Fjarfundur í Sögusvæði

Fjarfundur í Sögusvæði


Síðastliðinn mánudag 11. Febrúar  var haldinn svæðisráðsfundur í Sögu með
fjarfundarformi. Var notast við hugbúnaðinn Skype í tölvum þáttakenda. Var
þetta fyrsti svæðisráðsfundurinn sem haldinn er í  Umdæminu með
fjarfundarformi  að sögn Hjördísar Harðardóttur umdæmisstjóra sem var
þátttakandi í fundinum.
Tókst fundurinn með ágætum undir dyggri stjórn Pétur Jökuls Hákonarsonar
svæðisstjóra og Kristjáns Þórs Ingvarssonar sem var tæknistjóri fundarins.
Lýstu fundarmenn ánægju með fundinn en töldu þó að þetta fundarform kæmi
ekki í stað hefðbundins fundarforms nema í tilvikum sem þessu þar sem þyrfti
að hald a stuttan fund um ákveðið mál. Í þessu tilviki var það að kjósa
annan kjörsvæðisstjóra fyrir þann sem kosinn var á síðasta svæðisráðsfundi,
en hann sagði af sér.