Fréttir frá Kötlu

Fréttir frá Kötlu


Félagstarfið hefur gengið vel í vetur og það er góður andi í húsinu á Hótel Íslandi. Mætingar hafa verið allt að 80% á fundum. Gerðar voru breytingar á stjórn við stjórnarskipti þegar tveim  embættum var lagt niður. Einnig var stofnuð makanefnd sem sá um jólafundinn með öðru sniði en hefur verið. Það er nauðsynlegt að hrista upp í klúbbstarfinu og leyfa fundarmönnum að spyrja úti í sal. Leiðarljósið er að hafa fundina ekki lengri en tvær stundir.
Nýjar starfsreglur auðvelda starfið, þar má nefna að tvær nefndir voru lagðar niður, viðurkenningar verða veittar eftir tíu ár í klúbbnum og á fimm ára fresti eftir það. Ég lít björtum augum á að Katla muni dafna og stækka í tímans rás. Klúbburinn hefur veitt styrki til Handarinnar, Klettaskóla og matargjafamiða sem kirkjan sá um, til klúbbfélaga, barnaþorps á Haíti og Regnbogabarna. Haldið var þorrablót þar sem klúbbfélagar skemmtu og hljómsveitin Hafró lék fyrir dansi fram á nótt. Skýrsluskil frá nefndum voru mjög góðar, fundargerðar bækur fyrir hverja nefnd hafa þar hjálpað til. Nú er loksins komið húnæði fyrir umdæmið og Kiwanisklúbba sem þar vilja vera, það hefur verið strembið fyrir klúbbanna að vera í biðpósti í Síðumúlapósthúsi.  Það sem framundan er Svæðisráðsfundur á Akranesi, aðalfundur og dagsferð í maí. Þá lýkur vetrarstarfinu og sumarið tekur við.       
 
JKG