Fréttir

Jólabingó Sólborgar

  • 02.12.2013

Jólabingó Sólborgar

Nú er komið að okkar Jólabingói sjá Sólborgarkonum og verður margt góðra vinninga.
 
Klikka HÉR  til að sjá nánar.

Eldey gefur farandbikar

  • 02.12.2013

Eldey gefur farandbikar

Þann 22.nóvember 2013 fór fram úrslitakeppni í glæsilegu læsisátaki Álfhólsskóla í Kópavogi.  Þessi keppni kallast lesum meira og hefur verið keppt í þessu átaki í 3 ár.   Nú í ár var bætt við yngri nemendum þ.e.  4. og 5.bekkur og gefur Kiwanisklúbburinn Eldey glæsilegan farandbikar fyrir þennan aldurshóp ásamt peningaframlagi til bókakaupa. 

Kjörumdæmisstjóri í heimsókn.

  • 29.11.2013

Kjörumdæmisstjóri í heimsókn.

Á félagsmálafundi í gærkvöldi fengum við góða heimsókn frá umdæminu en mættur var til okkar Gunnlaugur Gunnlaugsson kjörumdæmisstjóri. Aðal erindi Gunnlaugs var að funda með okkur Helgafellslfélögum til að koma af stað vinnu við Umdæmisþingið 2015 sem haldið verður hér í Vestmannaeyjum.
Fundur með kjörumdæmisstjóra og stjórn Helgafells hófst kl.18.30 og að honum loknum hófst félagsmálafundur

Kynning á Kiwanis

  • 28.11.2013

Kynning á Kiwanis

Nýlega stóð Skjálfandi að sölu á dagatölum Þroskahjálpar á Húsavík í góðu samstarfi 10. bekk Borgarhólsskóla.

Ráðherra í heimsókn hjá Keili

  • 28.11.2013

Ráðherra í heimsókn hjá Keili

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra var gestur á sjávarréttakvöldi hjá Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík fyrir stuttu. Boðið var upp á fjölbreytt sjávarréttahlaðborð og sagðist sjávarútvegsráðherra ganga út frá því að allur þessi fiskur væri utan kvóta, líka friðaða lúðan, en honum var bent á að lúðan væri frá Færeyjum.

Sælgætispökkun Eldeyjarfélaga 2013

  • 26.11.2013

Sælgætispökkun Eldeyjarfélaga 2013

Það var vel var mætt í hús Eldeyjarfélaga í Kópavogi 18.nóv 2013  þar sem fór fram pökkun á jólasælgætinu.   Bæði félagar og eiginkonur mættu þarna saman til að hjálpast að við þetta árlega verkefni.

Fyrsti fundur Friðgeirs, forseta Eldeyjar

  • 25.11.2013

Fyrsti fundur Friðgeirs, forseta Eldeyjar

 

Fyrsti fundur Friðgeirs Þráins Jóhannessonar forseta Eldeyjar var þann 16.okt sl.  Friðgeir, sem er blindur, stýrði fundinum af röggsemi.

 

Kiwanishreyfingin veitir Eimskipi viðurkenningu

  • 24.11.2013

Kiwanishreyfingin veitir Eimskipi viðurkenningu

Eimskip og Kiwanishreyfing hafa gefið 6 ára börnum reiðhjólahjálm í tíu ár.
 
 
Eimskip hlaut á dögunum mestu viðurkenningu sem alþjóða Kiwanishreyfingin veitir fyrir framlag sitt til samfélagslegra málefna. Eimskip hefur ásamt Kiwanishreyfingunni fært öllum 6 ára börnum á Íslandi reiðhjólahjálma að gjöf undanfarin áratug  ásamt því að fræða þau um gildi þess að nota hjálmana.
 

Það er fylgst með Vestmannaeyjum

  • 22.11.2013

Það er fylgst með Vestmannaeyjum

Víðir Reynisson frá Almannavörnum var gestur Kiwanisklúbbsins Eldfells í gærkvöld.  Fjallaði hann um það hvernig fylgst er með mögulegum eldsumbrotum á Íslandi og þar með talið í Vestmannaeyjum.  Var erindi hans afar fróðlegt og gaf fundargestum góða innsýn í það góða starf sem unnið er í þessum efnum og þróun almannavarna s.l. 50 ár, en lög um almannavarnir tóku gildi í ársbyrjun 1963.  Kom fram í máli Víðis að vel væri fylgst með Vestmannaeyjum og litlar líkur séu á gosi þar á næstunni og fylgst væri með hvers kyns atburðarás, færi hún á annað borð af stað. 
 
Á fundinum voru allnokkrir gestir sem áttu það sameiginlegt að hafa stutt ljósmyndaverkefnið klúbbsins s.l. sumar og er stefnan tekin á að  hitta fleiri slíka í Vestmannaeyjum í desember.  Var virkilega gaman að sjá framaní það góða fólk sem var svo jákvætt í garð klúbbsins okkar og sáu gildi þess að safna myndunum saman og koma þeim og framfæri og svo ekki sé talað um í örugga vörslu.
 
Var gestum boðið uppá kaffi og með því og fóru nokkrir félagar á kostum við undirbúning fundarins, sem þóttist takast afbragðs vel.
 
Er Víði færðar þakkir fyrir frábært erindi og öðrum gestum fyrir afar góða viðkynningu. 
 
Takk fyrir okkur !
 
Myndir frá fundinum má finna  með því að smella HÉR.

Kiwanisklúbburinn Tórshavn styrkir.

  • 22.11.2013

Kiwanisklúbburinn Tórshavn styrkir.

