Fréttir

Skothríð í Kópavogi

  • 02.05.2014

Skothríð í Kópavogi

Það voru miklir snilldartaktar sýndir í Bogfimisetrinu í Kópavogi þann 10. apríl s.l. og ljóst að bogfimi gæti verið þjóðaríþrótt Eyjamanna OG Hornfirðinga.  Eftir um kortérs skothríð tókst fyrsta félaganum að hitta spjaldið og ekki löngu síðar fóru flestir að gera slíkt hið sama.  Segja má að um stríðsástand hafi verið að ræða fyrst um sinn þegar örvarnar fóru flestar í útveggi hússins í stað spjaldanna með skotskífunum en tekið skal fram að þær eru meter á kant !!
Var þetta hin mesta skemmtun og náðu menn gríðarlegum framförum á einum klukkutíma og gekk það raunar svo vel að menn fengu pizzu og gos í verðlaun að skothríðinni lokinni. 
 
Getum við mælt með því við aðra Kiwanisklúbba að prófa Bogfimisetrið, frábært hópefli.
 
Fleiri myndir frá þessum stórviðburði má finna HÉR

Hjálmaverkefnið !

  • 01.05.2014

Hjálmaverkefnið !

Þessa dagana erum við félagarnir að gefa öllum börnum sem eru að ljúka 1.bekk grunnskóla reiðhjólahjálma í samstarfi við Eikskipafélag Íslands. Þetta verkefni köllum við ,,Óskabörn Þjóðarinnar´´. Í þau ár sem Kiwanisheyfingin í samvinnu við Eimskipafélagið hafa yfir 45 þúsund börn fengið þessa gjöf eða um 14% þjóðarinnar í ár eru um 4500 börn sem fá hjálma
 

Óska­börn þjóðar­inn­ar fá hjálma.

  • 01.05.2014

Óska­börn þjóðar­inn­ar  fá hjálma.

Eim­skipa­fé­lag Íslands og Kiw­an­is­hreyf­ing­in gefa öll­um grunn­skóla­börn­um sem ljúka 1. bekk grunn­skóla í vor reiðhjóla­hjálma. Verk­efnið nefn­ist „Óska­börn þjóðar­inn­ar“ og á þeim tíu árum sem það hef­ur staðið yfir hafa 45 þúsund börn eða fjór­tán pró­sent þjóðar­inn­ar notið góðs af því. Í ár fá um 4.500 börn hjálma að gjöf.
 

Hekla afhendir styrk til íþróttasambands fatlaðra

  • 01.05.2014

Hekla afhendir styrk til íþróttasambands fatlaðra

Góðir fulltrúar frá Íþróttasambandi fatlaðra voru gestir á almennum fundi hjá Heklu þriðjudaginn 29. Apríl.  Þetta voru þeir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri sambandsins og Jón Björn Ólafsson, starfsmaður sambandsins.  Kynntu þeir félagar starf íþróttasambandsins og þjálfun íþróttamanna á þeirra vegum og þáttöku í stórmótum erlendis, m.a. vetrarólimpýuleikum fatlaðra í Sochi í Rússlandi á liðnum vetri.  Var kynningunni vel tekið og þeir félar svöruðu mörgum spurningum frá þeim Heklufélögum sem fundinn sóttu.

Gáfu Heilbrigðistofnuninni greiningartæki

  • 30.04.2014

Gáfu Heilbrigðistofnuninni greiningartæki

Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði afhenti í gær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrýstimæli til mælinga og greiningar á eyrnabólgum í börnum. Kristján Andri Guðjónsson, forseti Bása, segir að tækið hafi kostað um hálfa milljón króna og eru peningarnir afrakstur sviðaveislu Kiwanisklúbbsins í haust. Þegar hljóðhimnan er heil er hægt að meta þrýsting í miðeyranu með þrýstimælingu. Það er gert með því að breyta þrýstingi í hlustinni. Þrýstimæling gefur meðal annars upplýsingar um það hvort vökvi sé í miðeyranu. Einnig gefur mælingin vísbendingu um starfsemi kokhlustarinnar. Vökvi í miðeyra getur leitt til tímabundinnar heyrnarskerðingar, einkum á lágtíðnisviði. Stundum er því lýst eins og að vera með hellu eða bómull í eyrunum.
 

