Axel H.Bender látinn

Axel H.Bender látinn


Skammt er stórra högga á milli, en fallinn er frá einn af okkar bestu félögum
Axel H. Bender hann lést 2. júní 2014. Axel var fæddur 3. ágúst 1938 og var hann
75 ára er hann féll frá.
Axel gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 2. maí 1967, þar hefur hann starfað mjög mikið,
verið í flestum nefndum klúbbsinns ,var ritari,vara forseti og síðan
forseti starfsárin 1976-1977, 2001-2002,2003-2004,2006-2007 2010-2011 alls 5 starfsár.
Í fjárhagsnefnd umdæmisinns var hann í 10 ár féhirðir K-dagsnefndar fyrstu
2. árin sem hún starfaði,Axel var í uppbyggingu Kiwanishússinns í Brautarholti 26 og sá
um rekstur þess í mörg ár. Hann var umdæmisféhirðir 1973-1977 og 1982-1983 samtals
5 ár. Þá eru ótalin öll þau störf sem hann hefur unnið fyrir Kiwanisklúbbinn Heklu sem
ekki eru tíunduð hér.

Undan farin ár hefur Axel átt við heilsuleysi að stríða, enn kallið kemur ávalt of fljótt,
við Heklu félagar kveðjum góðan og dugmikinn félaga með söknuði.