Samþykktar lagabreytingar og ályktanir á heimsþingi í Vancouver júní 2013.

Samþykktar lagabreytingar og ályktanir á heimsþingi í Vancouver júní 2013.


Ályktun frá heimsstjórn um að viðurkenna eftirfarandi ný klúbbaform. Samþykkt  2008 að bjóða uppá sem 5 ára tilraunaverkefni:
*Fyrirtækjaklúbbar – (t.d  ef starfsmenn Unicef á Íslandi stofnuðu Kiwanisklúbb)
 
 
*Félagsaðild fyrirtækis (sbr að Alcoa borgaði aðild 2ja félaga í Hraunborgu , þetta þyrftu ekki endilega að vera sömu einstaklingarnir frá ári til árs)
*Tengdir klúbbar (affiliated clubs) Klúbbar sem uppfylla ekki öll aðildarréttindi
  og njóta því lágmarksþjónustu, slíkir klúbbar starfa t.d. í Afríku.
*Græðlingsklúbbar

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn um að kynna tillögur að lagabreytingum og ályktunum með meiri fyrirvara en nú er svo klúbbar sem vilja taka þátt í afgreiðslu málsins get nýtt sér “early bird” skráningarkjör á heimsþing. Skv núverandi skipulagi er fyrsti skráningarfrestur liðinn þegar tilllögurnar birtast.  

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn um að umdæmisþing skuli útnefna frambjóðendur til  heimsstjórnar. Mjög brýnar ástæður þurfa að liggja fyrir til að gera annað, t.d. að umdæmisstjórn skrifi uppá slíkan gjörning.  

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn  um að umdæmisstjóri verði að hafa klárað  tímabil sitt sem slíkur áður, en hann/hún tilkynni opinberlega framboð sitt til heimsstjórnar.
Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn  um að leggja af sérstakan eftirágreiddan aðildarafslátt til handa klúbbum sem hafa fjölgað félögum um a.m.k. 25% á starfsári.

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn  um að skilgreina nánar lagaákvæði og skilyrði þess að þegar heimsstjórnarmaður eða umdæmisstjóri (KI officer) eru sakaðir um hegðun sem samræmist ekki því að vera Kiwanisfélagi.

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn  um að taka af allan  vafa um að klúbbar eru grunneining Sambandaaðildar (Federations).

Lagabreytingartillaga frá heimsstjórn  um ákveðin sveigjanleika í stjórnarskipan  Sambandsstjórna Kiwanis (KIEF- þar sitja t.d. ekki stjórnarfulltrúar til 3ja ára, end og í heimsstjórn, heldur umdæmisstjórar tile ins árs í einu.)

Lagabreytingartillaga frá The Kiwanis Club of Fairfield Plantation, Villa Rica, Georgia, U.S.A um að KI samþykki að umdæmi taki að sér að útvega bakgrunnsupplýsingar/sakavottorð um sjálfboðaliða, sem eru jafngóð eða betri en þær sem KI stendur fyrir.

[ÓG]