Ósfélagar afhenda hjálma.

  • 30.04.2014

Ósfélagar afhenda hjálma.

Börnin í 1 bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu óvænta heimsókn I skólann í dag miðvikudag 30. apríl, en þar voru á ferðini Sigurjón, Róbert, Olgeir og Sigurður Einar allir félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós.  
 
Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma sem eru gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins en Heimir stöðvarstjóri Eimskips kom með hjálmana og aðstðaði að afhenta þá.
 

Kiwanis og Lions á fundi

  • 30.04.2014

Kiwanis og Lions á fundi

 Kiwanisklúbburinn Eldey og Lionsklúbburinn Muninn héldu í áralanga hefð á síðasta vetrardag með því að hafa sameiginlegan fund.  Undanfarin ár hefur verið sett upp spurningakeppni milli klúbbanna sem er alltaf skemmtileg og oft spennandi...
 
Myndir eru á myndasíðunni.

Almennur fundur Jörfa

  • 30.04.2014

Almennur fundur Jörfa

 Fundur nr. 711 - 28.apríl, 2014. Róbert Guðfinnsson  athafnamaður hélt mjög góðan fyrirlestur um framkvæmdir sínar á Siglufirði .Skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur. 
 
 

Afmæli Kiwanisklúbbsinns Sólborgar

  • 30.04.2014

Afmæli Kiwanisklúbbsinns Sólborgar

Kiwanisklúbburinn Sólborg var stofnaður 5.maí 1994 og er því að koma á þeim tímapunkti að kúbburinn verður 20 ára.
Við félagar í Sólborg ætlum að halda upp á afmælið að kvöldi 8.mai kl 19:30
 í Kiwanishúsinu að Helluhrauni 22 í Hafnarfirði þar sem við munum bjóða  veitingar og veita viðurkenningar vegna starfa í  þágu klúbbsinns auk þess að við munum afhenda styrki til þeirra verkefna sem við höfum valið að styðja við á þessum tímamótum.
 

Almennur fundur Jörfa

  • 29.04.2014

Almennur fundur Jörfa

 Fundur nr. 711 - 28.apríl, 2014. Róbert Guðfinnsson  athafnamaður hélt mjög góðan fyrirlestur um framkvæmdir sínar á Siglufirði .Skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur. 
 
 

Drangey kynnir !

  • 28.04.2014

Drangey kynnir !

Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki var með kynningarbás á Atvinnulífssýningu sem haldin var á Sauðárkróki um helgina. Þarna kynntu þeir Dangeyjarmenn nýja krabbameinsverkefni sitt ásamt stífkrampaverkefni og hreyfinguna í heild sinna .
Á meðfykjandi myhd er forsetinn Steinn Ástvaldsson og kjörforsetinn Gunnar S. Sigurðsson

Hjálmaafhending hjá Skjálfanda

  • 25.04.2014

Hjálmaafhending hjá Skjálfanda

Í dag, föstudaginn 25. apríl,  fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga í Borgarhólsskóla á Húsavík.

Svæðisráðsfundur Óðins

  • 23.04.2014

Svæðisráðsfundur Óðins

Í lok mars var haldinn svæðisráðsfundur Óðinssvæðis á Húsavík, sem heppnaðist vel, góð mæting og ánægjulegur fundur í alla staði.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára

  • 22.04.2014

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hélt Skjálfandi upp á 40 ára afmæli 29. mars.

Kiwaniskeila Ægissvæðisklúbba 2014

  • 18.04.2014

Kiwaniskeila Ægissvæðisklúbba 2014

Fimmtudaginn 17.april 2014  komu saman 6 af 8 klúbbum Ægissvæðis í hitting sem Jóhanna svæðisstjóri
Ægissvæðis vildi koma á til að stappa ennfrekar saman klúbbum á svæðinu. Þar sem allir myndu hittast
í skemmtilegum leik og kynnast.    Þarna var komin saman hress hópur kl. 13,30  í Kiwanishúsi Eldeyjar-
félaga.   Reglur mótsins kynntar í þessari óhefðbundnu keilu þar sem allt gat komið uppá.  Kom fram að
leikmenn þyrftu að henda með vinstri hendi,  kasta með báðum höndum,  dansa áður enn kastað væri og margt
fleirra.  Þrautir reyndust miserfiðar fyrir þátttakendur.

