Fréttir

Sólborgarkonur heimsóttu Eldey

  • 24.03.2013

Sólborgarkonur heimsóttu Eldey

Fjölmennur og skemmtilegur fundur var hjá Kiwanisklúbbnum Eldey 20.mars.  Þá komu í heimsókn 22 konur frá Kiwanisklúbbnum Sólborg.   Voru rétt tæplega 70 manns mætt á þennan fund þar sem Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljósins var fyrirlesari og flutti mjög fróðlegt erindi um starfsemi Ljósins.  Allur hagnaður af Góðgerðargolfmóti Eldeyjar þann 7.júni 2013 mun renna til Ljósins.
 

Sameiginlegur fundur

  • 22.03.2013

Sameiginlegur fundur

Sameiginlegur fundur Heklu, Jörfa, Kötlu, Höfða og Esju undir stjórn Esju þann 4. apríl nk. á Sportbarnum í Glæsibæ, kl. 19:30.

Ennfremur hefur Geysi, Elliða og Eldfelli verið boðið á  fundinn, auk þess sem öllum kiwanismönnum er að sjálfsöðgu velkomið að koma. Ræðumaður kvöldsins verður Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Kveðja

Sigurður Steinarsson

Almennurfundur hjá Heklu.

  • 20.03.2013

Almennurfundur hjá Heklu.

19. mars var almennurfundur hjá Heklu félögum. Ræðumaður kvöldsina var Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur með meiru.
Guðmundur fjallaði um "Lewis taflmennina" . Það var greinilegt að Guðmundur þekkti þetta mál mjög vel og var þetta mjög fróðlegur fyrirlestur. Eins og fram kom eru þessir taflmenn gerðir úr rostungstönnum og hafði Guðmundur rostungstennur með sér og sýndi okkur.

Jóhann með fyrirlestur

  • 15.03.2013

Jóhann með fyrirlestur

Á fundi fimmtudagin 7 mars var félagi okkar Jóhann Guðmundsson einn af eigendum Smartmedia sem á umsýslukerfið sem Kiwanis keyrir á með erindi hjá okkur Helgafellsfélögum og fræddi okkur um þau tvö félög sem þeir félagarnir reka hér í Eyjum og Reykjavík. Fyrst fór hann yfir 247Golf sem er allheimsverkefni sem nú þegar er búið að safna saman upplýsingum um 32. þúsund golfvelli og einni sagði hann okkur frá nýju teigtímakerfi sem þeir hafa þróað með það fyrir augum að auðvelda golfklúbbum að selja teigtíma á netinu.

Fréttir frá Kötlu

  • 10.03.2013

Fréttir frá Kötlu

Félagstarfið hefur gengið vel í vetur og það er góður andi í húsinu á Hótel Íslandi. Mætingar hafa verið allt að 80% á fundum. Gerðar voru breytingar á stjórn við stjórnarskipti þegar tveim  embættum var lagt niður. Einnig var stofnuð makanefnd sem sá um jólafundinn með öðru sniði en hefur verið. Það er nauðsynlegt að hrista upp í klúbbstarfinu og leyfa fundarmönnum að spyrja úti í sal. Leiðarljósið er að hafa fundina ekki lengri en tvær stundir.

Mottumars

  • 08.03.2013

Mottumars

Í tilefni Mottumars boðar Kiwanisklúbburinn Drangey í samstarfi við Krabbameinsfélag Skagafjarðar til fræðslu- og kynningarfundar um krabbamein hjá Körlum.

Kiwanisfólki boðið í leikhús

  • 08.03.2013

Kiwanisfólki boðið í leikhús

Kiwanisumdæminu voru boðnir 200 miðar á sýningu í Þjóðleikhúsinu sem heitir  "Hvað ef "
næstkomandi þriðjudag 12 mars  kl :19:30
Átakanleg sýning sem allir hafa gott af að sjá
Takið með ykkur maka, krakkana eða barnabörn.
Það þarf ekki að útvega miða heldur nefna Kiwanis við innganginn og mæta fyrir 19.30

Sjötugur í Eldey

  • 08.03.2013

Sjötugur í Eldey

Á síðasta  fundi hjá Eldey var Guðmundi Antonssyni afhendur bréfahnífur með logo Kiwanis og á blaði hnífsins áletrun frá Eldeyjarfélögum.   Guðmundur varð sjötugur þann 11.feb 2013.  Mikil gróska er í starfi Eldeyjarfélaga og undirbúningur fyrir vor og sumarstörf klúbbsins í fullum gangi.

Nýju klúbbalögin

  • 07.03.2013

Nýju klúbbalögin

Meðfylgjandi eru þýðing Laganefndar og hjálparkokka á texta nýrra klúbblaga KI.
Klúbbum ber að samþykkja ný lög á þessu starfsári. Fyrirliggjandi texti er endanlegur og verður ekki breytt. Stjórnir klúbba eru beðnar að fara efnislega yfir textann og kynna félögum. Ef einhverjrar spurningar vakna eða skýringa er þörf þá er um að gera að hafa samband við Laganefnd
 

Kjörumdæmisstjóri 2014-2015

  • 07.03.2013

Kjörumdæmisstjóri  2014-2015

Kjörumdæmisstjóri 2014 - 2015 er Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Básum á Ísafirði en Gulli eins og hann er ávalt kallaður er fæddur í Keflavík fyrir 66,árum lengst af hefur hann  verið til sjós. Gekk í kiwanisklúbbinn Keili Keflavík,1972 síðan var hann í Hofi í Garði.
Gulli hefur verið búsettur á Ísafirði í 28 ár og þann tíma hefur hann  verið í Básum,en þar hefur Gulli gegnt embættum forseta og ritara í tvígang.

