Almennurfundur hjá Heklu.

Almennurfundur hjá Heklu.


19. mars var almennurfundur hjá Heklu félögum. Ræðumaður kvöldsina var Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur með meiru.
Guðmundur fjallaði um "Lewis taflmennina" . Það var greinilegt að Guðmundur þekkti þetta mál mjög vel og var þetta mjög fróðlegur fyrirlestur. Eins og fram kom eru þessir taflmenn gerðir úr rostungstönnum og hafði Guðmundur rostungstennur með sér og sýndi okkur.
Nafnið "Lewis" er dregið af eyju á Hjaltlandseyjum, þar sem taflmennirnir fundust fyrst.  http://skalholt.is/2010/10/04/taflmenn-fra-skalholti/ , hér er slóð á skálholt.is þar sem er einnig fjallað um þessa taflmenn, þar segir m.a. "Óhætt er að segja að eftir þessa fundi og kynningu sé nú almennt viðkennt meðal þeirra sem gerst þekkja að líklegra sé að Lewis list- og taflgripirnir séu íslenskir að uppruna en ekki gerðir í Þrándheimi eins og hingað til hefur verið haldið fram. Má því vænta þess að kynning þeirra á heimsvísu muni taka mið af því hér eftir."
Á myndunum má sjá Guðmund með rostungstennur sem ráku á land á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Kveða.
Birgir Benediktsson
forseti Heklu.