47 Evrópuþing

47 Evrópuþing


Smá pistill um 47. Evrópuþingið sem haldið var að þessu sinni í Frakklandi á stað sem heitir Annecy síðustu helgina í maí. Evrópuþingin eru byggð upp mjög svipuð og þingin okkar.                                Á fimmtudeginum var haldinn Evrópustjórnarstjórnarfundur frá 09:00 til 17:00. Þangað voru boðaðir auk framkvæmdanefndar KI-EF allir umdæmisstjórarni, formenn nefnda og umdæmisráðgjafar frá KI. Á föstudagsmorgun var workshop frá 10:00 – 12:00 um ELIMINATE, eftir hádegi frá 14:00 – 15:30 var svokallað „ Meet the Candidates“ þar sem þeir sem eru að bjóða sig fram í embætti kynna sig og fólki gefst kostur á að spyrja spurninga. Kl. 17:00 – 19:00 var svo setning þingsins og vinarkvöldverður á eftir.
Þingið sjálft byrjaði svo kl 9:00 á laugardeginum og stóð til kl.13:00, dagskrá þingisins var hefðbundin. Evrópuforseti Marie – Jeanne bauð alla velkomna og flutti ávarp, það gerði heimsforseti Gunter Gasser líka ásamt kjörheimforseta John Butter. Lance Incitti forseti KI Foundation flutti einnig stutt ávarp. Evrópustjórn 2013-2014 var þökkuð vel unnin störf. Síðan tók við þetta hefðbunda, reikningar bornir upp, fundargerð frá síðasta Evrópuþingi borin upp og samþykkt, KI umdæmisráðgjafarni fluttu ávarp þeir Óskar Guðjónsson og Marcel Kreienbuhl. Embættismenn næsta starfsárs kynntir og samþykktir. Fjárhagsætlun 2014-2015 lögð fram, kynning á næstu stjórn. Kynnig á næta Evrópuþingi sem haldið verður í Luxembourg. Tveir voru í framboði til Evrópuforseta, Sebastiano Coletti frá Ítalíu og Sjoerd Timmermans frá Hollandi. Sá ítalski dró framboð sitt til baka þannig að Evrópuforseti 2106-2017 verður Sjoerd Timmermans. Á laugardagkvöld var galadinner um borð í bát og snemma á sunnudagmorgun fóru gestir að tínast heim á leið.  Að sækja Evrópuþing er mjög gaman, bæði að hitta Kiwanisfélaga sem koma víðs vegar frá Evrópu og taka líka þátt í Kiwanismálunum. Síðastliðið ár hef ég starfað í fjölgunarnefnd Evrópu og mun ég halda áfram í þessari nefnt á komandi starfsári. Ég var boðuð á Evrópurstjórnarfundinn á fimmtudeginum, ásamt því að sótti  fundi seinnipartinn á fimmtudag og á föstudeginum með nefndinni minni og öðrum er varðar fjölgun. T.d funduðum við með ungu fólki sem var statt á Evrópuþinginu og fengum við fullt af góðum hugmmyndum frá því hvernig ungt fólk sér fyrir sér Kiwanis, varðandi fundi og annað. Við vitum það að við þurfum að fá ungt fólk til liðs við okkur því þau eru framtíðin Frá umdæminu Ísland - Færeyjar fóru á þetta þing umdæmisstjóri, kjörumdæmisstjóri og makar. Óskar Guðjónsson á sæti í heimstjórn og er umdæmisráðgjafi og sækir Evrópustjórnarfundi á vegum KI. Ég fór út á vegum KI- EF þar sem ég er í fjölgunarefnd Evrópu eins og áður kom fram . Vonandi er fólk einhverju nær um einhverjar fréttir frá Evrópuþingi