Jólafundur Heklu 16. desember 2014

Jólafundur Heklu 16. desember 2014


Séra Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Garðasókn ásamt eiginmanni sínum séra Bjarna Karlssyni

voru gestir jólafundar Heklu. Séra Bjarni flutti borðbæn en Séra Jóna Hrönn flutti jólaávarp. Hún sagði fyrst

frá óförum sínum í ófærðinni í dag og fór á kostum. Síðan sagði hún frá ársdvöl þeirra hjóna í

Bandaríkjunum og leiddi okkur svo inn í aðdraganda jólanna og minnti á mikilvægi samstöðu okkar sem þjóðar

og nauðsyn þess að enginn yrði útundan.

Forseti Heklu tilkynnti fyrir hönd Kiwanisklúbbanna Heku og Esju að árangur af lambaréttadegi
klúbbanna í október sl. hefði verið mjög góður. Nú væri komið að því að gera skil og láta verkefnið sem
unnið var að njóta árangursins. Unnið var undir kjörorðunum ,,Kiwanis gegn krabbameini'' og safnað fé til
þess að auðvelda þúsundum íslendinga sjálfskoðun á ristli. Fulltrúi Blá naglans, Jóhannei Reynissyni var boðinn
til fundarins og afhentu klúbbarnir honum gjafabréf fyrir 700,000.- kr. framlagi til verkefnisins. Fulltrúar
Esju á fundinum voru tveir fyrrverandi forsetar klúbbsins, Sigurður Steinarsson og Guðmundur Pétursson.

Björn Pálsson, formaður Heiðursgjafanefndar stjórnaði athöfn til heiðurs tveimur félögum í Heklu:

Guðna Sigurjónssyni og Theódór S. Georgssyni báðir fyrrverandi forsetar, fyrir 35 ára starf.

 

Eyjólfur Sigurðsson

forseti Heklu