Almennur fundur hjá Helgafelli.

  • 17.04.2014

Almennur fundur hjá Helgafelli.

Í gærkvöldi miðvikudaginn 16 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju mátti taka með sér gesti, en heldur var mæting léleg enda  miðvikudagsfundur og margir farnir í páskafrí. Fyrirlesari kvöldsins var Magnús Jónasson rekstrarstjóri Dvalarheimilisins Hraunbúða, og hafði forseti á orði í kynningu að það væru orðnir svo gamlir félagar í klúbbnum að við værum komnir við dyrnar á elliheimilinu, en í framhaldi af því þá ber þess að geta að við vorum að samþykkja einn 23 ára félaga í klúbbinn okkar og annann rúmlega þrítugan, þannig að það hefur aldrei myndast kynslóðabil í klúbbnum og þetta þurfa aðrir klúbbar að passa uppá, því ef svo væri, þá væri þessi fjölgunarumræða í hreyfingunni óþörf.

Sóborg veitir styrki !

  • 17.04.2014

Sóborg veitir styrki !

Í tilefni 20 ára afmælis Sólborgar í Hafnarfirði í vor, veitir klúbburinn styrki til nokkurra aðila í Hafnarfirði.  Einn þeirra er Skammtímavistunin að Hnotubergi 19, en þau fengu þann 14. apríl s.l. afhent Nintendo leikjatölvu ásamt tveimur leikjum, myndavél og gasgrill ásamt yfirbreiðslu og gaskút.

Samvinna um skipulagða ristilspeglun

  • 08.04.2014

Samvinna um skipulagða ristilspeglun

Vegna átaks Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og HS varðandi samvinnu um skipulagða ristilspeglun, hefur forsvarsmönnum fyrirtækja verið boðið að koma á kynningarfund um átakið sem haldinn verður á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki í kvöld, 8. apríl nk. Kl 20:00.
Á fundinum munu læknateymi og forstjóri stofnunarinnar, ásamt Ásgeiri Böðvarssyni meltingarsérfræðingi, kynna faglegan þátt átaksins, auk þess sem Ásgeir verður með speglunartæki til sýnis. Óskað er eftir að viðtakendur bréfs um fundinn láti vita hvort þeir þiggi boð um á mæta á fundinn, í netfangið gottigogginn@simnet.is.

Umdæmisstjórnarfundur.

  • 07.04.2014

Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn s.l laugardag 5 apríl að Bíldshöfða 12 og hófst fundurinn kl 10.00, nokkur forföll voru vegna fræðslu verðandi forseta sem haldin var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
Eftir að Umdæmisstjóri hafði boðið fundarmenn velkomna var farið yfir reikninga síðasta starfsárs og fór Guðbjörg umæmisféhirðir síðasta starfsárs yfir reikning og kom starfsárið mjög vel út þó svo að farið hefði verið í út í húsakaup og framkvæmdir, og fékk síðasta sjórn hrós fyrir góðann árangur. Sami háttur var hafður á og síðast að skýrslur embættismanna voru sendar út rafrænt þannig að umræður um skýrslunar gátu farið fram á fundinum og mynduðust ágætar umræður um skýrslur sem birtar verða hér á heimasíðunni þegar fundargerðin liggur fyrir frá umdæmisritara. Arnaldur Mar formaður þingnefndar í Kópavogi kom í pontu og sagði frá undirbúningi þingsins sem gengur vel og búa menn vel af fyrri reynslu en þing var í Kópavogi síðast fyrir fjórum árum.

Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.

  • 07.04.2014

Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.

Kiwanisklúbburinn Drangey afhenti Iðju endurhæfingu á Sauðárkróki peningagjöf á dögunum í tilefni af 50 ára afmæli Kiwanis á Íslandi þann 14. janúar sl. Hljómaði gjöfin upp á 200 þúsund krónur og var hún til efniskaupa. Að sögn Steins Ástvaldssonar forseta Kiwanisklúbbsins hefur sú hefð skapast hjá klúbbnum að veita gjafir þegar fagnað er merkisafmælum. Þegar Drangey varð 20 ára árið 1998 gaf klúbburinn sambýlinu á Sauðárkróki bifreið til afnota og á ný árið 2008, þegar klúbburinn fagnaði 30 ára afmæli.