Fréttir

Landsmót Kiwanis í golfi

  • 28.07.2014

Landsmót Kiwanis í golfi

Landsmót Kiwanis í golfi var haldið 27 júlí og var leikið á Þorlákshafnarvelli við frábærar aðstæður undir styrkri stjórn Guðmundar Baldurssonar fyrrverandi
umdæmisstjóra og Eyþórs K. Einarssonar umdæmisféhirðis. Dröfn Sveinsdóttir
umdæmisstjóri afhenti verðlaunin.
Keppt var í tveimur flokkum. Kiwanisfélagar og gestir.

47 Evrópuþing

  • 27.07.2014

47 Evrópuþing

Smá pistill um 47. Evrópuþingið sem haldið var að þessu sinni í Frakklandi á stað sem heitir Annecy síðustu helgina í maí. Evrópuþingin eru byggð upp mjög svipuð og þingin okkar.                                Á fimmtudeginum var haldinn Evrópustjórnarstjórnarfundur frá 09:00 til 17:00. Þangað voru boðaðir auk framkvæmdanefndar KI-EF allir umdæmisstjórarni, formenn nefnda og umdæmisráðgjafar frá KI. Á föstudagsmorgun var workshop frá 10:00 – 12:00 um ELIMINATE, eftir hádegi frá 14:00 – 15:30 var svokallað „ Meet the Candidates“ þar sem þeir sem eru að bjóða sig fram í embætti kynna sig og fólki gefst kostur á að spyrja spurninga. Kl. 17:00 – 19:00 var svo setning þingsins og vinarkvöldverður á eftir.

Gróðursetning í Heiðmörk í gróðurreit Kiwanisklúbbsins Kötlu :

  • 22.07.2014

Gróðursetning í Heiðmörk í gróðurreit Kiwanisklúbbsins Kötlu :

Það var um miðjan júni 2014 að boðað var til gróðursetningarferðar í gróðurreit þann ,sem klúbburinn okkar Katla hefur haft til meðferðar og aukningar gróðurs  í um 46 ár . Hilmar Svavarsson ræddi um að til greina hafi komið að hefja gróðursetningu í Skammadal , en eftir fyrstu sýn þar hafi enginn vafi verið að hefja gróðursetningu í reit þeim er við nú erum stödd í :
Er nú reitur þessi ,sem er í hlíð dalverpis ,sem ég hef ekki nafn á og er hlíðin orðin hin fegursta  og má ætla að stærstu og elstu tré séu um eða yfir 6 metrar .
Þegar é g man fyrst eftir var fjölmennt og talsvert mikið gróðurset og fengum við eitt hlass af húsdýraáburði  marga bakka af plöntum og öll áhöld ,sem til þurfti :

Landsmót Kiwanis í Golfi

  • 10.07.2014

Landsmót Kiwanis í Golfi

Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið 27. júlí á Þorlákshafnarvelli.
Fyrsti rástími kl. 10:00
Mótið er punktakeppni. Hámarksforgjöf kk. 24 og kvk. 28
Einnig verður gestaflokkur.
 

Sumarhátið Eldeyjar og golfmót

  • 30.06.2014

Sumarhátið Eldeyjar og golfmót

Sumarhátíð Eldeyjar verður haldin helgina eftir verslunarmannahelgi eins og undanfarin ár.  Við verðum á Flúðum þetta árið og gert er ráð fyrir að golfmót Eldeyjar verði haldið á sama tíma og stað.  Nánari upplýsingar verða sendar félögum þegar nær dregur.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

  • 18.06.2014

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

 Golfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar var haldið í sjötta sinn fimmtudaginn 12. júní 2014.  Breytt fyrirkomulag, firmakeppni þar sem fyrirtækjum var boðið að sameina skemmtun og styrk til góðs málefnis, skilaði metfjölda þátttakenda.  Allur ágóði af mótinu rennur til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.
 

Árleg Fjölskylduhátíð

  • 16.06.2014

Árleg Fjölskylduhátíð

Fjölskylduhátíð Kiwanisklúbbanna á Óðinssvæði 2014 verður haldin dagana 27-29 júní að Breiðumýri Reykjadal.

