Sue Petrisin - Fyrsta konan sem kosin er heimsforseti

Sue Petrisin - Fyrsta konan sem kosin er heimsforseti


Föstudaginn 28 júní, á 98. heimsþingi Kiwanis International í Vancouver, BC Kanada var brotið blað í sögu Kiwanishreyfingarinnar. Sue Petrisin, félagi í KC East Lansing í Michigan BNA í 25 ár, verður fyrsta konan til að þjóna sem forseti Kiwanis International - og ekki bara KI. Aðrar Stórar þjónustuhreyfingar, þ.m.t. Rotary og Lions International, hafa ekki stigið þetta skref.
 
Sue er einnig fyrsta manneskjan í sögu Kiwanis til að þjóna sem þrefaldur umdæmisstjóri, fyrir  Key-Club International, Circle K International og  Kiwanis International.

"Mér er mikill heiður sýndur að verða fyrsta konan sem kosnin er í þetta þjónustuhlutverk," sagði Sue.  Hún horfði einnig til framtíðar: "Til að gera okkur gjaldgeng á nýrri öld verðum við og fagna og byggja á því hversu ólík við erum, mismunandi menning, ólíkar kynslóðir og mismunandi tækniþróunarstig skilgreina okkur og hvernig okkur mun takast til á næstu áratugum. ..... kominn er tími til að einbeita sér aftur að því sem skiptir svo miklu í Kiwanis - klúbbunum okkar"
 
[ÓG]