Samkvæmt samtali Umdæmisstjóra við  Bjöghéðin svæðisstjóra í Færeyjum  rétt í þessu var Kiwanisklúbburinn Tórshavn að veita styrk að upphæð 230.000- Færeyskar krónur sem er að upphæð yfir fimm miljónir íslenskra króna .
Þeir eru öflugir félagar og frændur okkar í Færeyjum, til hamingju með þetta.

Íslensk byggingararfleifð

  • 22.11.2013

Íslensk byggingararfleifð

Í fyrrakvöld, miðvikudaginn 20. nóv. var almennur fundur í Skjálfanda, haldinn að venju í Þórðarstofu.

Vetrarstarfið hjá Skjálfanda komið á fullt!

  • 21.11.2013

Vetrarstarfið hjá Skjálfanda komið á fullt!

Fundir klúbbsins í haust hafa eðlilega og hefðbundið tekið  m.a. mið af formlegum skilum milli starfsára.

Eldey styrkir sambýlið Marbakkabraut.

  • 21.11.2013

Eldey styrkir sambýlið Marbakkabraut.

 
 

Eldey tekur inn 2 nýja félaga.

  • 20.11.2013

Eldey tekur inn 2 nýja félaga.

Þann 18.september sl. bættust 2 nýjir félagar í Kiwanisklúbbinn Eldey Kópavogi. 

Það voru þeir Guðmann Friðgeirsson slökkviliðsmaður  og Eyjólfur Kolbeins innkaupastjóri.

 

Heimsókn frá Borgarhólsskóla

  • 20.11.2013

Heimsókn frá Borgarhólsskóla

10. bekkur Borgarhólsskóla á Húsavík kom í gær ásamt kennurum sínum í heimsókn í Kiwanis húsið.

Stjórnarskipti hjá Eldey

  • 18.11.2013

Stjórnarskipti hjá Eldey Mynd

Stjórnarskipti voru hjá Kiwanisklúbbnum Eldey  5.október 2013 og fóru þau fram í húsi

Eldeyjarfélaga að vistöddum um 80 félögum og gestum.  Þau Jóhanna María Einarsdóttir, svæðisstjóri Ægissvæðis, og Magnús Eyjólfsson kjörsvæðisstjóri sáu um stjórnarskiptin og nutu þau jafnframt aðstoðar Konráðs Konráðssonar fráfarandi svæðisstjóra.

Gekk þetta allt vel og ný stjórn tekin við og mun Friðgeir Þráinn Jóhannesson sjá um að stýra Eldeyjarfélögum 2013 -2014.  Nokkuð sérstakt við þessa stjórn Eldeyjar er það að Friðgeir er blindur og hefur aldrei áður verið blindur félagi settur í embætti forseta hjá Eldey. 

Eldgos á Heimaey 2013 - almennur fundur í Eldfellinu

  • 18.11.2013

Eldgos á Heimaey 2013 - almennur fundur í Eldfellinu

Víðir Reynisson verður gestur Kiwanisklúbbsins Eldfells n.k. fimmtudag og flytur okkur erindið Eldgos á Heimaey 2013.  Víðir, sem kunnugt er, kemur frá Almannavörnum, mun á fundinum fjalla um hvernig brugðist yrði við ef eldsumbrot myndu hefjast á Heimaey í dag. 
Er ljóst að málefnið lætur engina Eyjamann ósnortinn og hefur allnokkrum fjölda gesta verið boðið á fundinn af þessu tilefni og enn er til pláss.
Fundurinn verður sem fyrr að Bíldshöfða 12, en hefst að þessu sinn kl. 20

Dyngjur í heimsókn hjá Eldey

  • 17.11.2013

Dyngjur í heimsókn hjá Eldey

Á almennum fundi 6. nóvember komu Dyngjur í heimsókn til Eldeyjar á almennan fund.  Fyrirlesari var Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins í Kópavogi.

Óvissufundur

  • 16.11.2013

Óvissufundur

Í gærkvöldi var óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en við tókum þennann fund upp fyrir nokkurum árum og hefur ávalt heppnast vel. Mæting var i Kiwanishúsinu kl 18.00 og Ragnar forseti setti fund kl 18.15 stundvíslega og fór yfir afmælisdaga félaga, og tilkynnt síðan að nú væru komar rútur fyrir
utan og haldið væri út í óvissuna. Menn vissu nú vegna fundartímans að þá ætti að horfa á landsleikinn enda sú varð raunin, en haldið var upp í Höll þar sem beið okkar matur  og að loknu borðhaldi hófst síðan leikurinn, og skemmtu menn sér konunglega yfir leiknum þó svo að úrslitin hefðu mátt vera betri fyrir okkur.

Fréttir úr umdæminu.

  • 13.11.2013

Fréttir úr umdæminu.

Frá upphafi starfárs hefur verið nóg að gera í umdæminu. Svæðisstjórarnir farið milli klúbba og skipt um stjórnir í klúbbunum og hefur undirrituð fengið að vera viðstödd nokkur stjórnarskipti. Kiwanisklúbbarnir Eldfell og Katla hafa flutt sína fundi í Kiwanishúsið að Bíldshöfða 12, hef ég ekki orðið vör við annað en sátt sé með þau húsakynni, þó svo að nokkuð sé í land að allt sé klárt en góðir hlutir gerast hægt, en þó hafa klúbbarnir fengið sína skápa undir dótið sitt, bætt hefur verið við salerni, smíðaður bar inni í sal svo eitthvað sé nefnt.