Fréttir

Dagskrá 43 Umdæmisþings.

  • 02.09.2013

Dagskrá 43 Umdæmisþings.

Ágætu Kiwanismenn og konur, þá styttist í umdæmisþingið okkar sem verður haldið að þessu sinni í Hafnarfirði dagana 13 til 14 september n.k. Þingfundur mun fara fram í Kaplakrika, annars má sjá allt um þingið hér á síðunni á þingvefnum. Formleg dagskrá er kominn og má einnig nálgast hana á þingvefnum og eins hér að neðann.

Umhverfið

  • 26.08.2013

Umhverfið

Ágætu Kiwanisfélagar.

Kiwanisklúbburinn Búrfell hefur gefið út blaðið Umhverfið í 31 ár. Í blaðinu er fjallað um umhverfismál, tekið er fyrir eitt ákveðið mál í hverju blaði. Hægt er að sjá nokkur síðustu blöð inni á heimasíðu Búrfells.
Ritstjóri blaðsins er Hjörtur Þórarinsson og hefur hann haft umsjón með útgáfunni frá upphafi og séð að öllu leiti um útgáfuna, aflað efnis og auglýsinga séð um dreifingu og innheimtu.

Kiwanismótið 2013

  • 25.08.2013

Kiwanismótið 2013

Kiwanismótið í knattspyrnu fer fram á Húsavíkurvelli í dag (25. ágúst).

Sumarferð Jörfa

  • 11.08.2013

Sumarferð Jörfa

 Sumarhátíð Jörfa í Nesi vel afstaðin í góðum félagsskap og þokkalegu veðri. Fínn undirbúningur nefndarinnar undir forystu Friðjóns ,sem fór einnig á kostum í sagnalist og tónlistarflutningi. Föstudagssúpan frábær hjá Guðnýju og kryddsérfræðingar klúbbsins fóru á kostum við að krydda lærin sem síðan voru grilluð af kúnst. Algjört sælgæti. 
 
 
 

Landsmót Kiwanis í Golfi

  • 06.08.2013

Landsmót Kiwanis í Golfi

Landsmót Kiwanis var haldið á Vestmannaeyjavelli laugardaginn 27. júlí.

Þátttakendur voru 33 þar af 17 í gestaflokki. 11 keppendur voru í efri forgjafaflokki og 5 í neðri flokki. Aðeins 2 Kiwanismenn mætt til keppni ofan af landi, og þykir okkur Helgafellsfélögum það mjög léleg mæting, því oftar en ekki hafa Helgafellsfélagar verið fjölmennastir þegar mótið fer fram uppi á landi. Engin keppandi var skráður í kvennaflokki að þessu sinni. Það er því spurning hvort það eigi að vera að leggja vinnu í þetta, því ekki verður mikill hugur í Helgafellsfélögum að endurgjalda heimsóknina sem var svona léleg, en jafnframt viljum við þakka þeim tveimur köppum sem mættu kærlega fyrir komuna og mættu fleiri félagar taka þá sér til fyrirmyndar en þeir voru báðir yfir sjötugt.
Er því mikil umræði hér í Golfnefnd Helgafells hvort það eigi ekki að leggja þetta landsmót okkar niður.

Haukur Hannesson Eldeyjarfélagi fallinn frá

  • 05.08.2013

Haukur Hannesson Eldeyjarfélagi fallinn frá

Haukur Hannesson, einn af stofnfélögum Eldeyjar, lést 2.september sl.  Hann  gekk í Eldey 1971 og var því einn af stofnendum klúbbsins.

 

Sumarhátíð Eldeyjar

  • 30.07.2013

Sumarhátíð Eldeyjar

Sumarhátíð Eldeyjar verður haldin við Apavatn helgina eftir verslunarmannahelgi, 9. - 11. ágúst
Valur verður mættur snemma á föstudag en hann þarf að vita um mætingu þannig að þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að hafa samband við hann sem fyrst.

Samþykktar lagabreytingar og ályktanir á heimsþingi í Vancouver júní 2013.

  • 12.07.2013

Samþykktar lagabreytingar og ályktanir á heimsþingi í Vancouver júní 2013.

