Fréttir

Nýr félagi á þorrafundi

  • 21.01.2015

Nýr félagi á þorrafundi

Eldeyjarfélagar tóku forskot á sæluna og héldu þorrafund á miðvikudag fyrir bóndadag.  Ræðumaður var  Ágúst Ólafur Georgsson,  safnvörður þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins, sem fræddi okkur um gamlar og nýjar hefðir í kringum þorrann.  Nýr félagi, Jón Ingi Hjálmarsson, var tekinn inn í klúbbinn og svæðisstjóri Ægissvæðis, Magnús Eyjólfsson sá um þá athöfn ásamt forseta.

Hugarflug Skjálfanda

  • 20.01.2015

Hugarflug Skjálfanda

Það var skemmtilegur og málefnalegur fundur í Skjálfanda í miðvikudagskvöldið  14. janúar síðastliðinn.

Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!

  • 20.01.2015

Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!

Í framhaldi af umræður um gjafir til grunnskólabarna vegna ýmissa forvarnaverkefna sem eru í gangi í samfélaginu þá kemur í ljós yfirgengileg forræðishyggja stjórnvalda og enn og aftur er eins og ekki sé hægt að byggja upp samskipti af virðingu og skynsemi, það er orðið að venju að hoppa öfganna á milli. 

Stjórnvöld hafa ekki burði til að láta hlutinia ganga upp, rammi um skipulag og fjármál er alltaf of lítil til að málin gangi upp þarf að leita stuðning félagasamtaka og fyrirtækja. Hvar væri barnaspítali staddur ef ekki nyti við stuðningur Hringsins og fjölda félagasamtaka og fyrirtækja gefa árlega stórar gjafir til spítala og hjúkrunarstofnanna, Kiwanishreyfingin hefur stutt Geðvendarmál með fjárstuðningi og opinni umræðu um geðverndarmál og var einnig upphafsaðili að ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Hér má einnig nefna Lions sem vinnur markvist að mannúðarmálum. Einstaklingar hafa einnig lyft Grettistaki í söfnun og minni ég hér á Bláa naglann sem dæmi.

Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu

  • 20.01.2015

Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu

Reykjavíkurborg hefur bannað Kiwanishreyfingunni að gefa börnum reiðhjólahjálma merktum Eimskipafélaginu. Merking hjálmanna stangast á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Fyrrverandi stjórnarmaður í hjálmanefnd Kiwanis á Íslandi furðar sig á málinu.

Jörfi þakkar fyrir stuðning þinn.

  • 20.01.2015

Jörfi þakkar fyrir stuðning þinn. Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing  manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í dag eru starfandi 35 Kiwanisklúbbar í umdæminu Ísland-Færeyjar með um það bil níu hundruð félögum.  Eitt kunnasta verkefni Kiwanis á Íslandi, í samvinnu við Eimskipafélagið, er að gefa öllum 1.bekkingum í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma, verkefni sem vakið hefur athygli víða um heim.   Í Kiwanisklúbbnum Jörfa er nú 31 félagi sem vinna saman í anda Kiwanishreyfingarinnar. Helstu fjáraflanir Jörfa eru sviðasala í október, sala á sælgætiskössum  fyrir jólin og blómasala með útkeyrslu á konudaginn.

Þorrablót Helgafells !

  • 18.01.2015

Þorrablót Helgafells ! Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi laugardaginn 17 janúar, en það varð að flýta blótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Um hundrað manns mættu til blóts í Kiwanishúsinu sem var opnað kl 19.30 og borðhald var áætlað 20.15 og stóðst þessi áætlun nokkurn veginn. Elías Jörundur formaður þorrablótsnefndar setti blótið formlega og afhenti síðan veislustjórnina til Geirs Reynissonar formann skemmtinefndar, sem tók við á ógleymanlegan hátt í gegnum síma. Þegar Geir mætti loksinns í pontu fór hann létt yfir dagskrá kvöldsinns og síðan var leikið myndband með laginu Ísland er land þitt á áhrifaríkan hátt, en ekki hefði mátt heyra saumnál detta, þvílíkur var hávaðinn, en að þessu loknu var boðið til matar og þyrptist fólk að pungaborðinu til að ná sér í gott í kroppinn. Eftir borðhald var vegleg skemmtidagskrá sem samanstóð af grín sketsum á myndbandi, spurningakeppni, tónlistaratriðum og fjöldasöng og að þessu loknu lék hljómsveitin Dans á Rósum fyrir dansi langt fram á nótt og var þvílík stemming á þessu Þorrablóti eins og ávalt.   Þorrablótsnefnd og Skemmtinefnd vill að lokum þakka öllum sem komu að þessu blóti og mætum öflug á næsta blót.   TS.     Myndband má nálgast HÉR Ljósmyndir má nálgast HÉR    

Ólafur Lárusson með fyrirlestur !

  • 17.01.2015

Ólafur Lárusson með fyrirlestur ! Fyrsti fundur hjá okkur Helgafellsfélögum eftir jólafrí var fimmtudaginn 15 janúar. Þetta var almennur fundur og af því tilefni fengum við góðann gest í heimsókn til okkar. Þetta var Ólafur Lárusson björgunarsveitamaður, kennari með meiru, og flutti hann okkur fróðlegann fyrirlestur og kynningu um Skyndihjálp í máli og myndum. Ólafur hefur verið með námskeið fyrir Rauða Krossinn  í skyndihjálp sem vert er fyrir alla að skoða því það hafa allir gott af því að kunna skyndihjálp, ef eithvað kemur fyrir og ég tala ekki um ef komið er sem fyrsti aðili á slysstað. Að loknu erindi Ólafs þakkaði forseti honum fyrir með smá þakklætisvotti frá okkur Helgafellsfélögum.  

