Kiwanisfólki boðið í leikhús

Kiwanisfólki boðið í leikhús


Kiwanisumdæminu voru boðnir 200 miðar á sýningu í Þjóðleikhúsinu sem heitir  "Hvað ef "
næstkomandi þriðjudag 12 mars  kl :19:30
Átakanleg sýning sem allir hafa gott af að sjá
Takið með ykkur maka, krakkana eða barnabörn.
Það þarf ekki að útvega miða heldur nefna Kiwanis við innganginn og mæta fyrir 19.30
Skoða má á linknum HÉR
 
Um sýninguna
Nýstárleg og fjörug sýning þar sem dregnar eru fram kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, einelti, sjálfsmynd og annað það sem brennur á unglingum á aldrinum 14-16 ára. Þrír leikarar bregða sér í fjöldamörg hlutverk og nýta sér galdra leikhússins til að fræða unglinga og skemmta þeim, vekja þá til umhugsunar, og minna á hvernig skyndiákvarðanir sem virðast kannski hættulitlar í fyrstu geta stundum haft alvarlegar afleiðingar. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur nemenda og foreldra þegar hún var sýnd fyrir 13.000 áhorfendur á árunum 2005-2007.
 
Nánari upplýsingar á hvadef.com