætlast því grunnurinn var lokaður í þrjá sólarhringa vegna uppfærslna þannig að ekki var hægt að fara yfir þetta á netinu, en Konráð var með nokkurar skjámyndir sem hann notaði við kynninguna og fór lauslega yfir þetta með fundarmönnum. Þetta er águgaverður grunnur og þegar þetta verður komið í gagnið verður okkar gagnagrunnur lagður niður. En á döfinni eru kynningar um þetta út í klúbbanna og verður hægt að nota tæknina og hafa kynningarfundi á netinu á Go to meeting kerfinu.
Ástbjörn Egilsson og Óskar Guðjónsson fóru yfir stöðu Eliminate verkefnisins eða Stöðvum Stífkrampa eins og verkefnið mun verða kallað hjá okkur og Unichef á Íslandi. Koma fram að 400 þúsund dollarar er okkar hlutur í söfnunni en við erum búnir að safna 115 þúsund eða um 30 % en söfnuninni mun ljúka á afmælisári Kiwanis 2015.
Umdæmisstjóri afhenti Björghéðni svæðisstjóra Færeyjasvæðis skjöl frá Umdæminu vegna afmælis klúbbsins en Eysturoy var tíu ára þann 5 janúar s.l
Óskar Guðjónsson skýrði stöðuna á könnuninni sem hann sendi á alla félaga en hún verður opinn eithvað lengur og því viljum við minna á að virkja sína þáttöku í þessu og taka til við að svara , en þetta liggur í tölvupósthólfinu hjá mörgum.
Góðum fundi var síðan slitið þegar klukkan fór að halla í þrjú, en þá var tekið til við hátíðarhöldin  Kiwanis á íslandi í 50 ár.
 
Myndir frá fundinum HÉR