Fréttir

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

  • 12.10.2014

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.  713.fundur Jörfa stjórnarskiptafundur haldinn laugardaginn 11.október 2014 á veitingahúsinu Rúbín í Öskjuhlíð. Dagskráin var hefðbundin. Fundarstjóri var Haraldur Finnsson. Við misstum tvo félaga á árinu þá Guðmund Jónsson og Bjargmund Sigurjónsson og var þeirra minnst.  Fráfarandi forseti Baldur Árnason veiti viðurkenningar. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur og fyrir valinu að þessu sinni var Friðrik Hafberg.  

Tetra talstöðvar til Garðars

  • 09.10.2014

Tetra talstöðvar til Garðars Fyrir fóru nokkrir félagar í Skjálfanda í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Garðars í tilefni af því að nokkrar TETRA stöðvar voru að koma í hús, tilbúnar til notkunar.

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

  • 09.10.2014

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

  • 08.10.2014

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju

Lambaréttadagur Heklu

  • 08.10.2014

Lambaréttadagur Heklu

Heklufélagar halda hinn árlega Lambaréttardag 17. október n.k.

Aðal styrktarverkefnið er Blái naglinn og stuðningur við skimunarpróf sem öllun er

 verða 50 ára verða afhent. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Guðmund Oddgeir s. 898-8838 eða Birgir 892-1449.

Kiwanis gegn Krabbameini." Bækling lambaréttadagsins má nálgast hér að neðan.

Stjórnarskipti í Eldfelli - Guðjón Magnússon forseti 2014-2015

  • 07.10.2014

Stjórnarskipti í Eldfelli - Guðjón Magnússon forseti 2014-2015 S.l. fimmtudag var stjórnarskiptafundur hjá okkur.  Óskar Arason lét af embætti forseta og við keflinu tók Guðjón Magnússon. Um leið og við óskum Gauja Magna jr. til hamingju með embættið þá þökkum við Óskari fyrir vel skipulagt og gott síðasta starfsár. Á fundinum bættust einnig í hópinn okkar tveir nýjir félagar, Gunnar Bjarnason og Gunnar Þröstur Ásgeirsson. Bjóðum við þá heiðursmenn velkomna í hópinn og væntum mikils af samstarfinu við þá. Á sama fundi áttu sér stað stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli. Gunnlaugur Gunnlaugsson umdæmisstjóri heimsótti okkur og Hjördís Harðardóttir heiðraði okkur með nærveru sinni og stappaði stálinu í okkur varðandi fjölgun félaga og var það með ánægju að við náðum að stimpla inn 2 nýja félaga á þessum fundi, alveg óvænt !. Markmiðið er að fjölga um 10 á starsfárinu svo það eru 8 laus pláss hið minnsta . Ólafur Guðmundsson svæðisstjóri sögusvæðis sá til þess að stjórnarskiptin færu fram eftir settum reglum og fórst það verkefni vel úr hendi. Þökkum við öllu þessu góða fólki fyrir komuna.

Fréttabréf Hraunborgar

  • 06.10.2014

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 16 tölublað af fréttabrefi Hraunborgar í Hafnarfirði ásam Handbók og erindisbréfum fyrir starfsárið 2014 - 2015, gott fyrir klúbba að skoða þetta og hafa til hliðsjónar ef áhugi er fyrir svona útgáfu í klúbbunum.

Fréttabréf Heklu

  • 02.10.2014

Fréttabréf Heklu

Ágætu félagar, í upphafi nýs starfsárs, það fimmtugasta og fyrsta í sögu klúbbsins ætla ég að reyna að halda út stuttu fréttabréfi sem sent verður til allra félaga. Þetta er gert til að auðvelda ,,öllum´´ félögum að fylgjast með því helsta sem er að gerast í starfi klúbbsins og ef ástæða þykir til, frá svæði og umdæmi. Við sjáum hvernig til tekst. 

Þyrill fær viðurkenningar.

  • 02.10.2014

Þyrill fær viðurkenningar.

Mánudaginn 29. september fóru þáverandi umdæmisstjóri og þáverandi umdæmisritari á stjórnarskiptafund hjá Þyrli

Þar afhendi Dröfn þáverandi umdæmisstjóri þrjár viðurkenningar

Þyrill hafði náð því markmiði að verða fyrirmyndar klúbbur, þar með varð Bjarni Vésteinsson svæðisstjóri Freyjusvæðis 2013-2014 og nú forseti Þyrils fyrirmyndar svæðisstjóri

Stjórnarskipti hjá Sólborgu

  • 02.10.2014

Stjórnarskipti hjá Sólborgu

Stjórnarskipi hjá Sólborg fóru fram 27. september.

Venja er að makar eru með okkur á stjórnarskiptunum og svo var einnig núna,

Magnús Eyjólfsson svæðisstjóri sá um stjórnarskiptin og honum til aðstoðar var Svavar Svavarsson kjörsvæðisstjóri

Eins og venja er á stjórnarskiptum var útnefndur frábær félagi og að þessu sinni var það Vilborg Andrésdóttir og fékk hún afhentan farandbikar

Stjórnarskipti í umdæminu.

