Fréttir

Félagar á ferð og flugi

  • 03.03.2013

Félagar á ferð og flugi

Á félagsmálafundi Skjálfanda á sunnudagskvöldið var að venju farið yfir ýmis mál, m.a. sagt frá nýlegum svæðisráðsfundi og fræðslufundi um þessa helgi.

Félagar fróðari um aðildarferlið

  • 27.02.2013

Félagar fróðari um aðildarferlið

Félagar í Eldfelli og gestir klúbbsins ferngu fína kynningu á aðildarferli Íslands við Evrópusambandið á almennum fundi s.l. fimmtudag.  Stefán Haukur Jóhannesson, Eyjapeyi að aðalstarfi og aðalsamningamaður Íslands við ESB að aukastarfi, fór yfir það starf sitt að stjórna því stóra verkefni.  Spurði menn hann spjörunum úr og komu fram margar áhugaverðar spurningar og ekki stóð á svörunum.  Einn félagi lýsti því yfir að sér hafi verið snúið á fundinum en aðrir tjáðu sig nú samt ekki á þeim nótum.  Félaginn sem um ræddi, greindi ekki frá því á hvaða hátt hann snerist á fundinum en það kemur nú kannski í ljós síðar !

Umdæmið kaupir húsnæði

  • 26.02.2013

Umdæmið kaupir húsnæði

Kiwanisumdæmið Ísland – Færeyjar hefur fest kaup á húsnæði á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Þetta er stórglæsileg og vönduð  eign á 3. hæð í lyftuhúsi alls  162 fm að stærð.   Í húsnæðinu er góður salur, eldhús, snyrting, fundarherbergi, skrifstofur og geymsla.  Við fáum húsnæðið afhent ekki síðar en í maí, en þó líklega fyrr.

Konur, til hamingju með daginn.

  • 24.02.2013

Konur, til hamingju með daginn.

 Kiwanisklúbburinn Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu. Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflun klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð.
Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líknarmála.
Jörfi þakkar öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annan hátt og sérstakar þakkir til þeirra er keyptu blómvönd hjá klúbbnum.
 

Fjölgunar - og fræðsluráðstefna

  • 23.02.2013

Fjölgunar - og fræðsluráðstefna

Eins og fram hefur komið verður fjölgunar- og fræðsluráðstefna á Hótel Hafnarfirði helgina 2 og 3 mars. Þangað er búið að boða fulltrúa frá öllum klúbbum og þ.a.m kjörforseta klúbbanna sem eiga að mæta til fræðslu. Nú er dagskrá ráðstefnunar tilbúin og hægt að nálgas hana hér að neðan bæði til lesturs og prentvæna útgáfu, og nú vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta. KIWANIS hjarta er allt sem þarf.

Skjálfandi veitir styrki

  • 21.02.2013

Skjálfandi veitir styrki

Í tengslum við Opna Húsavíkurmótið í boccia sem haldið var um síðustu helgi afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi veglegan styrk til Björgunarsveitarinnar Garðars.

Kynningarfundur

  • 21.02.2013

Kynningarfundur


Miðvikudaginn 27 febrúar kl. 20:00
Ætlum við að hafa kynningarfund í
Kiwanishúsinu  Smiðjuvegi 13a,  Kópavogi GUL GATA
Þar ætlum við kynna Kiwanishreifinguna  og það góða og gefandi starf sem þar fer fram.
Hvernig væri að skella sér á fund,  hitta hressar og skemmtilegar konur, fá sér kaffisopa,  spjalla og kynna sér málið.
Bjóðum allar konur sérstaklega velkomnar 

    Kvennanefnd Kiwanis

Heklufréttir

  • 21.02.2013

Heklufréttir

19. febrúar var almennurfundur hjá Heklu félögum. Að þessu sinni var ræðumaður kvöldsins
Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðismanna.
Eins og menn vita eru kosningar í vor og er sjálfsagt að heyra í þingmönnum, hvað þeir hafa að bjóða upp á.
Jón fjallaði um rammaáætlunina út frá skoðunum sjálfstæðismanna og hvað Landsvirkjun
gæti lagt til þjóðarbúsins ef rétt væri haldið á spilunum.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia

  • 18.02.2013

Opna Húsavíkurmótið í Boccia

Opna Húsavíkurmótið í Boccia er orðinn fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, sem annast alla dómgæslu, merkingu valla, og kemur að öllum undirbúningi mótsins.

Íþróttamaður Húsavíkur 2012

  • 18.02.2013

Íþróttamaður Húsavíkur 2012

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiðraði húsvískt íþróttafólk og lýsti var kjöri á íþróttamanni Húsavíkur í íþróttahöllinni á sunnudaginn 17. febrúar  2013. 

KIEFupdate

  • 18.02.2013

KIEFupdate

Út er komið fréttabréf Evrópustjórnar KIEFupdate fyrir febrúarmánuð sem vert er fyrir Kiwanis menn og konur að skoða til að fræðastum hvað er á döfinni og hvað hefur verið að gerast hjá Kiwanis í Evrópu en fréttabréfið má nálgast hér að neðan.