Andlát

  • 10.06.2014

Andlát

 Bjargmundur Sigurjónsson Jörfafélagi  látinn

Það er skammt stórra högga á milli í Jörfa,  aðeins  mánuður síðan félagi okkar Guðmundur Jónsson féll frá 7.maí s.l.   Nú er látinn annar Jörfafélagi,  Bjargmundur Sigurjónsson, hann lést í Reykjavík  á Hvítasunnudag  8.júní 2014. Bjargmundur  gekk í Jörfa í janúar 1990 og var alla tíð öflugur Kiwanismaður.  Hann var forseti Jörfa 1996-1997 og gegndi fleiri embættum. Hann var kosinn fyrirmyndarfélagi  Jörfa 2000-2001 og var sæmdur silfurstjörnu Kiwanis fyrir störf sín í Jörfa.  Eftirlifandi eiginkona Bjargmundar er Anna Fanney Arnbjörnsdóttir og  sendum við henni  samúðarkveðjur.  

Níunda hver mínúta

  • 05.06.2014

Níunda hver mínúta

ÁSTBJÖRN EGILSSON SKRIFAR:
Fátt er fallegra og gleðilegra en fæðing barns. Hafi allt gengið að óskum í fæðingunni tekur við tími mikillar eftirvæntingar hjá foreldrum. Þeir hlakka til að fylgjast með nýjasta fjölskyldumeðlimnum taka þau stórkostlegu þroskaskref sem framundan eru og umvefja hann ást og umhyggju.??Foreldrar sem búa á þeim svæðum í heiminum þar sem enn fyrirfinnst stífkrampi geta hins vegar ekki leyft sér að gleðjast með þessum hætti. Ekki strax. Við tekur óttafullur tími. Skyldi barnið hafa smitast? Ef barnið hefur smitast af stífkrampa í fæðingunni er fátt hægt að gera til að bjarga því. Þau vita það.?

Axel H.Bender látinn

  • 03.06.2014

Axel H.Bender látinn

Skammt er stórra högga á milli, en fallinn er frá einn af okkar bestu félögum
Axel H. Bender hann lést 2. júní 2014. Axel var fæddur 3. ágúst 1938 og var hann
75 ára er hann féll frá.
Axel gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 2. maí 1967, þar hefur hann starfað mjög mikið,
verið í flestum nefndum klúbbsinns ,var ritari,vara forseti og síðan
forseti starfsárin 1976-1977, 2001-2002,2003-2004,2006-2007 2010-2011 alls 5 starfsár.

Jóhann Baldurs Eldeyjarfélagi fallinn frá

  • 29.05.2014

Jóhann Baldurs Eldeyjarfélagi fallinn frá

Einn af stofnfélögum Eldeyjar, Jóhann Baldurs lést mánudaginn 19. maí.  Útför hans fór fram frá Kópavogskirkju 27. maí. Hann var einn af öflugustu félögunum á fyrstu árunum og starfaði einnig á vegum umdæmisins, var forseti Eldeyjar, svæðisstjóri Ægissvæðis og umdæmisritari.  Á 40 ára afmæli Eldeyjar var Jóhann sæmdur gullstjörnu Kiwanis fyrir störf sín að mótun klúbbsins frá upphafi.
Blessuð sé minning Jóhanns Baldurs.

Frá Ós Hornafirði !

  • 15.05.2014

Frá Ós Hornafirði !

Grunnskóli Hornafjarðar hefur metnaðarfulla stefnu varðandi það að nýta tæknina sem best til að auka fjölbreytni í kennslu. Síðastliðið haust var hafin innleiðing á spjaldtölvum í kennslu og í sumar fara flestir kennarar skólans á 20 klst. námskeið í tölvuleikjaforritun.
Á námskeiðinu verður veitt innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum tölvuleikjaforritun og er markmið námskeiðsins að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga. Einnig verða á námskeiðinu umræður um það hvernig forritun getur nýst í hefðbundnum námsgreinum.
 

Eldey í Hörðuvallaskóla

  • 13.05.2014

Eldey í Hörðuvallaskóla

Eldeyjarfélagar luku afhendingu á rétt um 500 Kiwanishjálmum í 9 skóla í Kópavogi þann 7.mai 2014.
Síðasti skólinn sem afhending fór fram í var Hörðuvallaskóli og fengu þar rétt undir 100 börn afhenta hjólreiðahjálma.  Skemmtilegt að segja frá því að allir dagar í Hörðuvallaskóla byrja á því að yngstu börnin hittast í sal skólans og syngja saman og þegar Eldeyjarfélagar komu til að afhenda hjálmana glumdi við pollapönks lagið sungið hárri raust og af mikilli innlifun yngstu nemenda skólans.  Ekki minnkaði gleði þeirra yngstu þegar Kiwanismenn mættu og afhentu Kiwanishjálmana þennan morgun.