Drangey veitir styrk

  • 06.03.2013

Drangey veitir styrk

Í kvöld veitti Kiwanisklúbburinn Drangey, skammtímavistun fatlaðra á Sauðárkróki styrk.

Þorrablót Drangeyjar

  • 05.03.2013

Þorrablót Drangeyjar

 Kiwanisklúbburinn Drangey hélt sitt árlega Þorrablót í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 
 23. febrúar sl.

Ljósið heimsótt

  • 05.03.2013

Ljósið heimsótt Mynd

Undirbúningur fyrir Góðgerðargolfmót Eldeyjar, sem haldið verður í 5.sinn þann 7. júni nk. á velli GKG í Garðabæ er í fullum gangi.  Allur hagnaður af golfmótinu í ár rennur til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

 

Udvidelses- og undervisnings konference

  • 04.03.2013

Udvidelses- og undervisnings konference

I weekenden fandt sted udvidelses- og undervisnings konference på Hotel Hafnarfjordur.  Der var mange som mødte op, ca. 70 mennesker.  Distrikt guvernör Hjördís Harðardóttir startede konferencen præcis kl. 13.00 om lørdagen med en tale og derefter holdt kommende distrikt guvernör også en tale.  Andre som tiltalte mödet var Guðmundur Skarphéðinsson formand af udvidelseskomitéen og Ragnar Örn Pétursson formand af Europa nyklubbe komité.
 

Fjölgunar og fræðsluráðstefna í Hafnarfirði

  • 04.03.2013

Fjölgunar og fræðsluráðstefna í Hafnarfirði

Um helgina var haldin fjölgunar og fræðsluráðstefna á Hótel Hafnarfirði og var mæting mjög góða eða um sjötíu manns. Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri setti ráðstefnuna stundvíslega kl 13.00 á laugardeginum með ávarpi og síðan tók Dröfn Sveinsdóttir  kjörumdæmisstjóri við og flutti smá ávarp og einnig ávörpuðu í byrju Guðmundur Skarphéðinsson Formaður útbreiðslu og fjölgunarnefndar og Ragnar Örn Pétursson Formaður nýklúbbanefndar Evrópu.

Félagar á ferð og flugi

  • 03.03.2013

Félagar á ferð og flugi

Á félagsmálafundi Skjálfanda á sunnudagskvöldið var að venju farið yfir ýmis mál, m.a. sagt frá nýlegum svæðisráðsfundi og fræðslufundi um þessa helgi.

Félagar fróðari um aðildarferlið

  • 27.02.2013

Félagar fróðari um aðildarferlið

Félagar í Eldfelli og gestir klúbbsins ferngu fína kynningu á aðildarferli Íslands við Evrópusambandið á almennum fundi s.l. fimmtudag.  Stefán Haukur Jóhannesson, Eyjapeyi að aðalstarfi og aðalsamningamaður Íslands við ESB að aukastarfi, fór yfir það starf sitt að stjórna því stóra verkefni.  Spurði menn hann spjörunum úr og komu fram margar áhugaverðar spurningar og ekki stóð á svörunum.  Einn félagi lýsti því yfir að sér hafi verið snúið á fundinum en aðrir tjáðu sig nú samt ekki á þeim nótum.  Félaginn sem um ræddi, greindi ekki frá því á hvaða hátt hann snerist á fundinum en það kemur nú kannski í ljós síðar !

Umdæmið kaupir húsnæði

  • 26.02.2013

Umdæmið kaupir húsnæði

Kiwanisumdæmið Ísland – Færeyjar hefur fest kaup á húsnæði á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Þetta er stórglæsileg og vönduð  eign á 3. hæð í lyftuhúsi alls  162 fm að stærð.   Í húsnæðinu er góður salur, eldhús, snyrting, fundarherbergi, skrifstofur og geymsla.  Við fáum húsnæðið afhent ekki síðar en í maí, en þó líklega fyrr.

Konur, til hamingju með daginn.

  • 24.02.2013

Konur, til hamingju með daginn.

 Kiwanisklúbburinn Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu. Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflun klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð.
Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líknarmála.
Jörfi þakkar öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annan hátt og sérstakar þakkir til þeirra er keyptu blómvönd hjá klúbbnum.
 

Fjölgunar - og fræðsluráðstefna

  • 23.02.2013

Fjölgunar - og fræðsluráðstefna

Eins og fram hefur komið verður fjölgunar- og fræðsluráðstefna á Hótel Hafnarfirði helgina 2 og 3 mars. Þangað er búið að boða fulltrúa frá öllum klúbbum og þ.a.m kjörforseta klúbbanna sem eiga að mæta til fræðslu. Nú er dagskrá ráðstefnunar tilbúin og hægt að nálgas hana hér að neðan bæði til lesturs og prentvæna útgáfu, og nú vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta. KIWANIS hjarta er allt sem þarf.