Stefnumörkun Skjálfanda

  • 14.01.2015

Stefnumörkun Skjálfanda

Miðvikudaginn 14. janúar boðar forseti Skjálfanda til auka félagsmálafundar sem jafnframt er fyrsti formlegi fundurinn í klúbbnum á nýju ári.

Almennur fundur

  • 07.01.2015

Almennur fundur

 Fyrsti fundur ársins 2015 var mánudaginn 5.janúar. Þetta var fjölmennur fundur að vanda. Oddur Sigurðsson jarðeðlisfræðingur hélt mjög góðan fyrirlestur um gosið í Holuhrauni og jarðskorpu Íslands.  GHG

Skipherra ræðumaður

  • 07.01.2015

Skipherra ræðumaður

Fyrsti fundur nýs árs var almennur fundur og ræðumaður var Einar H. Valsson, skipherra á varðskipinu Ægi. Einar er félagi í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda á Húsavík, fyrrverandi félagi í Eldey og sonur Eldeyjarfélagans Vals H. Einarssonar.

Eldey og bæjarstjórinn heimsækja leikskóla

  • 06.01.2015

Eldey og bæjarstjórinn heimsækja leikskóla

Sælgætissala fyrir jólin er orðin hefðbundin fjáröflunarleið Eldeyjar.  Eldeyjarfélaginn Evert Kr. Evertsson er sérlega öflugur í sælgætissölunni og í ár tókst honum að selja bæjarstjóranum all nokkrar pakkningar.  Þeim samdist svo um að láta börnin á leikskólum bæjarins njóta góðs af og heimsóttu þá alla fyrir jólin. 

Keilismenn gefa krúttlega bangsa í alla sjúkrabíla

  • 03.01.2015

Keilismenn gefa krúttlega bangsa í alla sjúkrabíla

Á gamlársdag afhentu Keilismenn nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Hefð er fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja, við síðustu afhendingu var tekin sú ákvörðun að gefa þá framvegis í nafni Ævars Guðmundssonar fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008

Helgafellsfélagar heimsækja Hraunbúðir

  • 28.12.2014

Helgafellsfélagar heimsækja Hraunbúðir

Helgafellsfélagar fóru í sína árlegu heimsókn á Hraunbúðir Dvalarheimili Aldraðra á Aðfangadag, en þetta er gömul hefð í okkar klúbbi og alltaf jafn ánægulegt að byrja 

jólahátíðina á þessari heimsókn. Með í ferð eru tveir vaskir sveinar sem afhenda heimilisfólki jólaglaðning sem er sælgætisaskja eins og þær sem við seljum sem aðalfjáröflun

klúbbsinns.

Jólafundur Heklu 16. desember 2014

  • 21.12.2014

Jólafundur Heklu 16. desember 2014

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Garðasókn ásamt eiginmanni sínum séra Bjarna Karlssyni

voru gestir jólafundar Heklu. Séra Bjarni flutti borðbæn en Séra Jóna Hrönn flutti jólaávarp. Hún sagði fyrst

frá óförum sínum í ófærðinni í dag og fór á kostum. Síðan sagði hún frá ársdvöl þeirra hjóna í

Bandaríkjunum og leiddi okkur svo inn í aðdraganda jólanna og minnti á mikilvægi samstöðu okkar sem þjóðar

og nauðsyn þess að enginn yrði útundan.

Fréttabréf Hraunborgar !

  • 21.12.2014

Fréttabréf Hraunborgar !

Út er komið 17 fréttabréf Kiwanisklúbbsinns Hraunborgar í Hafnarfirði, en það má margt skemmtilegt sjá í þessu fréttabréfi, gott framtak hjá þeim félögum en þeir hafa verið duglegir við þessa útgáfu sína.

Bréfið má nálgast hér að neðan.

 

Jólakveðja Jörfa 2015

  • 21.12.2014

Jólakveðja  Jörfa  2015 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu.

Góður jólafundur í Skjálfanda

  • 21.12.2014

Góður jólafundur í Skjálfanda

Fimmtudaginn 11. des. s.l. var  6. fundur starfsársins sem jafnframt var hefðbundin "jólafundur” Skjálfanda, haldinn í Þórðarstofu.

Nýr félagi í Bása !

  • 18.12.2014

Nýr félagi í Bása !

Á síðasta fundi Bása fyrir jól var tekinn inn nýr félagai í klúbbinn og er það félagi númer tuttugu, og þessi nýji félagi heitir Kristjana Sigurðardóttir og er hún eiginkona Gunnlaugs Gunnlaugssonar umdæmisstjóra, og bjóðum við hana formlega velkomna til liðs við hreyfinguna þó svo hún sé búin að vera lengi á kantinum.

Jólafundur Hraunborgar.

  • 13.12.2014

Jólafundur Hraunborgar.

Jólafundur Kiwanisklúbbsins Hraunborgar var haldinn hátíðlegur föstudaginn 5. desember í Kiwanishúsinu Helluhrauni með góðri dagskrá þar sem Símon Jón Jóhannsson ræddi um bækur sínar um draumráðningar, séra Jón Helgi Þórarinsson flutti hugvekju og heiðursgestir voru fulltrúar