  • 30.09.2014

Stjórnarskipti í umdæminu.

Stjórnaskiptafundur fór fram í umdæminu sunnudaginn 14 september  kl 11.00 í Kiwanissalnum að Bíldshöfða12. Það var Stefán Jónsson Goði sem hafði umsjón með stjórnarskiptunum með dyggri aðstoð Sigurðar Pétursson f.v umdæmisstjóra.

Stjórn Drafnar Sveinsdóttur var afmunstruð á þessum fundi og ný stjór sett inn 

Kynningarmyndband þing 2015

  • 30.09.2014

Kynningarmyndband þing 2015

Kynningarmyndband vegna þings í Eyjum 2015

Nýtt starfsár að hefjast - stjórnarskiptafundur n.k. fimmtudag

  • 30.09.2014

Nýtt starfsár að hefjast - stjórnarskiptafundur n.k. fimmtudag N.k. fimmtudag, 2. október kl. 19:30 verður stjórnarskiptafundur í Eldfellinu og munu félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli vera með okkur á fundinum og framkvæma sín stjórarskipti.  Þessir tveir klúbbar ásamt Búrfelli héldu einmitt sameiginlegan stjórnarskiptafund fyrir ári síðan.Guðjón Magnússon mun taka við sem forseti af Óskari Arasyni.  Viljum við Eldfells-félagar þakka Óskari óeigingjarnt starf s.l. starfsár og allnokkra frábæra fundi með góðum gestum og ýmsu skemmtilegu bralli. Nýja skipan í stjórn og nefndir klúbbsins má finna hér til hliðar á síðunni auk starfsáætlunar komandi starfsárs. Myndir frá félagsmálafundi sem haldinn var 11. september s.l. má finna HÉR Myndir frá síðasta stjórarskiptafundi má finna HÉR

Viðurkenningar á þingi

  • 28.09.2014

Viðurkenningar á þingi

Viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndar klúbbur voru afhentar á þingfundi laugardagsinns í Salnum og veitti Dröfn Sveinsdóttir þá eftirfarandi klúbbum viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndarklúbbur starfsárið 2013 -2014 alls hlutu 19 klúbbar þessa viðurkenningu eða 54% klúbba í umdæminu sem eru eftirfarandi : 

Páll Ketilsson hlaut Lundann 2014

  • 28.09.2014

Páll Ketilsson hlaut Lundann 2014

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta hlaut Lundann 2014 en það er viðurkenning sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott að sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lundafagnaðar í KK-salnum í Reykjanesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld.

Jörfafundur 15.september 2014

  • 16.09.2014

Jörfafundur 15.september 2014  22 félagar mætir og 2 gestir, Sigurjón Páls og Hafsteinn ElíassonHafsteinn var samþykktur inn í klúbbinn og verður formlega tekinn inn á stjórnarskiptafundinum.Þetta var síðasti fundur fyrir stjórnarskipti, nefndarformenn skiluðu skriflegum skýrslum og þar kom fram að starfið gengur mjög vel og félagarnir tilbúnir til að takast á við verkefnin á komandi vetri. GHG

Frá Fræðslunefnd !!

  • 01.09.2014

Frá Fræðslunefnd !!

Umdæmisþing verður haldið í Kópavogi 12. - 14. september næstkomandi.  Föstudaginn 12. september kl. 10:00 - 12:00 eru verðandi forsetar og ritarar klúbba boðaðir til fræðslu í umsjón fræðslunefndar umdæmisins.  Auk efnis frá fræðslunefnd verður ráðgjafi okkar frá heimsstjórn (e. trustee) með innlegg,

Umhverfið.

  • 31.08.2014

Umhverfið.

Kiwanisklúbburinn Búrfell hefur gefið út blaðið Umhverfið á þessu starfsári eins og undanfarin 31 ár, þetta er 32. árgangur.
Hjörtur Þórarinsson er og hefur verið ritstjóri og umsjónarmaður blaðsins frá upphafi, og er það mikið afrek hjá kappanum, enda vandaður maður þar á ferð.

Umdæmisþing 2014

  • 29.08.2014

Umdæmisþing 2014

Þá fer að líða að þingi okkar sem haldið verður í Salnum í Kópavogi 12 til 14 september n.k. Margt verður í boði á þessu þingi eins og ávalt enda þinghald okkar í frekar föstum skorðum, en inni á þingvef 2014 eru upplýsingar sem komnar eru í hús og þar á meðal dagskrá þingsins sem einnig er hægt að nálgast í prentvænni útgáfu.

Frá heimsókn Heimsforseta til Íslands.

  • 29.08.2014

Frá heimsókn Heimsforseta til Íslands.

Heimsforsti hr. Gunter Gasser og hans frú Cristjana komu til landsins í tveggja daga heimsókn.? Við hjónin sóttum þau út á flugvöll seint að kvöldi þriðjudagsins 19.ágúst fórum með þau beint á Hótel Hafnarfjörð enda þreytt fólk á ferð því þau voru að koma frá umdæmisþingi í New York. Ekki fengu þau að sofa frameftir morgunin eftir heldur voru þau sótt þangað kl 8.30 haldið með þau í ferðalag.