Ályktun frá heimsstjórn um að viðurkenna eftirfarandi ný klúbbaform. Samþykkt  2008 að bjóða uppá sem 5 ára tilraunaverkefni:
*Fyrirtækjaklúbbar – (t.d  ef starfsmenn Unicef á Íslandi stofnuðu Kiwanisklúbb)
 
 

Sue Petrisin - Fyrsta konan sem kosin er heimsforseti

  • 10.07.2013

Sue Petrisin - Fyrsta konan sem kosin er heimsforseti

Föstudaginn 28 júní, á 98. heimsþingi Kiwanis International í Vancouver, BC Kanada var brotið blað í sögu Kiwanishreyfingarinnar. Sue Petrisin, félagi í KC East Lansing í Michigan BNA í 25 ár, verður fyrsta konan til að þjóna sem forseti Kiwanis International - og ekki bara KI. Aðrar Stórar þjónustuhreyfingar, þ.m.t. Rotary og Lions International, hafa ekki stigið þetta skref.
 

Málverka gjöf.

  • 09.07.2013

Málverka gjöf.

Um goslokahelgina var máverkasýning í Kiwanishúsinu þar sem listamennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Ragnheiður Georgsdóttir sýndu verk sín eins og áður hefur komið fram, og var sýningin vel heppnuð í alla staði og mættu að minnsta kosti 700 manns í Kiwanishúsið.

Kiwanisklúbburinn Eldfell gefur út DVD-disk

  • 09.07.2013

Kiwanisklúbburinn Eldfell gefur út DVD-disk

 Kiwanisklúbburinn Eldfell gaf í síðustu viku út DVD-disk.  Á diskinum eru myndasýningar frá 26 aðilum sem tóku myndir meðan á Heimaeyjargosinu stóð.  Klúbburinn hefur safnað um 3500 myndum og á disknum er úrval þeirra, eða um 900 magnaðar myndir.  Undir myndasýningunum er leikin tónlist Gísla Helgasonar blokkflautuskálds, en hann er einmitt að fagna 50 ára blokkflautuferli um þessar mundir.
 
Hægt er að kaupa diskinn í Tvistinum í Vestmannaeyjum auk þess sem hann er hægt að kaupa á meðfylgjandi slóð:  http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/957/0/

40 ár 40 myndir.

  • 04.07.2013

40 ár 40 myndir.

Í dag var opnuð í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum málverkasýning tveggja frábærra listamanna sem Eyjarnar hafa alið af sér, en fyrstan má telja Bjartmar Guðlaugsson tónlitarmann og listmálara og annars vegar Ragnheiði Georgsdóttur listmálari með meiru. Ragnheiður er dóttir Georgs Þórs Kristjánssonar f.v Umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar sem lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi þann 11 nóvember 2001.
Sýningin ber yfirskriftina 40 ár og 40 myndir. Bjartmar sagði að þegar hann fór að pæla í hvaða tengingu hann ætti að hafa , kom stax upp í huga hanns að tileinka sýninguna við minningu æsku vinar síns Georgs Þórs,  eða Gogga í Klöpp eins og hann var ávalt kallaður, en þeir félagar byrjuðu að teikna saman þegar Bjartmar var 7 ára og Goggi 9 ára.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 27.06.2013

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði   um  helgina  en  á sama tíma fer fram Sólseturshátíðin í Garði þannig að margt verður um manninn í Garðinum og mikið um að vera. Eins og fram kemur í dagskránni verður farið  í leiki með börnunum síðan verður Brennókeppni milli klúbbanna í svæðinu,  það er spurning hvaða klúbbur fer heim með bikarinn þetta árið ???

Fjölskylduferð Helgafells.

  • 18.06.2013

Fjölskylduferð Helgafells.

