Fréttir

Stuðningur við fjölskyldur

  • 27.12.2013

Stuðningur við fjölskyldur

Um miðjan mánuðinn var haldinn jólafundur Skjálfanda.

Jólatrésskemmtun Helgafells

  • 27.12.2013

Jólatrésskemmtun Helgafells

Í dag þriðja í jólum var haldin jólatrésskemmtun Helgafells í Kiwanishúsinu við Strandveg. Skemmtunin var  í umsjón vaskra manna í nefndinni og að venju stóðu þeir sig eins og hetjur. Konur Kiwanismanna og Sinawiksystur sjá um bakkelsið í kaffihlaðborðið og passa uppá að eingin fari svangur út frá þessari skemmtun.

Jólakveðja frá Skjálfanda

  • 24.12.2013

Jólakveðja frá Skjálfanda Mynd

Gleðileg Jól

  • 23.12.2013

Gleðileg Jól Mynd

Jólastuðningur Kiwanisklúbbsinns Jörfa í Árbæ.

  • 23.12.2013

Jólastuðningur Kiwanisklúbbsinns Jörfa í Árbæ.

Það er venja félaga í Kiwanisklúbbnum Jörfa í Árbæ, að leita til fyrirtækja um samvinnu við að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín nú fyrir jólin. Úthlutun á matarkassa er í samvinnu við sr. Þór Hauksson sóknarprests í Árbæjarkirkju.
Eftirtalin fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í þessu styrktarverkefni , Vífilfell, Norðlenska, Ora, MS, Rekstrarvörur, Ísfugl, Nói – Sírius, O. Johnson & Kaaber, Gæðabakstur, Harðfisksalan og Matvæladreifing. Fá þau bestu þakkir fyrir.


Gleðileg Jól

  • 23.12.2013

Gleðileg Jól

Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar óskar Kiwanisfólki og landsmönnum öllum nær og fjær Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skötuveisla í Eldeyjarhúsinu

  • 22.12.2013

Skötuveisla í Eldeyjarhúsinu

 Skötuveislan verður í Eldeyjarhúsinu á Þorláksmessu.  Veislan byrjar kl. 11:30 og stendur til 14:30 og gestir velkomnir á þeim tíma.  Í boði er skata, tindabikkja, saltfiskur og hefðbundið meðlæti.
Skötuveislan er fjáröflun fyrir styrktarsjóð Eldeyjar og verðið er 3.500 kr.
 

Eldey heimsækir sambýlin

  • 21.12.2013

Eldey heimsækir sambýlin

 Nokkrir félagar úr Eldey heimsóttu 7 sambýli í Kópavogi og 1 í Hafnarfirði þann 21.desember 2013 og afhentu  vistmönnum glaðning frá Kiwanisklúbbnum Eldey vegna jólanna 2013 undir stjórn formanns fjáröflunarnefndar Eldeyjar, Sigurðar Smára Olgeirssonar.  Það var sérstaklega ánægjulegt að fá að vera með í þessari afhendingu var haft eftir einum af Eldeyjarfélögunum en allstaðar var tekið sérstaklega vel á móti þeim.    Andvirði þessara  jólaglaðninga í ár var rétt um 120.000 kr.  Á myndinni eru Sigurður Smári Olgeirsson formaður fjáröflunarnefndar og Heiða Kristjánsdóttir forstöðumaður ásamt vistmönnum í sambýlinu Hrauntungu.

Þinggerð 43 umdæmisþing í Hafnarfirði 2013

  • 20.12.2013

Þinggerð 43 umdæmisþing í Hafnarfirði 2013

Vegna mikilla fyrirspurna um þinggerð síðasta þings þá var ég að fá hana í hendurnar og er hún komin til birtingar hér á vefnum, svo nú hafa félagar eithvað lestararefni yfir hátíðarnar.

Jólafundur Eldeyjar

  • 19.12.2013

Jólafundur Eldeyjar

 Jólafundur Eldeyjar var haldinn 18.desember 2013.  Á þennan hátíðarfund voru mættir rétt um 80 manns með gestum sem nutu veitinga af glæsilegu jólahlaðborði.  Yngri barnakór Kópavogsskóla sá um jólasönginn undir stjórn Skarphéðins en séra Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju um jólahugvekjuna að þessu sinni.

Neyðaraðstoð frá Eldey

  • 19.12.2013

Neyðaraðstoð  frá Eldey

  

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi sendi 27. nóvember veglega fjárhagsaðstoð til Kiwanisklúbba á Leyte svæðinu og Iliolo Panay eyju á Filippseyjum.  Þetta eru sömu eyjur og Aklan er á en það svæði varð einna verst úti í þeim hörmungum sem geisað hafa yfir á Filippseyjum.      