Sjávarréttardagurinn 09.03.2013

  • 18.02.2013

Sjávarréttardagurinn 09.03.2013

Höldum sjávarréttardaginn okkar hátíðlegan laugardaginn 9 mars.
þeir sem vilja koma , vinsamlega hafið samband við Hjört í síma 867-8509.
Einnig má senda mér e-mail á ellisvartfugl@gmail.com 
Svo má líka hafa samband við hvaða Eldborgarfélaga sem er :).
Nú er um að gera að mæta og skemta sér með okkur eldhressu Eldborgarfélögum á þessari árlegu hátíð.
fiskur , aðeins meiri fiskur , happadrætti , málverkauppboð , gírn og glens og fullt af skemtilegu fólki... :)
miðaverð er 8000kr , miðar eingöngu seldir fyrirfram ,ekki er hægt að kaupa miða við inngang.
kv
Erling 

Fjarfundur í Sögusvæði

  • 15.02.2013

Fjarfundur í Sögusvæði

Síðastliðinn mánudag 11. Febrúar  var haldinn svæðisráðsfundur í Sögu með
fjarfundarformi. Var notast við hugbúnaðinn Skype í tölvum þáttakenda. Var
þetta fyrsti svæðisráðsfundurinn sem haldinn er í  Umdæminu með
fjarfundarformi  að sögn Hjördísar Harðardóttur umdæmisstjóra sem var
þátttakandi í fundinum.

Isgolf Kiwanis 2012 í sjónvarpi.

  • 12.02.2013

Isgolf Kiwanis 2012 í sjónvarpi.

Isgolf Kiwanis 2012

Verður sýnt í Opinni dagskrá á Sjárgolf í kvöld 12.febrúar og 13.febrúar kl. 21.30.
Þetta eru  2  tuttugu og fimm mínútna þættir um afrek Kiwanis   síðastliðið sumar þar sem slegin var golfkúla
hringinn kringum landið á 14 dögum þar sem ½ af  söfnunarfé rann til MNT verkefnis Kiwanis.
Margir komu að þessu og má greinilega sjá á þessum þáttum hvað þetta var mikið þrekvirki samstilltra Kiwanisfélaga.
Má með sanni segja að Kiwanis hafi golfað til góðs.

Þetta er viðburður sem Kiwanismenn og konur meiga ekki láta fram hjá sér fara og einnig allir golfarar landsinns og náttúru unnendur, þar sem landslag og ósnortin náttúra Íslands kemur vel í mynd í þessum þáttum.

Heklufélagar afhenda Ljósinu styrk.

  • 11.02.2013

Heklufélagar afhenda Ljósinu styrk.

Mánudaginn 11. febrúar mættu nokkrir Heklufélagar í húsakynni Ljóssins og afhentu styrk.
Á móti okkur tók Erna Magnúsdóttir forstöðukona. Erna þakkaði fyrir gjöfina og nefndi það að
Kiwanisklúbburinn Hekla hafi verið ötulir í gegnum árin að styrkja Ljósið. Hún sýndi okkur húsnæðið og
skýrði frá þeim breytingum sem eru fyrirhugaðar á húsnæðinu.

Stefán Haukur gestur á næsta fundi Eldfells

  • 11.02.2013

Stefán Haukur gestur á næsta fundi Eldfells

Gestur okkar á almennum fundi klúbbsins þann 21. febrúar n.k. verður aðalsamningarmaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, Stefán Haukur Jóhannesson. Geta félagar spurt hann spjörunum úr um aðildarferlið og það verkefni hans að stjórna viðræðunum fyrir hönd Íslands. Eru félagar sérstaklega hvattir til að mæta með gesti á fundinn. Heyrst hefur að það verði sérstaklega gott í matinn þó erfitt verði að toppa Hilmar "Súper", sem sló í gegn á síðasta fundi með frábærri súpu.

Húsavíkurmótið í boccia

  • 11.02.2013

Húsavíkurmótið í boccia

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2013 verður haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 17. febrúar og hefst kl. 13:00.

Sunnudagsganga Eldeyjar

  • 10.02.2013

Sunnudagsganga Eldeyjar

Nokkrir hressir Eldeyjarfélagar og Eldeyjarkonur hittust í hæstu götu bæjarins í morgun kl. 10:30 og gengu eftir nýlagfærðum göngustíg niður að verslunarmiðstöðinni í Lindum.  Þátttaka var mjög góð, veður frábært, færi gott og bara allt eins og það getur best orðið - ekki síst félagsskapurinn.

Mikið að gera

  • 09.02.2013

Mikið að gera

Það er mikið að gera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa stundina, s.l fimmtudag var frábær félagsmálafundur og þar skilaði hin frækna þorrablótsnefnd af sér með stæl og komu tveir nefndarmanna með tösku eina sem var járnuð við féhirðinn með uppgjöri blótsinns, en að þessu sinni kom blótið vel út hjá okkur, og ekki skemmdi fyrir þessi uppákoma félaganna Geirs og Gústa.

Góðir gestir á félagsmálafundi

  • 08.02.2013

Góðir gestir á félagsmálafundi

Góðir gestir mættu á félagsmálafund Eldfells í gær en þá mættu Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri og Svavar Svavarsson frá fræðslunefnd umdæmisins og sögðu frá starfi umdæmsins og því sem efst er á baugi á þeim vettvangi.  Hilmar Dolla tók að sér matseldina að þessu sinni og eldaði frábæra súpu ofan í félaga og er hér eftir kallaður "Súperman".  Viljum við félagar þakka góðum gestum og súperman fyrir flott framlag á fundinum.