Skjálfandi heimsækir Emblurnar

  • 09.05.2014

Skjálfandi heimsækir Emblurnar

Þriðjudagskvöldið  6. maí  fóru nokkrir félagar í Skjálfanda  með svæðisstjóra Óðinssvæðis, Guðmundi Karli Jóhannessyni,  til  Akureyrar á fund hjá Kiwanisklúbbnum Emblum.

Hreinsunardagur

  • 09.05.2014

Hreinsunardagur

Í fyrrakvöld, 7. maí var síðasti “almenni fundur” starfsársins hjá Skjálfanda.

Hjálmar afhentir í Kópavogi

  • 06.05.2014

Hjálmar afhentir í Kópavogi

 Eins og undanfarin ár sér Kiwanisklúbburinn Eldey um afhendingu reiðhjólahjálma til allra nemenda grunnskóla bæjarins sem ljúka 1. bekk í vor.  Þetta er samvinnuverkefni Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og Eimskipafélags Íslands og er til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins.  Á meðfylgjandi mynd eru ánægðir nemendur í Kópavogsskóla ásamt formanni hjálmanefndar, Evert Kristni Evertssyni.

Hjálmadagur Helgafells

  • 06.05.2014

Hjálmadagur Helgafells

Afhending reiðhjólahjálma hjá Helgafelli eða Hjálmadagurinn eins og við köllum hann fór fram s.l laugardag í leiðindaveðri, aldrei þessu vant og voru freka fáir sem mættu til að sækja hjálmana, en þeir verða afhentir í skólanum fyrir þau börn sem ekki komust á laugardaginn. Að venju tók Lögreglan og Slysavarnarfélagið Eykyndill þátt í Hjálmadeginum

Hjálma afhending

  • 06.05.2014

Hjálma afhending

Þessa dagana eru Jörfa félagar ásamt öðrum Kiwanisklúbbum að gefa hjálma til barna  sem eru að ljúka 1.bekk  í grunnskóla .Þetta verkefni er í samstarfi með  Eimskipafélagi Íslands. Í þessu samstarfi hafa yfir 45 þúsund börn fengið þessa gjöf .

Hjálmadagur Kiwanisklúbbana Kaldbaks og Emla 3. Maí 2014

  • 04.05.2014

Hjálmadagur Kiwanisklúbbana Kaldbaks og Emla 3. Maí 2014

 Hjálmadagurinn á Akureyri fyrir skólana á Eyjafjarðarsvæðinu var haldin 3. maí í blíðu veðri
Öllum börnum úr 1.bekkjum grunskólanna á svæðinu var boðið í verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð til að þiggja hjálmana , grillaðar Goða pylsur og drykk í blíðu veðri. Afhendingin gekk alveg ljómandi vel þó svo að ekki hafi verið náð í alveg alla hjálmana og þarf því að koma einhverjum til skila með öðrum hætti.

Keila og aðalfundur Eldfells

  • 02.05.2014

Keila og aðalfundur Eldfells

Það er kannski ekki hefðbundin samsetning í Kiwanishreyfingunni en aðalfundur Kiwanisklúbbsins Eldfells hófst k. 18:30 þann 23. apríl í Keiluhöllinn í í Egilshöll.  Spiluðu menn þar keilu og þeir sem ekki hittu vel í fyrstu köstunum, fengu sér kaldan og mýktu sveifluna með jákvæðum afleiðingum.  Að spilinu loknu var farið að Grænlandsleið 12 þar sem Óskar Arason forseti bauð gesti velkomna og kjörforseti Guðjón Magnússon eldaði fylltar kjúklingabringur ofaní gesti.  Þökkum við þeim félögum frábæran undirbúning aðalfundar og auðvitað Óskari forseta fyrir gestrisnina.
 
Á fundinum kynnti Guðjón stórn næsta starfsárs og hélt stefnuræðu sína og það er ljóst að tónninn sem gefinn hefur verið á síðustu fundum Óskars, verður sleginn áfram næsta vetur, þ.e. að hafa fundina létta og skemmtilega þó að sjálfsögðu hagsýni verði gætt að hætti Jóakims frænda. 
 
Nokkrir gestir hafa látið sjá sig á fundum klúbbsins undanfarið og jákvæðar blikur á lofti varðandi fjölgun félaga næstu misserin.
 
Fleiri myndir frá aðalfundinum má sjá HÉR