 

 

Frá Ós Hornafirði

  • 17.12.2013

Frá Ós Hornafirði

Í desember fær Samfélagssjóður Hornafjarðar afhentar 400.000 krónur. Upphæðinni er skipt í 10 gjafabréf á sem eru inneignarkort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 300 þúsund og Nettó bætir 100 þúsund krónum við gjöf þeirra Ós-félaga. Húsamiðjan stóð vel við bakið á Ós-mönnum með veglegum afslætti á jólatrjám. Samfélagssjóður Hornafjarðar mun sjá um úthlutun inneignakortanna.  Þetta verður vonandi kærkominn jólaglaðningur í okkar samfélagi.

Keilir veitir styrki

  • 16.12.2013

Keilir veitir styrki

Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík veitti á dögunum veglega styrki til Fjölskylduhjálpar Íslands  og Velferðasjóðs Suðurnesja. Styrkirnir voru veittir um sama leyti og Keilir opnaði sína árlegu jólatréssölu sem er í Húsasmiðjunni á Fitjum.
Tvö atriði sem tengjast jólunum og gerast alltaf ár eftir ár er koma jólasveinanna til byggða og opnun jólatréssölu Keilis, en klúbburinn hefur selt Suðurnesjabúum jólatré, skreytta krossa og greinar sem Sínawikklúbburinn í Keflavík hefur útbúið í hátt í 30 ár. Allur ágóði sölunnar rennur til líknarmála.
 

Jólafundur Jörfa

  • 14.12.2013

Jólafundur Jörfa

Jólafundur Jörfa var haldinn á Hótel Park Inn 13.des. með þessu fína jólahlaðborði.
Sr. Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju var gestur okkar eins og venjulega. Þarna skemmttu okkur krakkar með tónlistaratriði frá Suzuki Tónlistarskólanum alveg frábærir krakkar með fiðlurnar sínar flott atriði hjá þeim. Svo las Bjarki Karlsson upp úr sinni ljóðabók sem vakti mikla lukku allavega keyptu félagarnir í bókina stykkjatali af honum.

Jólafundur

  • 08.12.2013

Jólafundur

Í gærkvöldi var haldinn Jólafundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju var hann sameiginlegur með Sinawik konum. Húsið var opnað kl 19.30 og strax byrjuðu gestir að streyma til fundar sem var síðan settur um áttaleytið af forseta Helgafells Ragnari Ragnarssynir, sem hóf sitt má á að fara yir afmælisdaga félagar, en einn félagi Andrés Sigurðsson átti einmitt afmæli þennan fundardag. Að þessu loknu hófst borðhaldið en boðið var upp á glæsileg Jólahlaðborð að hætti Sinawik- kvenna og ekki klikkaði það frekar en áður, hreint út sagt frábær matur hjá konunum og berum við þeim bestu þakkir fyrir.

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.

  • 05.12.2013

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.

Það var líf og fjör í tuskunum þegar hópur Helgafellsfélaga ásamt börnum barnabörnum vinum og kunningju voru mætt í Kiwanishúsið til að pakka jólasælgætinu okkar sem er aðal fjáröflun okkar klúbbs og fer salan í gang nú um helgina og fram eftir næstu viku en það viðrar ekki sérlega vel um helgina til sölu sælgætis en það er aldrei að vita að hann dúri á milli og menn fara af stað ?

Örn Árnason á Eldeyjarfundi

  • 05.12.2013

Örn Árnason á Eldeyjarfundi

  

Örn Árnason leikari var fyrirlesari á almennum fundi Eldeyjar þann 4.des 2013.  Þetta var mjög fjörugur og skemmtilegur fundur þar sem Örn fór snöggt yfir ævistarf sitt og það sem hann hefur verið að vinna að.  

 

Jólaskreyting á Hraunbúðum

  • 04.12.2013

Jólaskreyting á Hraunbúðum

Í kvöld mættu vaskir sveinar úr Helgafelli á Hraunbúðir Dvalarheimili Aldraðra hér í Vestmannaeyjum til að skreyta heimilið fyrir jólin, þar sem aðventan er gengin í garð og jóladagskrá framundan hjá heimilisfólki og eldriborgurum í Eyjum.

Almmenur fundur Jörfa

  • 03.12.2013

Almmenur fundur Jörfa

 2.des.2013 var almennur fundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Jörfa

Fyrirlesari var Eyþór Eðvarðsson sem sagði frá einstakri ferð hans og félaga á árabát frá Kristiansand í Noregi fyrst með suðurströndinni en síðan þvert yfir Norðursjóinn til Orkneyja og þaðan til Færeyja samtals 440 sjó mílur. Þetta er í fyrsta sinn sem þessu leið er farin á bát sem eingöngu er knúinn árum.  Ferðinni er heitið til Íslands næsta sumar ef veður leyfir.  Báturinn er sér smíðaður og afar vel búinn öllum  öryggistækjum.  Hann var skírður Auður í höfuðið á landnámskonunni Auði djúpúðgu sem einmitt sigldi frá Skotlandi til Íslands.
 

Höfðinglegar móttökur

  • 03.12.2013

Höfðinglegar móttökur

Svæðisráðstefna Óðinssvæðis var haldin á Vopnafirði  laugardaginn 23. nóvember .