Frá Ós Hornafirði

Frá Ós Hornafirði


Í desember fær Samfélagssjóður Hornafjarðar afhentar 400.000 krónur. Upphæðinni er skipt í 10 gjafabréf á sem eru inneignarkort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 300 þúsund og Nettó bætir 100 þúsund krónum við gjöf þeirra Ós-félaga. Húsamiðjan stóð vel við bakið á Ós-mönnum með veglegum afslætti á jólatrjám. Samfélagssjóður Hornafjarðar mun sjá um úthlutun inneignakortanna.  Þetta verður vonandi kærkominn jólaglaðningur í okkar samfélagi.
Meðal fjáröflunarleiða  Kiwanisklúbbsins Óss er sala á jólatrjám og er þessi gjöf til Samfélagssjóðsins ágóði hennar.  Ásamt jólatrjám er seldur úrvals lakkrís frá Sælgætisgerðinni Freyju hér á Höfn. Miralem Haseta formaður jólatrésnefndar hefur haft veg og vanda að skipulaginu en Ós-félagar koma allir að sölunni. Áður en salan hefst þarf að nálgast jólatrén. Þau tré sem eru í almennri sölu koma öll  úr skógræktinni í Suðursveit nema Normannsþinurinn sem fluttur er inn frá Danmörku og hefur Húsasmiðjan annast þann innflutning. Flest stóru jólatrén sem eru hjá stofnunum og fyrirtækjum á Hornafirði koma þetta árið úr sýslunni.
?Félagar í Kiwanisklúbbnum eru 25 í dag  og stefnt er á að fjölga félögum eftir áramót. Seinna í vetur verður hin viðfræga Groddaveisla  Óss. Við þetta tækifæri verða hornfirskir karlmenn kynntir fyrir kiwanishreyfingunni. Groddaveislan verður auglýst þegar nær dregur á nýju ári.

Kiwanisklúbburinn Ós óskar öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.??Haukur Sveinbjörnsson forseti Kiwanisklúbbsins Óss?Sigurður Einar Sigurðsson ritari Kiwanisklúbbsins Óss

Myndatexti:  Á myndinni eru: Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í Nettó ásamt Hauki Sveinbjörnssyni forseta Óss, Sigurði Einari Sigurðssyni ritara Óss, Sigurjóni Erni Arnarsyni gjaldkera Óss og Kristjáni V. Björgvinssyni verslunarstjóra Húsasmiðjunnar. Forseti Óss tekur við inneignarkortum NETTÓ en hann mun koma þeim til Samfélagssjóðsins.