Ráðherra í heimsókn hjá Keili

Ráðherra í heimsókn hjá Keili


Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra var gestur á sjávarréttakvöldi hjá Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík fyrir stuttu. Boðið var upp á fjölbreytt sjávarréttahlaðborð og sagðist sjávarútvegsráðherra ganga út frá því að allur þessi fiskur væri utan kvóta, líka friðaða lúðan, en honum var bent á að lúðan væri frá Færeyjum.
Á þessum fundi fengu Keilismenn heimsókn frá Hofi í Garði og einnig mættu nokkrir félagar frá Eldborg í Hafnarfirði. Góður rómur var gerður að ræðu ráðherra og kræsingunum. Jólafundur Keilis verður fimmtudaginn 5. desember og undirbúningur fyrir aðalfjáröflun klúbbsins sem er jólatréssalan er í fullum gangi