Um síðastliðna helgi héldu Helgafellsfélagar  ásamt  börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum á fastalandið í hina árlegu fjölskylduferð klúbbsins, og var áfangastaðurinn  Árhús við Rangárbakka. Fólk fór að týnast á svæðið á föstudeginum en sumir félagar eru með hjólhýsi á svæðinu sem þeir planta þar niður yfir sumarið, þannig að það var mætt á svæðið á mismunandi tímum. Þeir sem ekki voru á tjaldstæðinu gistu í smáhýsum á svæðinu, frábær hús með góðri aðstöðu eins og allt svæðið býður uppá. K

Eldfell safnar myndum frá Heimaeyjargosinu 1973

  • 16.06.2013

Eldfell safnar myndum frá Heimaeyjargosinu 1973

 Klúbburinn hefur s.l. vikur og mánuði safnað saman myndum frá Heimaeyjargosinu 1973 og er safnið orðið ansi hreint flott með yfir 3.000 myndum, sem er langt umfram væntingar.  
Stefnt er að því að gefa út DVD disk með því helsta úr þessu safni fyrir goslokahátíðina í júlí.  Því geta Eyjamenn og aðrir áhugasamir krækt sér í eintak.  Allur ágóði af disknum mun renna í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins Eldfells og verður honum beint til styrktarverkefna í Vestmannaeyjum að sjálfsögðu.
Tónlistin sem verður undir myndunum á disknum er frá Gísla Helgasyni og eru við afar ánægðir með að hafa fengið leyfi hans til notkunar á tónlistinni.  Það er aldrei að vita nema fleiri tónlistarmenn fái stað á disknum.  
Það hefur verið töluverð vinna við söfnun og skönnun myndanna og á meðfylgjandi mynd má sjá verðandi forseta klúbbsins að störfum.  
Við Eldfells-félagar eru mjög þakklátir þeim sem látið hafa okkur myndir í té til þessa verkefnis.  Takk takk !

Golfmót Eldeyjar

  • 13.06.2013

Golfmót Eldeyjar

Golfmót Eldeyjar 2013 var haldið á Kostrandarvelli á Vatnsleysuströnd sunnudaginn 9. júní.  Veður var gott í upphafi móts en upp úr hádegi skall á vatnsveður og var ákveðið að láta gott heita eftir 12 holur.  Sú nýbreytni var í þetta sinn að sérstök keppni var fyrir byrjendur í golfi.  Þetta mæltist vel fyrir og verður vonandi til þess að enn fjölgi í hópi Eldeyjargolfara.
 

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2013

  • 13.06.2013

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2013

Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar 2013 var haldið á Leirvogsvelli föstudaginn 7. júní.  Þátttakendur voru 70 og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir að styrkja gott málefni.

Mótið var að þessu sinni helgað minningu Vilhjálms Óla Valssonar, fyrrverandi Eldeyjarfélaga, sem lést fyrr á árinu eftir hetjulega baráttu við krabbamein.  Allur ágóði af mótshaldinu rann til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Heiðmörk 2013

  • 10.06.2013

Heiðmörk 2013

Þann 06.06.2013 mættu Jörfafélagar í Heiðmörk til að taka til hendinni í reitnum okkar þar. Það var gott veður, hlýtt og þurrt og sólin lét meira að segja sjá sig. Það mættu 14 félagar, makar og börn, þannig að þetta voru um 30 manns. Ekkert var gróðursett þetta árið, farið var í að hreinsa og grisja og hlú að litlu plöntunum sem settar hafa verið niður síðustu ár. Að venju voru svo grillaðar pylsur og héldu menn saddir og ánægðir til síns heima.

Hjálmar afhentir í Kópavogi

  • 04.06.2013

Hjálmar afhentir í Kópavogi

Dagana 6. til 10. maí voru Eldeyjarmenn önnum kafnir og afhentu hjálma í öllum 9 grunnskólum bæjarins.  Framkvæmdin gekk vel enda margir sem lögðu hönd á plóg við vel skipulagt verkefni.  Á myndinni eru ánægðir fyrstubekkingar í Hörðuvallaskóla búnir að fá hjálmana sína.

Ernest Schmid verður Evrópuforseti 2015-2016

  • 04.06.2013

Ernest Schmid verður Evrópuforseti 2015-2016

Á  Evrópuþingi KIEF sem fram fór í Berlin síðastliðna helgi var Ernest Schmid frá Austurríki kosinn Evrópuforseti 2015-2016. Þrír voru í framboði en Ernest fékk 118 atkvæði af 189.